Leit

Bensínvélar – aukinn kraftur.

Gerð Fjöldi strokka/vél Slagrými
(sm3)
Afköst
(kW við sn.mín.)[1]
Hám. hraði
(km/klst)
Eldsneytisnotkun
bl. akstur
(l/100 km)[2]
Magn CO2 í útblæstriemissions,
bl. akstur
(g/km)[2]
CLA 180 4 línuvél 1595 90/5000 210 5,6–5,4 130–126
CLA 180 BlueEFFICIENCY Edition[3] 4 línuvél 1595 90/5000 190 5.0 118
CLA 200 4 línuvél 1595 115/5300 (115/5300) 230 (230) 5,7–5,5 (5,5–5,2) 131–127 (129–122)
CLA 250 4 línuvél 1991 – (155/5500) – (240) – (6.2–6.1) – (144–142)

4ra strokka bensínvélar

4ra strokka bensínvélarnar með 1,6 og 2,0 lítra slagrými byggja á nýstárlegri og stefnumarkandi vélartækni. Með beinni innsprautun, breytilegri ventlastýringu og forþjöppu er bílnum tryggð fyrirtaks snúningsvægi og afköst. Þessu til viðbótar hefur verulega verið dregið úr eldsneytisnotkun, útblæstri og vélarhljóðum. ECO start/stop aðgerðin er staðalbúnaður með öllum vélargerðum, óháð því hvort um beinskiptar eða sjálfskiptar gerðir er að ræða.

Í boði eru eftirtaldar gerðir: CLA 180, CLA 180 BlueEFFICIENCY Edition[3], CLA 200 og CLA 250.

  • Meiri sparneytni: Háþrýst, bein innsprautun með piezo-innsprautunardísum og bætt brunaferli stuðla að nánast hreinum bruna og þar með meiri afkastagetu. Þetta þýðir að eldsneytið er nýtt með skilvirkari hætti.
  • Árangursríkari tækni: Breytileg stýring á ventlum leiðir til hagstæðasta þjöppunarhlutfalls í brunahólfum og þar með aukinnar sparneytni. Meiri sparneytni má einnig þakka minni þyngd, minna innra viðnámi og þarfastýringar í vélarstuðningskerfum.
  • Umhverfismildur: ECO start/stop er staðalbúnaður sem drepur tímabundið á vélinni þegar bíllinn er kyrrstæður í umferðinni. Þar með sparast eldsneyti. Auk þess birtast upplýsingar á ECO skjánum í mælaborðinu um hve vistvænn akstur ökumannsins er. Upplýsingarnar hvetja hann til að breyta akstursmáta sínum og draga þar með úr eldsneytisnotkun.

Tölur innan sviga eiga við ökutæki með sjálfskiptingu [1] Tölur yfir metin afköst og snúningsvægi í samræmi við Tilskipun 80/1269/EES í núgildandi útgáfu.

[2] Tölur um eldsneytisnotkun og CO2 losun byggjast á tilgreindum mælingaraðferðum [framkvæmdastjórn Evrópusambandsins] 715/2007 í núgildandi útgáfu). Tölurnar eiga ekki við einstök ökutæki og eru ekki hluti af vöruframboðinu. Þeim er einungis ætlað að auðvelda samanburð á milli ólíkra ökutækja.

[3] Í boði upp úr miðju ári 2013.

CLA Coupé

Upplifun

Ýmsar staðreyndir

Verð og bæklingar