Leit

Öryggi og endursöluvirði bílsins þíns.

Viðhald hjá Mercedes-Benz.

Viðhaldsþjónusta A

Eftirfarandi vinna fer fram:

 • Skipt um olíu og olíusíu
 • Prófun á virkni: flautu, blikks með háljósum, hættuljósa, stefnuljósa, gaumljósa, ljósa í innanrými, ljósabúnaðar að framan og aftan, rúðuþurrkna og rúðuhreinsibúnaðar
 • Þjónustutilkynning í mælaborði endurstillt (eingöngu á bílum með ASSYST)
 • Yfirborðshæð vökva athuguð og leiðrétt eftir þörfum: kælikerfi vélar, ryð- og frostvörn, hemlakerfi, rúðuhreinsibúnaður, rafgeymir
 • Aðrar skoðanir: loftþrýstingur í hjólbörðum leiðréttur, smurning á læsingu, festikrókum og lömum á vélarhlíf, ljós í farangursrými athugað

Viðhaldsþjónusta B

Eftirfarandi vinna fer fram:

 • Skipt um olíu og olíusíu
 • Skipt um ryk- eða fjölsíu
 • Hemlaprófun á vegkefli
 • Prófun á virkni: flautu, blikks með háljósum, hættuljósa, stefnuljósa, gaumljósa, ljósa í innanrými, ljósabúnaðar að framan og aftan, rúðuþurrkna, rúðuhreinsibúnaðar, hreinsibúnaðar fyrir framljós, óla og sylgja öryggisbelta
 • Yfirborðshæð vökva á rafgeymi athuguð og leiðrétt eftir þörfum
 • Þykkt og ástand hemladiska athugað og þykkt hemlaklossa athuguð
 • Athugað hvort hjólbarðar eru skemmdir, mynstursdýpt mæld, loftþrýstingur í hjólbörðum leiðréttur
 • Athugað með leka og skemmdir á öllum sýnilegum hlutum á bílnum neðanverðum
 • Athugað með hlaup í framöxuls-, millistangar- og stýrisstangarliðum, gúmmíhólkar skoðaðir
 • Athugað með slit og skemmdir á kílreimum
 • Athugað með leka og skemmdir á öllum sýnilegum hlutum í vélarrými
 • Yfirborðshæð vökva athuguð, leiðrétt og orsökin fundin ef vökvi hefur tapast: kælikerfi vélar, m.a. frostvörn, hemlakerfi, aflstýri, rúðuhreinsibúnaður
 • Liðir vélarstýringar smurðir, athugað hvort liðir hreyfast eðlilega og sitja rétt
 • Smurning á læsingu, festikrókum og lömum á vélarhlíf
 • Hæðarstilling framljósa athuguð
 • Stilling framljósa athuguð og leiðrétt (þegar um Xenon-framljós er að ræða flokkast stillingin undir sérstakt verk)
 • Rúðuþurrkublöð athuguð, skipt um þau ef þess þarf (flokkast undir sérstakt verk)
 • Fyrningardagsetning þéttiefnisins TIREFIT fyrir hjólbarða athuguð
 • Ljós í farangursrými athugað

Mobilo. Greiðir leið þína.