Ný vídd í þægindum

Fyrirtaks gæði - allt til smæstu smáatriða

Í endurhönnuðum Actros eru hugtök eins og athafnafrelsi, skynjun á rými og andrúmslofti, endurskilgreind með fullkomnum hætti, en þess þó að nokkru sé fórnað í eigindum sem snúa að daglegum störfum.

Endurhönnuð ökumannshúsin í nýjum Actros uppfylla að öllu leyti viðmið um nútímalegan vinnustað, aðlaðandi vistarverur og um leið er í þeim nóg pláss til að njóta endurnærandi svefns. Þetta á ekki síst við um GigaSpae ökumannshúsið. Það býr yfir spennandi leiðum til að upplifa nýjar víddir í langflutningum. Má þar nefna 2,13 m lofthæð* og ákjósanlegt hlutfall geymslurýmis og rýmis til athafna. Nýr Actros setur líka ný viðmið hvað varðar breidd ökumannshúsa. 2.300 mm breiðu útfærslurnar eru nefnilega fáanlegar með flötu gólfi í öllu innanrýminu. Geymsluhólfin í 2.500 mm breiðu ökumannshúsunum eru við aftanverða hlið á sæti aðstoðarökumannsins sem skapar mikla lofthæð ofan við framrúðuna.

Ný vídd í vinnuaðstöðu, íverustaða og svefnaðstöðu

Betri uppröðun með hagnýtum lausnum var útgangspunkturinn þegar vinnuaðstaðan í nýjum Actros var sköpuð. Allt hljómar þetta einfalt og virkar vel þegar komið er út á vegina, en í raun liggur að baki urmull sérvaldra hluta sem saman skapa betri vinnuaðstöðu og auka hagkvæmnina. Dæmi um þetta er nýja stjórnborðið, ný sæti og ný gerð fjölaðgerðastýris. Allt er innan seilingar og nákvæmlega lagað að vinnuferlum sem eru dæmigerðir fyrir langflutninga.

Lykilþættir í þægilegu umhverfi nýs Actros er hönnun að innan sem er á heimilislegum nótum. Litavalið er hlýlegt og öll nálgun í hönnun er skýr. Eingöngu er notað hágæðaefni sem auðvelt er að þrífa og skýr aðgreining er á vinnuaðstöðu og íverustað. Úthugsuð hönnun íverustaðarins og nýja SoloStar kerfið tryggja að ökumaður nýtur fullkominnar slökunar þegar hlé er gert á vinnu. Endurhönnuð rúm tryggja djúpan og endurnærandi svefn og fjöldi hagnýtra smáatriða í hönnun og viðbótarbúnaður eykur almenna vellíðan sem og persónulegt andrúmsloft og þægindi í ökumannshúsinu.