Nýr Actros.

Velkomin í nýja vídd.

Sérsniðinn að kröfum framtíðarinnar og þar með að þínum þörfum.

Alveg frá framsvuntu til þaklínunnar: Glæsilegar útlitslínur, með sérstökum stíleinkennum sem vísa til langflutninga. Útlitslínur sem gefa nýjum Actros einnig nýja vídd í sjónrænu tilliti. Um leið vísa þær til innbyggðs styrks bílsins á ótvíræðan hátt. Dæmi um þetta er til dæmis bjart og vinalegt umhverfi í ökumannshúsinu þar sem skýr skil eru á vinnuaðstöðu og svefnaðstöðu.

Ökumannshús Actros eru sérhönnuð til mismunandi verkefna og fela í sér nýjar og áður ókunnar víddir í vinnuaðstöðu, íverustað og svefnaðstöðu fyrir þá sem starfa við langflutninga. Öll ökumannshús með 2.500 mm breidd eru fáanleg með flötu gólfi án aukakostnaðar. Hæð á milli sæta er allt að 2,13 m og í ökumannshúsunum er umtalsvert meira rými og geymslurými en í fyrri gerðum. Ökumannshús með 2.300 mm breidd eru fáanleg með flötu gólfi í öllu innanrýminu eða vélarstokk í tveimur mismunandi hæðum, allt eftir óskum hvers og eins.

Sparneytnari en nokkru sinni fyrr.

Til að ná fram sem mestri sparneytni er nýr Actros með einkar sparneytnum vélum og búinn margvíslegum nýjungum sem miða að minni eldsneytiseyðslu. Miðað við fyrri gerðir eyða Euro V vélarnar allt að 7% minna eldsneyti. Auk Euro V og EEV véla er nýr Actros eitt fyrsta ökutæki heims sem verður fáanlegt með vélum sem uppfylla Euro VI staðalinn. Þeim fylgir enn meiri sparneytni, eða allt að 5% minni eldsneytiseyðsla en í Euro V vélum.

Og nú bætist við enn ein nýjungin: Predictive Powertrain Control – hátæknivætt kerfi sem greinir veginn framundan og tekur tillit til hækkunar eða lækkunar á veginum við gírskiptingar. Niðurstaðan er sú að þessi búnaður getur dregið enn frekar úr eldsneytiseyðslu, eða um allt að 3%.

Nýr Actros státar af ótrúlega lágum heildar rekstrarkostnaði og honum fylgir tækninýjungar og þjónustuþættir sem eru sérsniðnir að þínum þörfum.

Aflmeiri en nokkru sinni fyrr.

Nýr Actros er nú með nýjum og hátæknivæddum öxulfestingum að aftan og nýjum stýrisbúnaði sem veitir meiri svörun en áður. Allt stuðlar þetta að óviðjafnanlegri akstursupplifun. Hnökralaust viðbragð einkennir allar vélarnar sem fáanlegar eru í þremur slagstærðum og samtals 16 aflúttaksflokkum, frá 175 kW til 460 kW. Með Mercedes PowerShift 3 sjálfskiptingunni, sem er staðalbúnaður, og viðbótar akstursstýrikerfum, stuðla vélarnar að ánægjulegum og um leið hagkvæmum akstri. Margir aðrir kostir fylgja nýjum Actros, eins og t.d. valkvæð slútun á grind og enn meira val í lengd hjólhafs. Notkunargildið eykst verulega með allt að 1.420 lítra eldsneytistank fyrir dráttarbíla og sveigjanlegum samsetningarmöguleikum á einstökum viðbótartönkum.

Í stuttu máli: Nýr Actros er fullkomlega lagaður að þínum þörfum og hentar til nánast allra nota í langflutningum.