Leit

Aldrif – aukið akstursöryggi.

Sítengda 4MATIC aldrifskerfið stuðlar að auknu akstursöryggi í rigningu, ísingu, snjókomu og á slæmum vegum. Í stað hefðbundinnar mismunadrifslæsingar styðst nýjasta kynslóð Mercedes-Benz 4MATIC við rafeindastýrða læsingu sem er fullkomlega samhæfð bílnum.

4MATIC skilar 45 prósent af aflúttaki vélarinnar til framássins og 55 prósentum til afturássins. Útkoman er hámarks veggrip við allar akstursaðstæður.

Sítengda 4MATIC aldrifskerfið styðst einnig við rafeindastýrða stöðugleikastýringu, ESP® og 4ETS rafeindastýrt veggripskerfi. 4ETS beitir hárnákvæmu hemlunarátaki á þau hjól sem líkleg eru til að tapa veggripi. Með þessu móti er ávallt hægt að taka hraustlega af stað og hraða bílnum, sama hverjar akstursaðstæðurnar eru.

4MATIC gerðirnar búa ennfremur yfir þeim kosti að þær eru nánast jafnþungar og gerðir með afturhjóladrifi. Þetta má þakka lítilli fyrirferð á drifbúnaði, skynsamlegu efnisvali og mikilli skilvirkni kerfisins. 4MATIC gerðirnar eru eingöngu fáanlegar með 7G-TRONIC sjálfskiptingu. 12 strokka gerðir S-línunnar og AMG fást ekki með 4MATIC aldrifi.

    Nánari upplýsingar:

    [1] Tölur um eldsneytisnotkun og CO2 losun byggjast á tilgreindum mælingaraðferðum [framkvæmdastjórn Evrópusambandsins] 715/2007 í núgildandi útgáfu). Tölurnar eiga ekki við einstök ökutæki og eru ekki hluti af vöruframboðinu. Þeim er einungis ætlað að auðvelda samanburð á milli ólíkra ökutækja.