Mercedes-Benz þjónusta 24/7

Mercedes-Benz þjónusta: Í góðum höndum

Atvinnubíladeild ÖSKJU er staðsett á Krókhálsi 11, Reykjavík. Burtséð frá því hvort þú sért viðskiptavinur Öskju og komir reglulega með bifreið þína í þjónustuskoðun getur verið gott að líta til okkar í sérskoðanir sem við auglýsum sérstaklega - t.d. á vorin, áður en sumarfríin hefjast eða á haustin, áður en vetrarhörkurnar herja á af fullu afli.

Söludeildir nýrra og notaðra bíla eru opnar alla virka daga frá 10-18. Opið á laugardögum frá 12-16.

Varahlutaverslun er opin alla virka daga frá 8-18.
Verkstæðismóttökur eru opnar alla virka daga frá 7:30-18.

Viðgerðarvottun

Þegar þú velur Mercedes-Benz velurðu í leiðinni öryggi og gæði. Hágæða efni, sérstyrktar yfirbyggingar úr stáli og áli og fyrsta flokks öryggiskerfi. Láttu okkur um að annast bifreið þína. Við erum best til þess fallin.