Nýir tímar hvað varðar sparneytni

Minni eldsneytisnotkun og meiri rekstrarhagnaður. Strax frá fyrsta degi.

Við veltum við öllum hlutum þegar við hófum þróunarvinnu á nýjum Actros. Afraksturinn er meðal annars stórbætt eldsneytisnýting. En ekki síður einstaklega lágur heildar rekstrarkostnaður sem þakka má vel samþættum þjónustuþáttum sem hafa verið sérstaklega sniðnir fyrir nýjan Actros. Þarna má nefna þátt eins og FleetBoard samskiptakerfið frá Mercedes-Benz, sem er hluti af staðalbúnaði bílsins.

Allt miðar þetta að sama markmiði: Að auka rekstrarhagnað með nýjum Actros. Nýr Actros með Euro V línuvélunum er einkar sparneytinn og eyðir allt að 7% minna eldsneyti en fyrri gerð. Euro VI eru staðalbúnaður með nýjum Acros. Þær setja ný viðmið hvað varðar sparneytni. Þær eru allt að 5% sparneytnari en fyrri gerðir með Euro V vélum. Euro VI vélarnar eru fáanlegar í fjórum mismunandi rúmtaksflokkum og alls 16 aflúttaksflokkum, allt frá 235 hestöflum til 616 hestafla.

Samspilið milli þessara nýju, sparneytnu véla og fjölda annarra, nýstárlegra tæknilausna gerir það að verkum að nýr Actros setur ný viðmið þegar kemur að hagkvæmni í rekstri. Eldsneytissparandi vélaríhlutir, Mercedes PowerShift 3 sjálfskiptingin, sem er staðalbúnaður, vel ígrunduð straumlínulögun og hið nýstárlega Predictive Powertrain Control akstursstoðkerfi stuðla enn frekar að mikilli sparneytni nýs Actros.

Heildarlausn sem stuðlar að einstaklega hagkvæmum rekstri.

Við leggjum mikla áherslu á aukna samþættingu milli ökutækja og þjónustuþátta með það að markmiði að tæknilegir kostir nýs Actros nýtist enn betur. Með þetta í huga reiðum við okkur á margvíslega þjónustuþætti sem við höfum sérsniðið fyrir nýjan Actros og sem stuðla að sérstaklega lágum rekstrarkostnaði og þar með einkar hagkvæmum rekstri.

Dæmi um þetta eru hátæknivæddar samskiptalausnir sem eru hluti af staðalbúnaði bílsins, hagstæðir skilmálar og skilyrði í fjármagnsleigu og fjármögnun, hátt endursöluverð og námskeið sem miða að enn sparneytnari notkun Actros. Í daglegri notkun þýðir þetta lægri heildarkostnað og hagkvæmari rekstur fyrir þig. Strax frá fyrsta degi.