Tegundir drifa.

Kynntu þér óhefðbundnu drifin nánar.

Alrafknúið drif


Hreinræktaður rafknúinn akstur með nýja EQC.

Þegar bíllinn gengur eingöngu fyrir rafmagni felur það í sér útblásturslausan og nánast hljóðlausan akstur og framúrskarandi snerpu. Allt í allt: Alveg ný aksturstilfinning.

Alrafknúið drif


Hreinræktaður rafknúinn akstur með nýja EQC.

Þegar bíllinn gengur eingöngu fyrir rafmagni felur það í sér útblásturslausan og nánast hljóðlausan akstur og framúrskarandi snerpu. Allt í allt: Alveg ný aksturstilfinning.

Myndbandið sýnir virkni alrafknúinnar drifrásar Mercedes-Benz EQC.
Spila aftur

Alrafknúið drif


Kynntu þér íhluti alrafknúna drifsins.

Alrafknúið drif


Kynntu þér íhluti alrafknúna drifsins.

Hleðslukerfi

Snjallt hleðslukerfi sér til þess að hægt er að hlaða rafhlöðuna með öllum algengustu hleðslumöguleikum. Meðal annars heimilisinnstungum, vegghleðslustöðvum, hleðslustöðvum með riðstraumi (AC) og hraðhleðslustöðvum (DC).

Í bílnum er innbyggt hleðslutæki sem stjórnar hleðslu með almenna veitukerfinu. Við það umbreytir hann riðspennu (AC) yfir í jafnspennu (DC). Auk möguleikans á því að hlaða með „venjulegri“ rafmagnsinnstungu (AC) er einnig hægt að hlaða bílinn á DC-hleðslustöðvum (hraðhleðslustöðvum).

Háspennu-litíumjónarafhlaða

Háspennu-litíumjónarafhlaðan er aðalorkugjafinn fyrir rafmagnsdrifið. Bæði drægi og afköst bílsins ráðast af eiginleikum rafhlöðunnar.

Rafhlaðan er hlaðin með straumi úr veitukerfi utan frá. Orka er einnig endurnýtt við hemlun og þegar bíllinn er látinn renna. Rafhlaðan er staðsett undir gólfi bílsins svo þyngdarmiðja bílsins verði lág og sem best með tilliti til aksturseiginleika.

Rafmótor

Hvor rafmótorinn fyrir sig á fram- og afturöxli umbreytir raforku úr háspennurafhlöðunni í hreyfiorku og býður upp á tilkomumikinn drifkraft þegar við fyrsta snúning.

Til að draga úr raforkunotkun og bæta akstursgetu er skilvirkri dreifingu drifkrafts stjórnað stiglaust milli fram- og afturöxuls.

Hemlakerfi sem endurheimtir orku

Til þess að auka drægið: Áhrifarík leið til að draga úr eldsneytisnotkun felst í að endurnýta sem mesta orku við hemlun og þegar bíllinn er látinn renna.

Það er gert með því að dreifa hemlunarvæginu á sem áhrifamestan og snjallan hátt. Þegar stigið er á hemlafetilinn tekur rafmótorinn við að minnka hraðann og virkar þannig eins og rafall. Auk þess er hægt að stjórna því hversu mikil orka er endurnýtt í nokkrum þrepum með gírskiptirofunum í stýrinu.

Tengiltvinndrif


EQ Power: Fullkomið samspil rafmótors og brunahreyfils.

Kynntu þér einstaka hluta tengiltvinndrifsins nánar og upplifðu það af eigin raun í EQ Power-gerðunum.

Tengiltvinndrif


EQ Power: Fullkomið samspil rafmótors og brunahreyfils.

Kynntu þér einstaka hluta tengiltvinndrifsins nánar og upplifðu það af eigin raun í EQ Power-gerðunum.

Mercedes-Benz EQ Power: Tengiltvinndrif.

Hleðslutengi

Bæði er hægt að hlaða háspennu-litíumjónarafhlöðuna með endurnýtingu orku og utan frá með hleðslutengi hægra megin í afturstuðaranum.

Með snjallkerfi fyrir hleðslu í bílnum er hægt að hlaða rafhlöðuna með vegghleðslustöð, venjulegri heimilisinnstungu eða á almennri hleðslustöð.

Háspennu-litíumjónarafhlaða

Háspennu-litíumjónarafhlaða í afturhluta bílsins gerir kleift að aka eingöngu með rafmagni – til dæmis innanbæjar.

Hægt er að hlaða rafhlöðuna með vegghleðslustöð sem og með endurnýtingu orku og með brunahreyflinum meðan á akstri stendur.

Tvinn-gírkassi með rafmótor.

Í tvinnhaus stöðluðu níu þrepa sjálfskiptingarinnar 9G-TRONIC eru rafmótorinn og viðbótartengsl milli brunahreyfils og rafmótors fullkomlega samþætt.

Brunahreyfill

Eftir því um hvaða gerð er að ræða eru fjögurra- eða sex strokka bensín- eða dísilvélar tengdar við tvinnvélar og rafhlöður með mismunandi afköstum.

Afköst brunavélarinnar eru aukin með hjálp rafmótorsins ef þess með þarf – til að bæta afköstin við hraðaaukningu. Útkoman er akstursgeta sem tengir saman akstursánægju og þægindi við minni eyðslu og litla losun.

Hemlakerfi sem endurheimtir orku

Til þess að auka drægið: Áhrifarík leið til að draga úr eldsneytisnotkun felst í að endurnýta sem mesta orku við hemlun og þegar bíllinn er látinn renna.

Það er gert með því að dreifa hemlunarvæginu á sem áhrifamestan og snjallan hátt. Þegar stigið er á hemlafetilinn tekur rafmótorinn við að minnka hraðann og virkar þannig eins og rafall.

Rafmagnsdrif með efnarafal


Hvernig við gerum vetni að eldsneyti framtíðarinnar.

Með því að nota efnarafala- og rafhlöðutækni í sameiningu mengar bíllinn ekki í akstri og það tekur aðeins örfáar mínútur að fylla á tankinn. Kynntu þér drifbúnað GLC F-CELL nánar.

Rafmagnsdrif með efnarafal


Hvernig við gerum vetni að eldsneyti framtíðarinnar.

Með því að nota efnarafala- og rafhlöðutækni í sameiningu mengar bíllinn ekki í akstri og það tekur aðeins örfáar mínútur að fylla á tankinn. Kynntu þér drifbúnað GLC F-CELL nánar.

Hleðslutengi

Hægt er að hlaða litíumjónarafhlöðuna utan frá um hleðslutengi hægra megin í afturstuðaranum.

Háspennu-litíumjónarafhlaða

Háspennu-litíumjónarafhlaðan er með 13,5 kWh heildarrýmd og sér rafmótornum fyrir orku ásamt efnarafalnum.

Þetta snjalla samspil efnarafals- og rafhlöðukerfis býður upp á meiri skilvirkni og þægindi.

H2-áfyllingarstútur

700 bara áfyllingartækni sér til þess að það tekur innan við þrjár mínútur að fylla á vetnisbirgðir GLC F-CELL á vetnisstöð.

Með einum tanki framleiðir GLC F-CELL næga orku til að aka allt að 430 km[2]. Við það bætist síðan allt að 51 km[2] drægi úr litíumjónarafhlöðu F-CELL.

Vetnistankar

Tveir tankar með koltrefjahjúp í gólfi bílsins rúma u.þ.b. 4,4 kg af vetni.

700 bara áfyllingartækni, sem er alþjóðlegur staðall, sér til þess að það tekur innan við þrjár mínútur að fylla á vetnisbirgðirnar. Það er nokkurn veginn sami tími og það tekur að fylla á bensín- eða dísilbíl.

Drif með efnarafal

Orka úr efnarafal: Einfalt ferli með hámarksvirkni.

Mercedes-Benz GLC F-CELL sameinar í fyrsta skipti efnarafals- og rafhlöðutækni í tengiltvinnbíl.