Kostir.

Hámarksþægindi í nýjum Actros. Í akstri, vinnu og viðveru.

  • Fimm ökumannshús: CompactSpace, ClassicSpace, StreamSpace, BigSpace, GigaSpace. Með meira innanrými, geymslurými og frelsi til athafna en fyrri gerðir.
  • Ellefu útfærslur ökumannshúsa sem henta til langflutninga hvert á land sem er.
  • Fullkomlega endurhönnuð vinnuaðstaða með endurhönnuðum sætum í björtu og vinalegu umhverfi sem dregur úr streitu og hvetur til meiri afkasta.
  • Allir stjórnrofar eru innan seilingar og eru auðveldir og einfaldir í notkun. Sjálfskipting er staðalbúnaður sem eykur enn frekar á akstursþægindin.
  • Fáguð útfærsla á innanrými og heimilisleg hönnun stuðla að hámarksþægindum í hvíldartíma ökumanns.
  • Endurhönnuð og stór rúm, bæði í efra og neðra svefnrými, sem gera ökumanni kleift að njóta endurnærandi nætursvefns.