
EQ Power:
Tengiltvinnbílarnir
frá Mercedes-Benz.
EQ Power:
Tengiltvinnbílarnir
frá Mercedes-Benz.
Nýr kraftur, sparneytni og drægi fyrir alla stærðarflokka bíla.
Tæknin útskýrð á auðskilinn hátt
Þannig virkar tengiltvinnbíllinn.
Drifbúnaðurinn: Framsækin tækni í snjöllu samspili sem gefur meiri skilvirkni.
Tæknin útskýrð á auðskilinn hátt
Þannig virkar tengiltvinnbíllinn.
Drifbúnaðurinn: Framsækin tækni í snjöllu samspili sem gefur meiri skilvirkni.


Þannig nær bíllinn fullu drægi á rafmagni á sem stystum tíma. Á ferðinni er einnig hægt að nýta sér almennar hleðslustöðvar til að „fylla á“ rafhlöðu bílsins.

Þessi gerð rafhlöðu býr bæði yfir mikilli aflþéttni og löngum endingartíma og tekur um leið tiltölulega lítið pláss. Hún er hlaðin annaðhvort með hleðslutengi á hliðinni eða í afturstuðara bílsins.

Bæði er hægt að nota rafmótorinn sem mótor og rafal. Sem rafmótor gegnir hann hlutverki drifs, en þegar bíllinn er látinn renna eða hemlunum er beitt er raforka endurheimt til þess að hlaða litíumjónarafhlöðuna.
Rafmótorinn getur strax náð fullu togi þegar ekið er af stað og verður hröðunin úr kyrrstöðu því sérlega kraftmikil. Afkastamikill átaksbreytirinn sér fyrir þeim miklu þægindum sem maður á að venjast þegar ekið er með tvinndrifi.

Þessa orku má nýta til að hlaða litíumjónarafhlöðuna sem rafmótorinn getur svo notað til að knýja bílinn eða annan búnað sem notar orku (t.d. loftkælinguna).

Afköst brunahreyfilsins eru aukin með hjálp rafmótorsins þegar á þarf að halda – til að skila meiri krafti þegar gefið er í. Útkoman er akstursgeta sem sameinar akstursánægju og þægindi og minni eyðslu og lítinn útblástur í nærumhverfi.
Fyrsti reynsluakstur þinn í sýndarveruleika.
Fyrsti reynsluakstur þinn í sýndarveruleika.
Reiknað er út hversu langt þú getur ekið á rafbíl út frá almennu meðaltali. Þú getur hlaðið EQ Ready-appinu niður í snjallsímann þinn þér að kostnaðarlausu til þess að líkja eftir venjulegu aksturslagi þínu. Appið greinir aksturshegðun þína á löngu tímabili og tekur akstursstíl þinn einnig með í reikninginn.