Leit

Dísilvélar – sparneytnar og krafmiklar

Gerð Strokkar/Gerð Slagrými
(sm 3)
Afköst
(kW við sn.mín)[1]
Hám. hraði
(km/klst)
Eldsneytisnotkun
bl. akstur
(l/100 km)[2]
Magn CO2 í útblæstri,
bl. akstur (g/km)[2]
CLA 220 CDI 4 línuvél 2143 – (125/3400–4000) – (230) – (4,5–4,2) – (117–109)

4ra strokka dísilvél

Nýr CLA býr yfir einhverju alveg sérstöku, jafnt í útliti og karakter. Ný fjögurra strokka dísilvél með beinni innsprautun sér til þess að bíllinn hefur ávallt af nægu afli að taka en um leið er hann einkar sparneytinn. Hann er skýrt dæmi um bíl með nákvæmlega réttu eiginleikana; mikið tog og tafarlaust viðbragð, líka á lágum vélarsnúningi.

En á sama tíma er dísilvélin í CLA 220 CDI einkar sparneytin og lág í útblástursgildum en hrífur alla með sér með minni vélartitringi og mun þýðari og hljóðlátari vinnslu en áður.

  • Nýjasta hátækni: Dísilvélin er búin samrásarinnsprautun af fjórðu kynslóð og státar af innsprautunarþrýstingi sem hefur verið aukinn upp í 1.800 bör, endurbættum brunahólfum og hárnákvæmum solenoid innsprautunardísum. Bættur kveikjuþrýstingur og forþjappa með breytilegum skurði tryggja hátt snúningsvægi á öllum snúningssviðum vélarinnar. 
  • Umhverfisvæn tækni: Hjólbarðar með lágu snúningsviðnámi, skynræn stýring á vélarstuðningskerfum og hámarks straumlínulögun stuðla að lágmarks eldsneytiseyðslu og sjálfbærni. 
  • Dregið úr eldsneytisnotkun: ECO start/stop er staðalbúnaður sem drepur tímabundið á vélinni þegar bíllinn er kyrrstæður í umferðinni. Þar með sparast eldsneyti. Auk þess birtast upplýsingar á ECO skjánum í mælaborðinu um hve vistvænn akstur ökumannsins er. Upplýsingarnar hvetja hann til að breyta akstursmáta sínum og draga þar með úr eldsneytisnotkun.

Tölur innan sviga eiga við ökutæki með sjálfskiptingu [1] Tölur yfir metin afköst og snúningsvægi í samræmi við Tilskipun 80/1269/EES í núgildandi útgáfu.

[2] Tölur um eldsneytisnotkun og CO2 losun byggjast á tilgreindum mælingaraðferðum [framkvæmdastjórn Evrópusambandsins] 715/2007 í núgildandi útgáfu). Tölurnar eiga ekki við einstök ökutæki og eru ekki hluti af vöruframboðinu. Þeim er einungis ætlað að auðvelda samanburð á milli ólíkra ökutækja.

CLA Coupé

Ýmsar staðreyndir

Verð og bæklingar