Nýr Atego.

Ný viðmið í léttri dreifingastarfsemi.

Samfara nýjum vélum, tæknilegum viðbótum og búnaði stuðlar nýr Atego að aukinni skilvirkni og rekstrarsparnaði í léttari flutningastarfsemi.
Gildi: Nýr Atego byggir á framúrskarandi kostum fyrri gerðar. Með honum er lögð enn meiri áhersla á lykilgildi eins og mikil gæði, framúrskarandi áreiðanleika og endingu.

Staðfesta: Það er ávallt hægt að reiða sig á Atego til þeirra nota sem hann er ætlaður. Nýr Atego er með fjöldanum öllum af nýjum búnaði sem er sérsniðinn til nota við daglegra verka í flutningastarfsemi. Hann er hannaður með tilliti til þarfa ökumanns og býður upp á þægindi, togmiklar Euro VI vélar, Mercedes PowerShift 3 sjálfskiptingu og urmul annarra atriða sem gera aksturinn að spennandi upplifun.
Skilvirkni: Allt að 5%* minni eldsneytisnotkun, minni viðhaldskostnaður og FleetBoard ® EcoSupport eru nokkrir af þeim kostum sem nýr Atego státar af og tryggja honum þetta viðbótarforskot þegar kemur að skilvirkni á öllum sviðum.

Ný útlitshönnun.

Ný og glæsileg útlitshönnun Atego er áberandi á nákvæmlega réttan hátt. Allar línur eru nýjar, allt frá stuðara og dagljósabúnaðinum, (sem er staðalbúnaður), meðfram rennilegum, straumlínulöguðum formlínunum að þakinu. Fullkomin samsetning og dæmigerð fyrir Mercedes-Benz.