EQ Power:

Tengiltvinnbílarnir

frá Mercedes-Benz.

Nýr kraftur, sparneytni og drægi fyrir alla stærðarflokka bíla.

Tæknin útskýrð á auðskilinn hátt


Þannig virkar tengiltvinnbíllinn.

Drifbúnaðurinn: Framsækin tækni í snjöllu samspili sem gefur meiri skilvirkni.

Tæknin útskýrð á auðskilinn hátt


Þannig virkar tengiltvinnbíllinn.

Drifbúnaðurinn: Framsækin tækni í snjöllu samspili sem gefur meiri skilvirkni.

Hlaðið með tengli
Hægt er að hlaða tengiltvinnbíla í öllum venjulegum heimilisinnstungum. Wallbox-vegghleðslustöðin frá Mercedes-Benz er þó ávallt mun skjótvirkari valkostur.

Þannig nær bíllinn fullu drægi á rafmagni á sem stystum tíma. Á ferðinni er einnig hægt að nýta sér almennar hleðslustöðvar til að „fylla á“ rafhlöðu bílsins.

Háspennu-litíumjónarafhlaða
Háspennu-litíumjónarafhlaða er notuð sem orkugeymsla sem hægt er að hlaða með ytri raforkugjafa.

Þessi gerð rafhlöðu býr bæði yfir mikilli aflþéttni og löngum endingartíma og tekur um leið tiltölulega lítið pláss. Hún er hlaðin annaðhvort með hleðslutengi á hliðinni eða í afturstuðara bílsins.

Drif ásamt rafmótor

Bæði er hægt að nota rafmótorinn sem mótor og rafal. Sem rafmótor gegnir hann hlutverki drifs, en þegar bíllinn er látinn renna eða hemlunum er beitt er raforka endurheimt til þess að hlaða litíumjónarafhlöðuna.

Rafmótorinn getur strax náð fullu togi þegar ekið er af stað og verður hröðunin úr kyrrstöðu því sérlega kraftmikil. Afkastamikill átaksbreytirinn sér fyrir þeim miklu þægindum sem maður á að venjast þegar ekið er með tvinndrifi.

Hemlakerfi sem endurheimtir orku
Endurnýting orku snýst um að umbreyta hreyfiorku í raforku til að endurheimta að hluta hemlunarorkuna þegar slegið er af inngjöfinni.  

Þessa orku má nýta til að hlaða litíumjónarafhlöðuna sem rafmótorinn getur svo notað til að knýja bílinn eða annan búnað sem notar orku (t.d. loftkælinguna).

Brunahreyfill
Allt eftir því um hvaða gerð er að ræða eru aflmiklar bensín- eða dísilvélar tengdar við tvinnvélar og rafhlöður með mismunandi afköstum.

Afköst brunahreyfilsins eru aukin með hjálp rafmótorsins þegar á þarf að halda – til að skila meiri krafti þegar gefið er í. Útkoman er akstursgeta sem sameinar akstursánægju og þægindi og minni eyðslu og lítinn útblástur í nærumhverfi.

Skilvirkni og eyðsla


Meira drægi. Meiri kraftur. Minni eyðsla.

Skilvirkni og eyðsla


Meira drægi. Meiri kraftur. Minni eyðsla.

    Hámarkssveigjanleiki með samspili rafmótors og brunahreyfils.

    Myndin sýnir Mercedes-Benz GLA að framan.

    Styrkleiki EQ Power-gerðanna felst í fjölhæfni þeirra. Þær sameina nær hljóðlausan akstur á rafmagni án útblásturs innanbæjar og sveigjanleika og sjálfstæði brunahreyfilsins á langferðum.

    Enginn útblástur þegar ekið er innanbæjar.

    Myndin sýnir Mercedes-Benz CLA Coupé á ská að ofan.

    Tengiltvinnbílar eru mikilvægur áfangi á vegferðinni til aksturs án útblásturs. Mercedes-Benz heldur áfram að þróa EQ Power-gerðirnar í átt að auknu drægi á rafmagni til að geta boðið upp á álitlega kosti í öllum flokkum bíla svo hægt sé að aka án útblásturs á daglegum leiðum.

    Snjöll stjórnun vinnslumáta með endurnýtingu orku.

    Myndin sýnir Mercedes-Benz B-Class á ská að aftan.

    Snjöll stjórnun vinnslumáta eftir akstursleið ákvarðar á hvaða hluta leiðarinnar er skynsamlegast að stilla aksturskerfið á rafmagn. Hún tekur meðal annars tillit til leiðsöguupplýsinga, landslags, hraðatakmarkana og aðstæðna í umferðinni á allri leiðinni. ECO-aðstoðin aðstoðar bílstjórann við að spara orku.

    Minni eyðsla með markvissri hleðslu.

    Myndin sýnir Mercedes-Benz S-Class frá hlið.

    Drægi nýju tengiltvinnbílanna frá Mercedes-Benz sér til þess að hægt er að aka þeim að mestu leyti á rafmagni innanbæjar og draga þannig úr eldsneytisnotkun. Því oftar sem þú hleður bílinn og notar meðvitað snjalla stjórnun vinnslumáta með endurnýtingu orku, þeim mun stærri verður hlutur rafaksturs og þannig minnkar eldsneytisnotkun þín.

    Tengiltvinnbíll með dísilvél.

    Myndin sýnir nærmynd af gerðarmerki Mercedes-Benz GLE 350 de.

    Nýjasta dísiltækni starfar samhliða tvinndrifi af nýjustu kynslóð. Akstur án útblásturs í nærumhverfi verður að magnaðri upplifun ásamt aukinni skilvirkni, einstökum akstursþægindum og miklu drægi dísilvélarinnar. Og með innbyggða hleðslutækinu tvöfaldast hleðslugetan.

    Þægilegir aksturseiginleikar


    Nú er rétti tíminn fyrir nýjar snjallar og magnaðar upplifanir.

    Þægilegir aksturseiginleikar


    Nú er rétti tíminn fyrir nýjar snjallar og magnaðar upplifanir.

      Kraftmikil aksturstilfinning.

      Myndin sýnir Mercedes-Benz C-Class á ská að framan.

      Upplifðu rafmagnaða aksturstilfinningu með beinu viðbragði og hámarkstogi strax frá fyrsta snúningi. Þú munt strax venjast þessum nýja krafti og ekki geta verið án hans meir. Það gerist í síðasta lagi þegar þú eykur hraðann og finnur aflið frá báðum drifum samtímis.

      Gamli góði áreiðanleikinn.

      Myndin sýnir Mercedes-Benz A-Class á ská að framan.

      EQ Power-drifið í tengiltvinnbílunum okkar sameinar það besta úr heimum brunahreyfla og rafmótora. Með snjöllu samspili tæknibúnaðar og einkennandi öryggis frá Mercedes-Benz uppfylla allir bílarnir þá kröfu sem við gerum: annaðhvort það besta eða ekkert.

      Hljóðlaus rafakstur.

      Myndin sýnir Mercedes-Benz A-Class Saloon á ská að aftan.

      Njóttu nýrrar aksturstilfinningar með skjótri og kraftmikilli hröðun í næstum því hljóðlausum akstri. Byrjaðu daginn afslappað með hreinum rafakstri án nokkurra vélarhljóða.

      Forhitun og -kæling er staðalbúnaður sem stjórna má með appi.

      Myndræn framsetning á forhitun- og kælingu með appi.

      Njóttu þægilegs hitastigs um leið og þú stígur inn í bílinn. Þú notar Mercedes me eða aðaleininguna til að stilla tíma og hita fyrir loftið inni í bílnum fyrir fram og, allt eftir útbúnaði, fyrir sætin líka. Ef bíllinn er í hleðslu á sama tíma verður rafhlaðan fullhlaðin í upphafi ferðar.

      Minni þörf á að beita hemlum með snjallri endurnýtingu orku.

      Myndin sýnir framsetningu orkuflæðis á margmiðlunarskjá Mercedes-Benz GLE.

      Í hvert skipti sem þú hemlar endurheimtir þú eitthvað af drægi á rafmagni. Þegar bíllinn er látinn renna eða hemlunum er beitt er hreyfiorkunni umbreytt í raforku og notuð til þess að hlaða rafhlöðuna (endurnýting orku). Snjöll stjórnun vinnslumáta nýtir sér aðstæður í umferðinni þegar hægt er á ferðinni með því að hemla og eykur þá endurnýtingu orkunnar.

      Drægi og hleðsla


      Fjölbreyttir hleðslumöguleikar.

      Drægi og hleðsla


      Fjölbreyttir hleðslumöguleikar.

        Yfirlit yfir alla hleðslumöguleika.

        Myndin sýnir Mercedes-Benz E-Class á ská að framan.

        Hægt er að hlaða tengiltvinnbílana í öllum venjulegum heimilisinnstungum. Wallbox-vegghleðslustöð frá Mercedes-Benz er þó hraðvirkari valkostur sem mælt er með. Þannig nær bíllinn fullu drægi á rafmagni á sem stystum tíma. Á ferðinni er hægt að „fylla á“ rafhlöðu bílsins á almennum hleðslustöðvum.

        Drægi á rafmagni og hefðbundnu eldsneyti.

        Myndin sýnir stafrænt mælaborð Mercedes-Benz GLE.

        Frábært samspil drægis á rafmagni og hefðbundnu eldsneyti byggist á snjallri stjórnun vinnslumáta eftir akstursleið. Stjórnkerfið velur á milli rafdrifs og eldsneytisknúins drifs allt eftir akstursaðstæðum og nær þannig fram sem bestri nýtingu. Það tekur meðal annars tillit til leiðsögu- og umferðarupplýsinga sem og hraðatakmarkana fyrir leiðina í heild sinni.

        Áhrif á drægi.

        Myndin sýnir Mercedes-Benz C-Class frá hlið.

        Drægi á rafmagni þar til kveikt er á brunahreyflinum fer eftir aksturslagi, akstursleiðinni og umhverfisskilyrðum. Aðrir þættir sem spila inn í eru fyrirhyggja í akstri með hjálp Eco-Score-vísisins, ratsjárstýrð endurnýting orku og virkni sem lætur bílinn renna í hlutlausum gír. Annar búnaður sem notar orku (eins og loftkælingin) hefur einnig áhrif á drægið.

        Hleðsla með Wallbox-vegghleðslustöð og Mercedes me Charge.

        Myndin sýnir Mercedes-Benz Wallbox Home.

        Mercedes-Benz Wallbox Home er hleðslustöð sem býður upp á sérlega hraðvirka, örugga og þægilega hleðslu heima fyrir. Með Mercedes me Charge færðu aðgang að fjölmörgum almennum hleðslustöðvum um alla Evrópu sem er meðal annars að finna hjá verslunarmiðstöðvum eða vegasjoppum.

        Fyrsti reynsluakstur þinn í sýndarveruleika.

        Myndin sýnir kortayfirlit fyrir skipulagningu akstursleiðar í Mercedes me-appinu.

        Fyrsti reynsluakstur þinn í sýndarveruleika.

        Reiknað er út hversu langt þú getur ekið á rafbíl út frá almennu meðaltali. Þú getur hlaðið EQ Ready-appinu niður í snjallsímann þinn þér að kostnaðarlausu til þess að líkja eftir venjulegu aksturslagi þínu. Appið greinir aksturshegðun þína á löngu tímabili og tekur akstursstíl þinn einnig með í reikninginn.

        Yfirlit yfir gerðir


        Allir tengiltvinnbílar frá Mercedes-Benz sem nú eru í boði.

        Yfirlit yfir gerðir


        Allir tengiltvinnbílar frá Mercedes-Benz sem nú eru í boði.

          Mercedes-Benz A-Class Saloon

          Myndin sýnir Mercedes-Benz A-Class Saloon.

          Öflug og skilvirk: Tækni tengiltvinnbílsins sameinar kosti fjögurra strokka vélar og rafknúins aksturs. A 250 e býður upp á mikla sparneytni í sportlegum akstri og skilar kerfisafköstum upp á 160 kW (218 hö.) og 450 Nm hámarkstogi.

          Mercedes-Benz C-Class Saloon

          Myndin sýnir Mercedes-Benz C-Class Saloon.

          Sem tengiltvinnbíll býður C-Class Saloon upp á sérstaka valmöguleika, því EQ Power er bæði í boði með dísil- og bensínvél. Kerfisafköst C 300 de eru 225 kW (306 hö.), en í C 300 e eru þau 235 kW (320 hö.). Hámarkstog er í báðum tilvikum 700 Nm.

          Mercedes-Benz E-Class Saloon

          Myndin sýnir Mercedes-Benz E-Class Saloon.

          E-Class-tengiltvinnbílarnir eru sniðnir að þeim sem aka mikið og leggja áherslu á þægindi á langferðum. Þeir bjóða jafnframt upp á mikla dráttargetu. EQ Power í E-Class gerir kleift að aka innanbæjar án útblásturs. Í E 300 de eru kerfisafköstin 225 kW (306 hö.) og í E 300 e eru þau 235 kW (320 hö.).

          Mercedes-Benz S-Class Saloon í langri útfærslu

          Myndin sýnir Mercedes-Benz S-Class Saloon.

          S 560 e var fyrsta gerðin þar sem alla hluta núverandi þriðju kynslóðar tengiltvinnbíla okkar var að finna. Drifið skilar kerfisafköstum upp á 350 kW (476 hö.) og togi upp á 700 Nm og með enn afkastameiri rafhlöðu kemst bíllinn 50 kílómetra á rafmagninu einu saman.

          Mercedes-Benz A-Class Compact Saloon

          Myndin sýnir Mercedes-Benz A-Class Compact Saloon.

          Nýjasta kynslóð Mercedes-Benz A-Class vísar veginn til framtíðar á mörgum sviðum. Tvinnbíll af þriðju kynslóð er því augljóst val. Í A 250 e er aðaláherslan á rafmagnaða ánægju í akstri og mikið daglegt notagildi, sem sést berlega á 74–77 km drægi á rafmagni (NEDC).

          Mercedes-Benz B-Class Sports Tourer

          Myndin sýnir Mercedes-Benz B-Class Sports Tourer.

          Sportlegi og netti B 250 e-fjölskyldubíllinn notast einnig við þriðju kynslóðar tengiltvinntækni. Kerfisafköst upp á 160 kW (218 hö.) og tog upp á 450 Nm bjóða upp á skemmtilega eiginleika í daglegum akstri. En 70–77 km drægi á rafmagni (NEDC) setur ekki síður ný viðmið í þessum flokki bíla.

          Mercedes-Benz C-Class Estate

          Myndin sýnir Mercedes-Benz C-Class Estate.

          Með C 300 de með 225 kW (306 hö.) og C 300 e með 235 kW (320 hö.) sem hvor um sig skilar togi upp á 700 Nm eru í boði tvær vélargerðir fyrir C-Class Estate-tengiltvinnbíla. Báðar útfærslurnar eru aflmiklar, hafa allt að 1335 lítra farangursrými og henta vel til að draga eftirvagna.

          Mercedes-Benz E-Class Estate

          Myndin sýnir Mercedes-Benz E-Class Estate.

          Estate-útgáfa E 300 de með kerfisafköst upp á 225 kW (306 hö.) er sérlega sparneytin og hagkvæm í rekstri auk þess sem hún er þægileg og rúmgóð. Hún er því tilvalin í langferðir, sem sést ekki síst á miklu dræginu sem fer yfir 1000 km (með valfrjálsa 60 lítra tankinum).

          Mercedes-Benz GLC SUV

          Myndin sýnir Mercedes-Benz GLC SUV.

          GLC 300 e 4MATIC er fjölhæfur sportjeppi í hæsta gæðaflokki sem einkennist af þægindum, notagildi og lipurð. Með kerfisafköst upp á 235 kW (320 hö.), togi upp á 700 Nm sem og 46–49 km drægi á rafmagni (NEDC) er hann skapaður fyrir alhliða akstur á lengri og skemmri leiðum.

          Mercedes-Benz GLC Coupé

          Myndin sýnir Mercedes-Benz GLC Coupé.

          GLC 300 e 4MATIC Coupé sem Sport Utility Coupé-útfærsla af GLC SUV-sportjeppanum er sömuleiðis einstaklega fjölhæfur, en leggur sportlegar áherslur með magnaðri blöndu SUV- og Coupé-hönnunar. Með sömu kerfisafköstin og 46–50 km drægi á rafmagni (NEDC) hentar hann í öll verkefni.

          Mercedes-Benz GLE SUV

          Myndin sýnir Mercedes-Benz GLE SUV.

          Þar sem þeir eru stærstu meðlimirnir í EQ Power-fjölskyldunni kemur nýjasta tækni að sérstaklega góðum notum í GLE 350 de 4MATIC og GLE 350 e 4MATIC. Ber þar helst að nefna meira en 100 km drægi á rafmagni með stærri rafhlöðu sem og skjótari hleðsla á ferðinni og enn magnaðri rafbílsupplifun.

          Samskiptaeyðublað


          Hvað getum við gert fyrir þig næst?

          Sendu okkur spurningar þínar, óskir og ábendingar hér.

          Samskiptaeyðublað


          Hvað getum við gert fyrir þig næst?

          Sendu okkur spurningar þínar, óskir og ábendingar hér.