Viðgerðir, viðhald

Meira akstur fyrir minna fé - og það gildir einnig um viðhald og viðgerðir.

Lágur rekstrarkostnaður fylgir Atego. Þetta má þakka styrkleika í byggingu og hönnun sem leiðir af sér minni þörf á viðgerðum og viðhaldi, ekki síður en lengri líftíma margra íhluta og lengri tíma milli viðhaldsþarfar sem tekur mið af notkun bílsins. Auk þess býður FleetBoard® kerfið upp á þjónustuþætti sem geta dregið úr rekstrarkostnaðinum strax frá fyrsta degi.

Viðhaldsþörf sem tekur mið af raunverulegri notkun á ökutækinu.

Sérstaklega langur tími sem líður á milli nauðsynlegra viðhaldsþátta næst þar sem þörfin fyrir viðhald byggist á raunverulegu sliti á ökutækinu. Þetta þýðir að sjaldnar þarf að fara með nýjan Atego á verkstæði og hann nýtist betur til daglegra starfa. Þetta er ekki síst að þakka lengri endingartíma á mörgum íhlutum en ekki síður nýrri, skilvirkri viðhaldstölvu bílsins.

Viðhaldstölvan vakir stöðugt yfir íhlutum bílsins, vökvakerfum og slithlutum, eins og vélarolíu og hemlaborðum, og skrásetur nákvæmlega ástand þessara hluta. Kerfið aðvarar ökumann með góðum fyrirvara þegar komið er að olíuskiptum eða þegar skipta þarf um hemlaborða, svo dæmi séu tekin. Með þessu móti er hægt að fullnýta alla olíu fyrir hin mismunandi kerfi bílsins og slithluti sömuleiðis. Þessu til viðbótar er hægt að tímasetja viðhaldsþætti langt fram í tímann og láta framkvæma nauðsynlega þætti í viðhaldi bílsins samtímis. Þetta þýðir að viðhald bílsins fer fram þegar nauðsyn krefur - hvorki of snemma né of seint. Þetta takmarkar rekstrarstöðvun bílsins og sparar peninga.

Atego framkvæmir einnig prófun í hvert sinn sem hann er ræstur og gerir ökumanni einungis aðvart þegar nauðsynlegt er að grípa til aðgerða.

Lágur viðgerða- og viðhaldskostnaður.

Það eru margir ástæður fyrir því að hægt er að framkvæma viðgerðir og viðhald á nýjum Atego með einstaklega fljótvirkum hætti og lágmarks tilkostnaði. Strax við frumhönnun bílsins var sérstök áhersla lögð á það að allir íhlutir væru sérstaklega sterkir og að þörf á viðgerðum og viðhaldi væri haldið í algjöru lágmarki. Þessi nálgun hefur leitt til þess að nú líður lengri tími á milli olíuskipta fyrir gírskiptingu og afturöxla. Auk þess hefur dregið hefur úr olíunotkun og komin er endurnýtanleg sótagnasía sem hægt er að viðhalda um leið og olíuskipti fara fram á grundvelli notkunarmynstursins á bílnum.

Til að halda rekstrarkostnaði í lágmarki er hægt að skipta út sótagnasíunni þegar nauðsyn krefur fyrir aðra sem þegar hefur verið þjónustuð. Þetta lágmarkar rekstrarstöðvun bílsins og sparar peninga. Annað dæmi er viðhalds- og slitfría gírkassabremsan (retarder), sem eykur öryggi í akstri, dregur úr sliti á hemlakerfinu og getur dregið úr eldsneytisnotkun. Allt stuðlar þetta að lægri viðgerðar- og viðhaldskostnaði og aukinni skilvirkni í daglegum störfum.