Enn meira lagt upp úr grunngildunum.

Strax við fyrstu kynni, og í framhaldinu í mörg þúsund kílómetra notkun, blasir það við að nýr Atego er sigurvegari á öllum sviðum. Ástæðan er sú að hann heldur áberandi kostum fyrri gerðar og skarar fram úr með því að byggja enn frekar á þessum styrkleikum. Þessir kostir eru meðal annars mikil framleiðslugæði, framúrskarandi lág bilanatíðni og mikil ending. Fjöldinn allur af nýjum búnaði og tæknilegum atriðum til viðbótar gera nýjan Atego að fyrirmynd þegar kemur að sparneytni og notagildi. Það eiga menn eftir að merkja jafnt í daglegri notkun sem og í bókhaldinu. Fjölhæfni í útfærslum og aukin umhverfisleg sjálfbærni eru aðrir kostir sem undirstrika gildi þess að velja nýjan Atego til notkunar við léttari dreifingarstarfsemi.

Þessi gildi og gæði koma skýrt í ljós ekki síst þegar litið er til hátæknivæddra og sérstaklega sparneytinna fjögurra og sex strokka dísilvélanna. Með þessum vélum uppfyllir Atego nú þegar á einstaklega sparneytinn hátt Euro VI mengunarstaðalinn sem tekur þó ekki gildi fyrr en árið 2014. Mercedes PowerShift 3 sjálfskiptingin tryggir áreynslulausan akstur. Auk þess er Atego fáanlegur með fallegum álfelgum sem setja bílinn í algjöran sérflokk.

Aukið verðgildi bílsins skín einnig í gegnum nýja hönnun á innanrými. Stjórnrými ökumanns er með nýrri hönnun á vinnuumhverfinu og er fáanlegt í þremur mismunandi útfærslum. Hápunktarnir felast síðan í atriðum eins og leðurklæddu stýri og þægindasætum með fjöðrun, sem hvort tveggja er fáanlegt sem valbúnaður. Nýr Atego er flutningabíll sem er hagkvæmur í notkun í léttari dreifingarstarfsemi. En um leið getur hann skipt sköpum í því að auka hagnað fyrirtækis í þessari starfsemi. Sestu undir stýri!