Nýr í bænum og tilbúinn til að láta ljós sitt skína. Hönnunin sýnir þig frá þinni bestu hlið. Afköstin gæða líf þitt krafti. Viðmótið talar við þig á þínu máli. Þetta er nýi CLA Coupé. Framsækinn kraftur allt frá vélarhlíf til afturhluta. Hallandi framhliðin horfir djörfum augum fram á veginn. Karmalausar dyrnar undirstrika takmarkalausa Coupé-eiginleikana. Með stæltum herðunum og breiðum afturhlutanum vekur hann ávallt eftirtekt.
Fullkomin hlutföll nýja CLA Shooting Brake ná frá framhallandi demantsgrillinu yfir karmalausar dyrnar og stæltar herðarnar að áberandi afturhlutanum. Í innanrými nýja CLA Shooting Brake koma saman hátæknilegur kraftur og sportlegur stíll. Nútímalegi upplýsinga- og stjórnbúnaðurinn undirstrikar þessa eiginleika hvert sem litið er. Hér getur þú gert það sem þér sýnist og verið eins og þú ert.