Fréttir

Mercedes-Benz Actros: Umhverfismildasti vörubíllinn 2013.“

Mercedes-Benz Actros uppfyllir Euro VI viðmiðin um mengunarvarnir. Hann vakti strax mikla athygli á sínu fyrsta ári úti á vegunum fyrir lága eldsneytiseyðslu. Fram á þetta var sýnt svart á hvítu í sjálfstæðum prófunum á síðasta ári.

Grunnurinn að útnefningunni var ekki síst lítil eldsneytiseyðsla og þar með lág losun CO2. Þessu til viðbótar vekur flokkun bílsins í útblástursflokk athygli sem og burðargeta hans.

Niðurstöðurnar í eyðslumælingu fengust í sjálfstæðri prófun fagtímaritanna VerkehrsRundschau og Trucker.

Actros eyddi umtalsvert minna eldsneyti, næstum einum lítra minna á hverja 100 km, en sá bíll sem kom í öðru sæti. Þetta er ekki síst að þakka Predictive Powertrain Control (PPC) - hraðastilli sem í raun sér fram í tímann. PPC kortleggur yfirborðslögun landslagsins framundan og getur með þeim hætti lágmarkað eldsneytiseyðsluna. Það er ekki síst í akstri upp brekkur sem þetta nýja akstursstoðkerfi sýnir styrk sinn. PPC er fyrsti hraðastillir í heimi sem byggist á GPS tækni. Auk þess að stýra hröðun, hraða og hemlun, stýrir hún einnig gírskiptingum. Búnaðurinn eykur því verulega eldsneytissparandi tíma í virkni EcoRoll aðgerðarinnar. Hún er staðalbúnaður í Actros og stýrir snemmbærri niðurskiptingu eða tvöföldum niðurskiptingum þegar það á annað borð skilar árangri til eldsneytissparnaðar.

Strax árið 2011, þegar Actros var frumkynntur fyrir heiminum, bjó hann yfir mikilli sparneytni. Enn meiri árangur hefur náðst á þessu sviði. Í samanburðarakstri á yfir 10.000 km leið milli Rotterdam og Stettin, sem skipulagður var af Dekra, var eldsneytiseyðsla nýs Actros 1845 LS BlueTec 6 4,5% minni en Actros í Euro V gerð.