Fyrirtaks aksturseiginleikar.

Aksturseiginleikarnir endurskilgreindir.

Nákvæmlega samstillt uppstilling aflrásar, snurðulaus vinnsla, aukinn stöðugleiki í akstri, endurbættir stýriseiginleikar og fjöldi akstursstoðkerfa og öryggisbúnaðar, sem draga verulega úr álagi á bílstjórann og stuðla að ánægjulegri akstursupplifun.

Nýr Actros státar af fyrirtaks aksturseiginleikum með samtvinnun á meiri þægindum og aðgerðum sem stuðla að meiri stöðugleika og auðveldari meðhöndlun. Fjöldinn allur af íhlutum í undirvagni og fjöðrunarkerfi hafa verið endurhannaðir og verulega endurbættir. Dæmi um þetta er hámarks viðbragð frá nýju, togmiklu línuvélunum og fullkomlega samhæft gírskiptimynstur sjálfskiptingarinnar, sem skilar sér í hraðari og þægilegri eiginleikum í upptöku en í fyrri gerðum bílsins. Afkastageta afturássins hefur einnig verið aukin og endurbætt. Niðurstaðan er sú að afl vélarinnar fer út til hjólanna með skilvirkari hætti en áður. Afturásinn hentar fullkomlega að notkunarsviði í langflutningum og stuðlar að minni eldsneytiseyðslu og meiri skilvirkni.

Þægindi í akstri: Fullkomin samhæfing allra þátta

Actros er með nýjum stýrisbúnaði, breiðari og sterkbyggðari undirvagni, nýrri 4ra belgja loftpúðafjöðrun og nýjum öxulfestingum að aftan sem meðal annars stuðla að minni undir- og yfirstýringu og meiri stefnustöðugleika.

Öryggisbúnaður er mikill í staðalgerð bílsins. Þar má nefna búnað eins og rafeindastýrt hemlakerfi og rafeindastýrða stöðugleikastýringu. Þessu til viðbótar er margvíslegur öryggisbúnaður fáanlegur sem valbúnaður - búnaður sem hjálpar ökumanni í varasömum aðstæðum. Dæmi um þetta er nýr Athyglisvari, (Attention Assist), endurbættur hemlunarvari, (Active Brake Assist 3), og nálægðarvari, (Proximity Control Assist), með stop-and-go aðgerð.
Fáanlegur viðbótarbúnaður eins og bi-xenon framljós, beygjuljós, LED dagljósabúnaður og LED afturljós, auka óvirkt öryggi bílsins. Sá sem er undir stýri á nýjum Actros upplifir afbragðs akstursþægindi og aksturstilfinningu sem einkennist af miklu öryggi og skilvirkni alveg frá því ferð hefst þar til henni lýkur.