Leit

Valbúnaðarútfærslur og pakkar.

Mercedes-Benz B-Class Electric Drive - Valbúnaðarútfærslur og pakkar

Búnaðarútfærslur.

Executive búnaðarútfærsla. 

B-Class Electric Drive
Bílastæðavari, Parking Pilot
Bílastæðavarinn aðstoðar ökumann að finna nothæf bílstæði og getur einnig lagt bílnum og ekið honum út úr samsíða og þverstæðu bílastæði með sjálfvirkum hætti. Bílastæðavarinn fylgist einnig með umhverfinu fyrir framan og aftan bílinn þegar verið er að skaka honum í þrengslum og varar ökumann við ef hætta er á ákeyrslu
Garmin® MAP PILOT leiðsögukerfi
Tækinu er stýrt með stýrirofa, snertimús eða með raddstýringu. Leiðsögn á SD korti og leiðbeiningar birtast á margmiðlunarskjánum. Búnaðinum fylgir þrívíð framsetning á vegum og byggingum sem og gatnamótum og akreinum sem auðvelda ökumanni að staðsetja sig. Leiðbeiningar í máli heyrast í innbyggðum hátölurum bílsins. Hægt er að uppfæra hugbúnað og kort á netinu
Hiti í framsætum

Premium búnaðarútfærsla

B-Class Electric Drive
Bílastæðavari, Parking Pilot
Bílastæðavarinn aðstoðar ökumann að finna nothæf bílastæði og getur einnig lagt bílnum og ekið honum út úr bílastæðum sem liggja samsíða veginum eða þvert á hann. Bílastæðavarinn fylgist einnig með umhverfinu fyrir framan og aftan bílinn og varar ökumann við ef hætta er á ákeyrslu
Umhverfislýsing (12 litir)
Sjálfvirk dimming á baksýnisspegli og hliðarspegli ökumannsmegin
Bi-xenon framljós með þvottakerfi
Rafstýrðir hliðarspeglar með aðfellingu
Garmin® MAP PILOT leiðsögukerfi
Hiti í framsætum

Pakkar.

Akstursstoðkerfapakki, Driving Assistance. 

B-Class Electric Drive
Blindvari
Greini kerfið ökutæki í blinda blettinum kviknar á viðvörunarmerkjum í hliðarspeglunum. Kerfið gefur frá sér hljóðmerki ætli ökumaður að víkja út af sinni akrein þegar það hefur greint ökutæki í blinda blettinum
Akreinavari
Kerfið framkallar titring í stýri þegar það greinir að ökumaður víkur óafvitandi út af sinni akrein
PRE-SAFE® forvarnarkerfi
Kerfið grípur til forvarnaraðgerða til verndar farþegum greini það aðsteðjandi hættu í akstri, þar á meðal strekkingu á öryggisbeltum og stillingu á stöðu farþegasæti (að því gefnu að minnispakkinn sé innifalinn)

Orkupakki, Energy Assist

B-Class Electric Drive
Búnaðurinn varar vegfarendur og hjólreiðamenn við nærveru bílsins með hljóði á allt upp að 30 km hraða á klst.
Hljóðviðvörunin heyrist ekki inni í ökutækinu
Hiti í framrúðum
Gott útsýni á skammri stund, jafnvel þótt framrúðan sé héluð. Engin þörf á því að skafa
Skyggð gler
Hitaeinangrandi, dökkskyggt gler í afturgluggum heldur svala í farþegarýminu á heitum dögum og dregur úr varmatapi í köldu veðri
Radarstýrð orkuendurheimt
Magn endurheimtrar orku er með sjálfvirkum hætti aðlagað rauntímaaðstæðum í umferðinni sem leiðir til meiri skilvirkni, minni orkunotkunar og meira akstursdrægi
Range Plus
Range Plus býður upp á 30 km viðbótar akstursdrægi þannig að heildar akstursdrægi verður 230 km

Exclusive pakki

Electric Art
Gólfmottur með köntum í sama lit og áklæði
Leðuráklæði – svart, brúnt eða rautt
Listar – brúnt tröllatré með grófri áferð eða svartur hágljáandi askur

■ Innifalið

– Ekki innifalið

B-Class

Electric Drive

Ýmsar staðreyndir

Verð