Alúð - klæðskerasniðinn fyrir léttari dreifingarstarfsemi

Innanrýmið er endurhannað með tilliti til betra vinnuuhverfis ökumanns og enn meiri þæginda en áður. Það er því allt til reiðu fyrir atvinnureksturinn. Staðalbúnaður í Atego eru nýjar og togmiklar Euro VI vélar sem eiga eftir að vekja mikla eftirtekt og tryggja bílnum áreynsluleysi og öryggi í notkun.

Nýr Atego er dæmi um nýja kynslóð vörubíla sem státar af fjöldanum öllum af nýjum búnaði. Allt miðar þetta að því að auðvelda til muna alla starfsemi í kringum léttari flutningastarfsemi.

Ökumannshús, búnaður

Nýhönnuð ökumannshús gefa Atego glæsilegt og aðgreinanlegt útlit en fela einnig í sér endurbætur á innanrýminu. Atego er hægt að fá klæðskerasniðinn til að uppfylla þarfir í tengslum við mismunandi starfsemi og þess vegna býðst innanrýmið í þremur mismunandi útfærslum.

Öllum útfærslunum fylgja mikil akstursþægindi og gæði í útfærslu á vinnuumhverfi ökumanns. Þeim fylgir líka nýr ökumælaklasi, nýtt fjölaðgerðastýri og þægilegri sæti. Staðsetning á öllum stjórnrofum og hirslum býður upp á hámarksþægindi og stuðlar að meiri einfaldleika í notkun bílsins.

Vélar, gírskiptingar

Styrkleikar Atego í almennri notkun eru margir og koma þeir strax í ljós og þegar ekið er af stað. Helstu hápunktarnir hvað þetta varðar er nýtt stýri, nýlega hönnuð öxulfesting fyrir afturöxul, Mercedes PowerShift 3 sjálfskipting, sem er fáanleg sem valbúnaður, og aflmeiri en um leið sparneytnari fjögurra og sex strokka vélar.

Akstursþægindi, breytilegar útfærslur.

Nýr Atego er boðinn í fjölda útfærslna sem uppfyllir þarfir flestra því haft var í huga við þróun bílsins að starfsemi sem tengist byggingaframkvæmdum gera margbreytilegar notkunarkröfur hverju sinni. Úrval sérsniðinna lausna er mikið, allt frá breytilegum, forísettum búnaði frá verksmiðju til ökumannshús fyrir vinnuflokka. Allt þetta þýðir að með Atego er fyrirtæki þitt er betur undir daglega starfsemi búið innan byggingageirans en nokkru sinni fyrr. Og Atego er hannaður með það fyrir augum að viðhalda þessum styrkleika sínum.