Ökumannshús.

Við trúum ekki á málamiðlanir. Ökumannshús eftir þörfum.

Ökumannshús Actros eru 2.500 mm og 2.300 mm á breidd og 2.300 mm á lengd og eru því stærri en í fyrri gerð. Nýr Actros með GigaSpace, BigSpace, StreamSpace og ClassicSpace ökumannshúsum uppfyllir nánast allar þarfir með tilliti til rýmis, búnaðar og þæginda.

Meira tillit til þarfa og viðbótar þægindi

Ökumannshúsin fást í ellefu útfærslum með samtals fimm formum á þaki, í tveimur breiddum og mismunandi hæð. Þau bjóða því upp á fyrirtaks aðstæður í vinnuumhverfi og þar með betri vinnuskilyrði og betri árangur í langflutningum. Í boði er mikið val um viðbótarbúnað fyrir öll ökumannshús sem gera vinnuumhverfið og íverustaðinn persónulegri og þægilegri. 


CompactSpace


CompactSpace ökumannshúsið er 2.300 mm á breidd, með flötu þaki og hæð á vélarstokki sem er 170 mm eða 320 mm. CompactSpace er kjörið fyrir Actros sem ætlaður er til bílaflutninga.

ClassicSpace


ClassicSpace ökumannshúsið er 2.300 mm á breidd og hæð á vélarstokki er 170 mm eða 320 mm. ClassicSpace er ætlað fyrir langflutninga. Í valútfærslu fæst það einnig með flötu gólfi.

StreamSpace


StreamSpace ökumannshúsið er 2300 mm á breidd. Það er hannað til notkunar fyrir einn ökumann á langflutningum innanlands. Til viðbótar við útfærslur með vélarstokkum sem eru 170 mm eða 320 mm á hæð, er húsið fáanlegt með flötu gólfi. Niðurstaðan er sú að standi hæð í ökumannshúsinu er 1,97 m. Það býr yfir 100 l meira rými og 70 l meira rými í geymsluhirslum en fyrri gerð.

StreamSpace ökumannshúsið er einnig fáanlegt í 2.500 mm breidd og með flötu gólfi, sem býður upp á enn meira athafnarými og geymslurými fyrir langflutninga á milli landa. StreamSpace ökumannshúsið býr yfir lítilli loftmótstöðu sem stuðlar að sérstaklega lágri eldsneytisnotkun bílsins. Í samanburði við önnur ökumannshús Actros státar það af ákjósanlegasta hlutfalli milli straumlínulögunar og þæginda í vistarverum.

BigSpace og GigaSpace.


BigSpace ökumannshúsið er með flötu gólfi, 1,99 m standandi hæð* og breiddin er 2.500 mm. Það hentar fullkomlega til flutninga á milli landa. Helstu einkenni þess er mikið frelsi til athafna og mikið geymslurými, eða alls 5.700 lítra innanrými og 890 lítra geymslurými.

Einungis GigaSpace ökumannshúsið býr yfir meira rými og þægindum. Það er sérstaklega hannað fyrir langflutninga á milli landa og býr yfir nægu geymslurými til að uppfylla þarfir tveggja ökumanna. Standandi hæð er 2,13 m* og innanrýmið er 920 lítrum meira og geymslurýmið 50 lítrum meira en raunin var í Actros Megaspace ökumannshúsinu. Það státar því ekki einungis yfir sterkari tilfinningu fyrir rými en Megaspace heldur einnig miklu viðbótarrými fyrir allt það sem taka þarf með í ferðina.