Leit

Aldrif - fyrir hraðbrautir, þjóðvegi og torfæra vegarslóða

Hámarks veggrip öllum stundum

Við framleiðslu á G-línunni er hugað að smæstu smáatriðum. Því þegar allt kemur til alls þá er löng ending og hátt endursöluvirði þeir lykilþættir sem við erum hvað stoltastir af. En stóra prófraunin sem G-línan þarf að standast er akstur á vegleysum. Undirbúningurinn fer fram á sérhönnuðum prófunarbrautum okkar. Þar verður G-línan að standast fyrstu prófraun áður en frekari prófanir eru framkvæmdar úti á vegunum.

  • Sítengt aldrif: Tveir heilir ásar með nákvæmri stýringu, miklum vindusveigjanleika og mikilli fjöðrunarlengd tryggja nauðsynlega veghæð og yfirburða veggrip við erfiðar akstursaðstæður. Þeir eru grunnurinn sem sítengda aldrifskerfið hvílir á og gerir því kleift að setja mark sitt að öllu leyti á aksturseiginleikana.
  • Mikill stöðugleiki: G-línan ræður við allt að 80 prósent halla og er stöðugur í allt að 54 prósent hliðarhalla. Vaðdýpt bílsins er 0,6 metrar.
  • Einstök tækni: Fullkominn akstursstoðkerfapakki á sinn þátt í að gera G-línuna einstæða um allan heim. Í pakkanum er m.a. að finna rafeindastýrða stöðugleikastýringu, ESP®, hemlavara, BAS, hemlalæsivörn, ABS, rafeindastýrða spólvörn, 4ETS, þrjár 100% driflæsingar og niðurstigshlutfall.

G-Class

Ýmsar staðreyndir

Verðlisti