Nýir tímar fyrir breyttan farmþunga

Meiri farmur öllum stundum: Nýr Actros Loader og nýr Actros Volumer

Meiri hagkvæmni hefur náðst fram í langflutningum en nokkru sinni fyrr á nýjum Actros. Við þróuðum Actros Loader og Actros Volumer sérstaklega til að uppfylla annars vegar flutningsþarfir fyrir viðkvæman farm og hins vegar magnflutninga. Ástæðan er sú að sérhæfð verkfæri, eða öllu heldur sérhæfð ökutæki, þarf til að sinna sérgreindum verkefnum.

Lægri eigin þyngd fyrir aukinn farmþunga

Allra leiða var leitað til að draga úr eigin þyngd Actros Loader. Og ef tæknilegar útfærslur voru fyrir hendi var þeim hrint í framkvæmd. Niðurstaðan er dráttarbíll og pallbíll sem bera hámarks farmþunga og eru meðal þeirra léttustu í langflutningum. Beint frá verksmiðju. Með aflmiklum og sparneytnum Euro VI vélum og ökumannshúsum sem hæfa notkunarmynstri en án þess að gerðar hafi verið málamiðlanir á háum öryggisstaðli Actros.

Sérfræðingur í magnflutningum

Nýr Actros Volumer býður einnig upp á enn meiri hagkvæmni úti í umferðinni. Hann er sérhannaður fyrir magnflutninga. Hæð tengipunkts er undir 900 mm og uppfyllir því þarfir fyrir 4 x 2 aftanívagna. Fyrir vikið býður hann upp á allt að 3ja metra hleðsluhæð. Til viðbótar við mikið hleðslurými er nýr Actros Volumer með eldsneytissparandi aflrás og stórum eldsneytistanki sem einnig stuðlar að aukinni rekstrarhagkvæmni. Enn annar kostur eru ökumannshús sem eru sérsniðin að notkunarmynstri, eins og t.d. CompactSpace, sem hentar einstaklega vel fyrir bifreiðaflutninga.