Það besta úr tveimur heimum.

Kynntu þér tengiltvinnbílana frá Mercedes-Benz.

Tvinntækni frá Mercedes-Benz


Meiri kraftur, minni eldsneytisnotkun.

Tvinntækni frá Mercedes-Benz


Meiri kraftur, minni eldsneytisnotkun.

EQ Power-tengiltvinnbílarnir sameina það besta úr tveimur heimum: kraft og skilvirkni rafmótorsins og drægi brunahreyfilsins. Hægt er að aka alfarið á rafmagni innanbæjar, hlaða heima og á almennum hleðslustöðvum og nýta sér fljótlega áfyllingu á bensínstöðvum á lengri ferðum.

Mercedes-Benz EQ Power


Tengiltvinnbílarnir frá Mercedes-Benz.

Hvort sem þú þarft aðeins að ferðast innanbæjar eða um lengri veg. Í fjölbreyttum flota okkar er gerð sem hentar hverjum og einum. 

Mercedes-Benz EQ Power


Tengiltvinnbílarnir frá Mercedes-Benz.

Hvort sem þú þarft aðeins að ferðast innanbæjar eða um lengri veg. Í fjölbreyttum flota okkar er gerð sem hentar hverjum og einum. 

  A-Class 250 e Compact Saloon

  C 350 e Estate.

  A-Class 250 e Compact Saloon með EQ Power. Nýjasta kynslóð Mercedes-Benz A-Class er ung og kraftmikil eins og áður, en þroskaðri og þægilegri en nokkru sinni fyrr.


  Drægi allt að 70 km

  A-Class 250 e Saloon

  E-Class 350 e Saloon.

  Ásamt Compact Saloon-útfærslunni hefur A-Class Saloon síðan 2018 aukið smábílaúrval Mercedes-Benz enn frekar og býður um leið upp á fjölda eiginleika sem hingað til hafa eingöngu verið í boði í lúxusbílum. Nú einnig sem A 250 e með framsæknu tvinndrifi.


  Drægi allt að 70 km

  B-Class 250 e Sports Tourer

  C-Class 350 e Saloon

  B-Class 250 e Sports Tourer: Fjölhæfnin í fyrirrúmi. B-Class er fullkominn (fjölskyldu-)bíll fyrir alla þá sem leggja áherslu á rými, þægindi og öryggi og býður upp á stærra innanrými en fyrirrennarinn, þrátt fyrir sportlegt útlitið.


  Drægi allt að 70 km

  C-Class 300 e Saloon

  GLE 500 e 4MATIC

  Tæknibúnaður C-Class 300 e Saloon býður upp á einstaka sparneytni, hrífandi akstursgetu og áður óþekkt þægindi með möguleika á forhitun og -kælingu. Og það með daglegu notagildi eins og búast má við af C-Class.

   

  Drægi allt að 50 km

  C-Class 300 de Saloon

  A-Class 250 e Saloon

  Drifkrafturinn er aðalsmerki C-Class Saloon og með tvinndrifinu sameinar C-Class 300 de Saloon skemmtilega aksturseiginleika, einstaka sparneytni og litla mengun í útblæstri – og það með óviðjafnanlegum þægindum.

   

  Drægi allt að 50 km

  GLC 300 e 4MATIC

  B-Class 250 e Compact Saloon

  Frelsið í sinni fjölbreytilegustu mynd: GLC 300 e 4MATIC. Mercedes-Benz GLC er á heimavelli hvar sem er. Þessi meðalstóri jeppi býður upp á snjallt samspil notagildis og lipurðar í nútímalegri hönnun.

   

  Drægi allt að 50 km

  GLC 300 e Coupé

  E-Class 300 de Saloon

  Með GLC 300 e 4MATIC býður Mercedes-Benz í fyrsta sinn upp á Midsize Sport Utility Coupé-bíl með framsæknu tvinndrifi. Hér fara saman kraftur bensínvélarinnar og sparneytni öflugs rafmótorsins.

   

  Drægi allt að 50 km

  E-Class 300 e Saloon

  E 300 e Saloon

  Snjallasti og sparneytnasti E-Class frá upphafi. Útkoman er E-Class 300 e. Þessi snjalli Business Saloon-bíll státar af stílhreinni og svipsterkri hönnun sem og af vönduðu og fáguðu innanrými.

   

  Drægi allt að 50 km

  E-Class 300 de Saloon

  E 300 de Saloon

  Um áratugaskeið hefur engin önnur framleiðsluröð haft jafnmikil áhrif á vörumerki okkar og flokk eðalvagna eins og E-Class. Hún er táknmynd þæginda og öryggis í akstri. Og í sparneytnu útfærslunni E 300 de með tengiltvinndrifi er hún einnig einstaklega hagkvæm í rekstri.

   

  Drægi allt að 50 km

  E-Class 300 de Estate

  E 300 de Estate

  Tengiltvinnbílarnir E-Class 300 de Estate eru ætlaðir mikilvægum markhópi fyrir þægilega eðalvagna frá Mercedes-Benz: Þeim sem keyra mikið, leggja áherslu á þægindi á langferðum og vilja nýta sér mikla dráttargetuna endrum og eins.

   

  Drægi allt að 50 km

  GLE 350 de 4MATIC

  GLE 350 de 4MATIC

  Nútímalegur lúxus á malbiki og í torfærum: Það eru skilaboðin með hönnun nýja GLE 350 de 4MATIC. Það sem er magnaðast við þennan stóra SUV-bíl er hins vegar drægið: 31,2 kWh rýmd rafhlöðunnar skilar drægi upp á meira en 100 kílómetra með viðeigandi aksturslagi (samkvæmt NEDC).

   

  Drægi allt að 96 km

  Nánari útskýringar á EQ Power-drifinu


  EQ Power – tvinndrifið frá Mercedes-Benz.

  Samspil rafmótors og bensínvélar býður upp á nýja akstursupplifun. Kynntu þér nánar einstaka hluta EQ Power-drifsins.

  Nánari útskýringar á EQ Power-drifinu


  EQ Power – tvinndrifið frá Mercedes-Benz.

  Samspil rafmótors og bensínvélar býður upp á nýja akstursupplifun. Kynntu þér nánar einstaka hluta EQ Power-drifsins.

  Mercedes-Benz EQ Power: Tengiltvinndrif.

  Hleðslutengi

  Hægt er að hlaða háspennu-litíumjónarafhlöðuna utan frá með hleðslutengi hægra megin í afturstuðaranum.

  Með snjallkerfi fyrir hleðslu í bílnum er hægt að hlaða rafhlöðuna með vegghleðslustöð, venjulegri heimilisinnstungu eða á einni af almennu hleðslustöðvunum sem fer sífjölgandi.

  Háspennu-litíumjónarafhlaða

  Með fullhlaðinni rafhlöðu er hægt að aka þessari gerð meira en 30 km
  á rafmagninu einu saman og þar með án losunar.

  „Hybrid“-gírkassi með rafmagnsvél

  Í tvinnhaus níu þrepa sjálfskiptingarinnar 9G-TRONIC, sem er staðalbúnaður, eru rafmótorinn og viðbótartengsl milli brunahreyfils og rafmótors fullkomlega samþætt.

  Brunahreyfill

  Eftir því um hvaða gerð er að ræða eru fjögurra eða sex strokka brunahreyflar tengdir við tvinnkerfi og rafhlöður með mismunandi afköstum.

  Afköst brunahreyfilsins eru aukin með hjálp rafmótorsins ef með þarf – til að bæta afköstin við hraðaaukningu. Útkoman er akstursgeta sem tengir saman akstursánægju og þægindi við sem minnsta eyðslu og litla losun.

  Hemlakerfi sem endurheimtir orku

  Með endurnýtingu orku er hægt að endurheimta orku við hemlun og þegar bíllinn er látinn renna.

  Helsta leiðin til að draga úr eldsneytisnotkun á tvinndrifum felst í að endurvinna sem mesta orku þegar við hemlun og þegar bíllinn er látinn renna. Þegar stigið er á hemlafetilinn tekur rafmótorinn við að minnka hraðann og virkar þannig eins og rafall.


  Hlaðinn nýjustu tækni.

  Kynntu þér framsækna eiginleika sem gera akstur á EQ Power ekki aðeins hagkvæmari, heldur einnig þægilegri.


  Hlaðinn nýjustu tækni.

  Kynntu þér framsækna eiginleika sem gera akstur á EQ Power ekki aðeins hagkvæmari, heldur einnig þægilegri.

  Aksturskerfi


  Aksturskerfin í tengiltvinnbílnum.

  Hvort sem þú kýst þægindi, mikla sparneytni eða sportlegan akstur: Í boði eru allt að fimm aksturskerfi eftir því hvaða bíl er um að ræða.

  Aksturskerfi


  Aksturskerfin í tengiltvinnbílnum.

  Hvort sem þú kýst þægindi, mikla sparneytni eða sportlegan akstur: Í boði eru allt að fimm aksturskerfi eftir því hvaða bíl er um að ræða.

      

  Aksturskerfið C (Comfort):

  Sjálfgefin stilling er þægindastillingin sem einkennist af jafnvægi og sparneytni.

  Aksturskerfið S (Sport):

  Meiri snerpa og lipurð með stífari og sportlegri samhæfingu stýringar og aflrásar (með AIRMATIC), sneggra viðbragði við inngjöf og breyttum tímasetningum gírskiptinga (með 7G-TRONIC PLUS).

  Aksturskerfið S+ (Sport Plus):

  Með AIRMATIC er hægt að auka sportlega eiginleika enn frekar í stillingunni „Sport Plus“. Fjöðrunin og aflrásin fá þannig enn kraftmeiri stillingu og slökkt er á ECO Start-Stop-virkninni.

  Aksturskerfið E (Economy):

  Kerfi sem miðar að sem minnstri eldsneytisnotkun með því að láta vélina/mótorinn svara með hæfilegu afli, skipta snemma um gír (með 7G-TRONIC PLUS) og breyta afköstum sætishita, afturrúðuhita og loftkælingar. Ásamt tvinntækninni styður kerfið við svokallað „Láta renna“ og „Láta renna+“: Þegar inngjöfinni er sleppt nýtir bíllinn eigin skriðþunga, rennur eftir veginum og sparar þannig eldsneyti.

  Aksturskerfi I (Individual):

  Ökumaður getur breytt stillingum á stýringu, aflrás og fjöðrun eftir þörfum – frá sparneytnum akstri til þægilegs eða sportlegs aksturs. Auðvelt og þægilegt er að velja kerfi í stillingavalmynd aðalstjórneiningarinnar.

  Einnig er hægt að breyta einstökum færibreytum í forstilltum aksturskerfum, svo sem ECO-Start-Stop-virkninni eða stillingu aksturshæðar eftir þörfum. Þegar síðan er breytt um aksturskerfi er aftur stillt á vistaðar stillingar fyrir viðkomandi kerfi.

  Vinnslumátar


  Vinnslumátar í tengiltvinnbíl.

  Vinnslumátar


  Vinnslumátar í tengiltvinnbíl.

  Valinn vinnslumáti kemur fram á mælaborði tengiltvinnbílsins.

  Snjöll drifstjórnun velur á eigin spýtur hentugustu samsetningu brunahreyfils og rafmótors til að nýta orku og drægi á eins skilvirkan hátt og unnt er. Ökumaður getur einnig skipt á milli vinnslumáta sjálfur.

  Allt eftir aksturskerfi standa fjórir vinnslumátar til boða:

  Tvinnbíll: Allar aðgerðir tvinnbílsins svo sem rafdrif, orkuskot og endurnýting orku eru tiltækar og eftir akstursaðstæðum og akstursleið er stillt inn á þær sjálfkrafa til að nýta eldsneyti sem best.

  E-MODE: Stillir á algerlega rafknúinn akstur – t.d. innanbæjar eða ef litíumjónarafhlaðan er nægilega mikið hlaðin til að aka viðkomandi akstursleið.

  E-SAVE: Hleðslu litíumjónarafhlöðunnar er haldið við – til að geta ekið með rafdrifi eingöngu síðar. Rafdrifið er þá aðeins notað að takmörkuðu leyti.

  CHARGE: Brunahreyfillinn hleður litíumjónarafhlöðuna meðan á akstri stendur. Ekki er hægt að aka með rafdrifi á meðan.

  Stjórnun vinnslumáta eftir akstursleið


  Framsýni í akstri.

  Stjórnun vinnslumáta eftir akstursleið


  Framsýni í akstri.

  Stjórnun vinnslumáta eftir akstursleið veitir þér alhliða stuðning við að aka á skilvirkan hátt, án þess að þú takir mikið eftir því. Þessi eiginleiki sér um að velja í hvaða röð mismunandi vinnslumátar eru notaðir með því að nota gögnin úr COMAND Online-leiðsögukerfinu. Þegar áfangastaður er færður inn er hleðslu og afhleðslu litíumjónarafhlöðunnar stjórnað til að ná fram hámarksnýtingu orku á allri akstursleiðinni.

  Þannig sér kerfið t.d. um að hægt sé að komast til borgar með fulla hleðslu á rafhlöðunni til þess að geta ekið sem oftast á rafmagni með hagkvæmum hætti í seigfljótandi umferð. Utanbæjar sér stjórnun vinnslumáta eftir akstursleið síðan til þess að hleðsla litíumjónarafhlöðunnar sé sem hentugust fyrir þann hluta leiðarinnar sem eftir er að aka.

  Inngjöf með snertisvörun


  Skilvirkni sem þú skynjar í akstri.

  Inngjöf með snertisvörun


  Skilvirkni sem þú skynjar í akstri.

  Inngjöf með snertisvörun auðveldar að skipta á milli vinnslumáta: Ef þú finnur fyrir mótstöðu í inngjöfinni í E-MODE hefurðu kallað fram hámarksafköst í rafknúnum akstri. Ef þú stígur inngjöfina lengra niður tekur brunahreyfillinn við. ECO-aðstoðin gefur tvo púlsa og lætur þig þannig vita að þú ættir að taka fótinn af inngjöfinni í þessum akstursaðstæðum til að drepa á brunahreyflinum.

  Endurnýting orku og bíllinn látinn renna


  Við hemlun myndast orka.

  Aukið drægi á rafmagni með endurnýtingu orku: Þegar dregið er úr hraða með því að taka fótinn af inngjöfinni og hemla er rafmótorinn knúinn sem rafall og myndar hemlunarátak á hjólunum. Orkan sem þannig vinnst streymir aftur inn í rafhlöðuna og eykur þannig hleðslu hennar.

  Endurnýting orku og bíllinn látinn renna


  Við hemlun myndast orka.

  Aukið drægi á rafmagni með endurnýtingu orku: Þegar dregið er úr hraða með því að taka fótinn af inngjöfinni og hemla er rafmótorinn knúinn sem rafall og myndar hemlunarátak á hjólunum. Orkan sem þannig vinnst streymir aftur inn í rafhlöðuna og eykur þannig hleðslu hennar.

  Eftirfarandi endurnýtingarstillingar standa til boða:

  D+: látið renna, engin endurnýting orku
  D: miðlungs endurnýting orku
  D–: mikil endurnýting orku
  DAuto: endurnýtingin fer eftir umferðarskilyrðum

  Til að spara enn meiri orku er slökkt alveg á vélinni og hún aftengd þegar látið er renna. Bíllinn rennur áfram án þess að tapa orku vegna brunahreyfilsins.

  Margmiðlunarskjárinn sýnir orkuflæðið í tengiltvinnbílnum.

  Ratsjárstutt hemlakerfi með endurnýtingu orku er aukabúnaður sem býður upp á einstaklega skilvirka endurnýtingu orku og eykur þannig drægi rafhlöðunnar. Kerfið nýtir sér gögn radarskynjarans í COLLISION PREVENTION ASSIST PLUS til að auka endurnýtingu orku og þar með hraðaminnkun eftir þörfum eða lækka hana niður í núll.