Mercedes-Benz EQ.

Velkomin(n) í veröld rafknúins aksturs hjá Mercedes-Benz.

Rafknúinn akstur


Um EQ - Electric Intelligence by Mercedes-Benz.

Rafknúinn akstur


Um EQ - Electric Intelligence by Mercedes-Benz.

Við setjum strauminn á: Með vöru- og tæknimerkinu EQ býður Mercedes-Benz upp á yfirgripsmikið úrval af vörum, þjónustu, tækni og nýjungum fyrir rafbíla.

EQ stendur fyrir snjallan, rafknúinn akstur. Fyrir spennandi hönnun, óvenjuskemmtilegan akstur, mikið notagildi og hámarksöryggi. Þannig getur þú upplifað rafknúinn akstur á eins þægilegan, öruggan og áreiðanlegan hátt og vænta má af Mercedes-Benz.

EQ - rafbílar


Hreinræktaður rafknúinn akstur með Mercedes-Benz EQ-gerðunum.

EQ - rafbílar


Hreinræktaður rafknúinn akstur með Mercedes-Benz EQ-gerðunum.

Mercedes-Benz EQC: Hreinræktaður Mercedes-Benz-rafkraftur.

Þegar bíllinn gengur eingöngu fyrir rafmagni felur það í sér útblásturslausan og nánast hljóðlausan akstur og framúrskarandi snerpu. Allt í allt: Ný aksturstilfinning og akstursmáti sem vísar veginn til framtíðar og minnir á frumkvöðlastarfið fyrir 130 árum síðan.

EQ Power - tengiltvinnbílar


Fullkomið samspil rafmótors og brunahreyfils.

EQ Power - tengiltvinnbílar


Fullkomið samspil rafmótors og brunahreyfils.

Mercedes-Benz EQ Power: SUV-tengiltvinnbílar.

EQ Power-tengiltvinnbílarnir sameina það besta úr tveimur heimum: kraft og skilvirkni rafmótorsins og drægi brunahreyfilsins. Hægt er að aka alfarið á rafmagni innanbæjar, hlaða heima og á almennum hleðslustöðvum og nýta sér fljótlega áfyllingu á bensínstöðvum á lengri ferðum.

F-Cell - efnarafall


Rafbíll með efnarafal og rafhlöðu.

F-Cell - efnarafall


Rafbíll með efnarafal og rafhlöðu.

Nýi GLC F-CELL.

Mercedes-Benz GLC F-CELL er tengiltvinnbíll sem er einstakur í sinni röð
því hann er fyrsti bíllinn sem sameinar framsækna efnarafala- og
rafhlöðutækni: Fyllt er á hann með bæði rafmagni og hreinu vetni. Snjallt samspil rafhlöðu og efnarafals sem og
mikið drægi og stuttur áfyllingartími gera GLC F-CELL
að tilvöldum rafknúnum kosti fyrir styttri og
lengri ferðir.

Vetnisnotkun í blönduðum akstri: 0,34 kg/100 km; CO2-losun í blönduðum akstri: 0 g/km; raforkunotkun í blönduðum akstri: 13,7 kWh/100 km

Hleðsla og þjónusta


Láttu strauminn renna!

Hleðsla og þjónusta


Hleðslumöguleikar og þjónusta hjá Mercedes-Benz.

Hleðsla og þjónusta: Með hleðsluþjónustu Mercedes-Benz getur þú hlaðið rafbílinn á þægilegan hátt bæði heima hjá þér og á ferðinni.

Akstur rafbíla ætti að vera einfaldur, snöggur og þægilegur. En fyrst og fremst: tiltækur beint og milliliðalaust. Það sem þarf eru alhliða lausnir sem veita gott aðgengi að innviðum fyrir hleðslu eða gera kleift að hlaða heima.

EQ Ready-appið


Ertu klár í rafknúinn akstur?

EQ Ready-appið


Ertu klár í rafknúinn akstur?

Þetta ókeypis app fyrir snjallsíma sýnir þér hvort það hentar þér að skipta yfir í rafbíl eða tengiltvinnbíl.

Finndu það út! Þetta ókeypis app fyrir snjallsíma sýnir þér hvort það hentar þér að skipta yfir í rafbíl. Sæktu einfaldlega EQ Ready-appið og prófaðu það með bílnum þínum.