Viðbótarskammtur af sparneytni í hverri ferð.

Í nýjum Atego er fjöldi tæknilausna sem miða að því að draga úr umtalsvert úr rekstrarkostnaði við flutningastarfsemina til framtíðar. Tæknilausnir sem fela meðal annars í sér minni eldsneytisnotkun en líka minni heildarrekstrarkostnað með góðri endingu og lágri bilanatíðni.

Með það að markmiði að halda rekstrarkostnaðinum niðri og auka þar með hagnaðinn af starfseminni hefur Atego verið hannaður með sérstöku tilliti til sparneytni. Skýrt dæmi um þetta eru nýju vélarnar, sem uppfylla nú þegar Euro VI útblástursstaðalinn sem tekur þó ekki gildi fyrr en árið 2014. Þessar sparneytnu 4ra og 6 strokka vélar samtvinna kostina af einstaklega lítilli eldsneytiseyðslu og miklu rekstraröryggi. Aðrir þættir sem stuðla að lágri eldsneytisnotkun eru sparneytnir vélaríhlutir, Mercedes PowerShift 3 sjálfskiptingin, sem er fáanleg sem valbúnaður, og hagkvæmasta samstilling íhluta í aflrás. Lengra hlé milli viðhaldsþjónustu, lengri líftími margra íhluta og viðhalds- og viðgerðavæn hönnun Atego leggur einnig sitt af mörkum til að halda heildarrekstrarkostnaðinum lágum.

Annað atriði sem stuðlar að minni rekstrarkostnaði strax frá fyrsta degi er fjölhæfni í útfærslumöguleikum. Rafeindastýrt hemlakerfi með ABS hemlalæsivörn, spólvörn og brekkuvari stuðlar að meiri skilvirkni bílsins við hemlun.