Hleðsla fyrir Mercedes-Benz.

Framsækin, þægileg og áreiðanleg.

EQC 400 4MATIC: Raforkunotkun í blönduðum akstri: XXX kWh/100 km; CO2-losun í blönduðum akstri: 0 g/km.[1]

Hleðslumöguleikar fyrir rafbíla og tengiltvinnbíla frá Mercedes-Benz


Sveigjanleg hleðsla, hvar sem þú ert.

Fyrir raf- eða tengiltvinnbílinn þinn frá Mercedes-Benzstanda til boða fjölbreyttir hleðslumöguleikar sem eru í senn áreiðanlegir, einfaldir og þægilegir. Þú velur hvar þú vilt hlaða bílinn.  Heima hjá þér, með vegghleðslustöð í bílskúrnum eða bílageymslunni? Á almennri hleðslustöð í bænum? Eða á hraðhleðslustöð við þjóðveginn? Ný stafræn þjónusta í bílnum auðveldar þér að skipuleggja hleðslustopp á leiðinni. Með akstursleiðsögn með Electric Intelligence og upplýsingum um drægi skipuleggur aksturinn sig næstum því sjálfur!

Hleðslumöguleikar fyrir rafbíla og tengiltvinnbíla frá Mercedes-Benz


Sveigjanleg hleðsla, hvar sem þú ert.

Fyrir raf- eða tengiltvinnbílinn þinn frá Mercedes-Benzstanda til boða fjölbreyttir hleðslumöguleikar sem eru í senn áreiðanlegir, einfaldir og þægilegir. Þú velur hvar þú vilt hlaða bílinn.  Heima hjá þér, með vegghleðslustöð í bílskúrnum eða bílageymslunni? Á almennri hleðslustöð í bænum? Eða á hraðhleðslustöð við þjóðveginn? Ný stafræn þjónusta í bílnum auðveldar þér að skipuleggja hleðslustopp á leiðinni. Með akstursleiðsögn með Electric Intelligence og upplýsingum um drægi skipuleggur aksturinn sig næstum því sjálfur!

Heimahleðsla


Einföld, fljótleg og þægileg heimahleðsla.

Heimahleðsla


Einföld, fljótleg og þægileg heimahleðsla.

Myndin sýnir Mercedes-Benz EQV í hleðslu fyrir framan vegghleðslustöð.

Þú hleður rafbílinn þinn á þægilegan hátt með aðeins einu handtaki. Hvort sem það er í bílageymslunni, á bílastæðinu eða fyrir framan íbúðina: Með Mercedes-Benz Wallbox Home eða nettengdu vegghleðslustöðinni innogy eBox professional er til rétt lausn fyrir allar aðstæður.
Ótvíræður kostur: Rafhlaðan er alltaf fullhlaðin þegar þú leggur af stað og þú nýtur þannig meiri sveigjanleika þegar þú ert á ferðinni. Með stöðluðu hleðslusnúrunni getur þú einnig hlaðið bílinn í venjulegri heimilisinnstungu. Þar sem hleðslan tekur lengri tíma með þessari aðferð hentar hún hins vegar ekki vel á hverjum degi.

 • Vegghleðslustöðvar
 • Uppsetningarþjónusta
 • Innstungur og snúrur
 • Spurningar og svör

Hlaðið á ferðinni


Hlaðið fljótt og auðveldlega á ferðinni.

Hlaðið á ferðinni


Hlaðið fljótt og auðveldlega á ferðinni.

Myndin sýnir framsvip Mercedes-Benz GLA í hleðslu á almennri hleðslustöð.

Sístækkandi net almennra hleðslustöðva gerir að verkum að þú getur hlaðið á einfaldan og sveigjanlegan hátt þegar þú ert á ferðinni – hvort sem er í borg, hjá stórverslunum eða úti á þjóðvegum. Með Mercedes me Charge hefurðu aðgang að um 90% almennra hleðslustöðva. IONITY-netið, sem er innifalið í Mercedes me Charge, býður einnig upp á öflugar hraðhleðslustöðvar meðfram hraðbrautum, svo þér standa alltaf til boða áreiðanlegir hleðslumöguleikar á langferðum. Þú lætur einfaldlega akstursleiðsögnina með Electric Intelligence sjá um að finna hleðslustöðina fyrir þig.

 • Hleðsla á almennum hleðslustöðvum
 • Akstursleiðsögn með Electric Intelligence
 • Mercedes me Charge
 • IONITY-hraðhleðslustöðvar
 • Spurningar og svör

Stafræn þjónusta


Þú hefur ávallt góða yfirsýn og getur því skipulagt aksturinn af öryggi.

Stafræn þjónusta


Þú hefur ávallt góða yfirsýn og getur því skipulagt aksturinn af öryggi.

Myndin sýnir Mercedes-me Charge-appið í snjallsíma.

Með Remote- og leiðsöguþjónustunni tökum við ýmiss konar gagnlega þjónustu saman í pakka fyrir þig. Með akstursleiðsögn með Electric Intelligence nýtur þú til dæmis aukins öryggis varðandi drægi og getur skipulagt hleðslustopp á sem bestan hátt. Með Mercedes me-appinu getur þú látið loftkælinguna eða miðstöðina í bílnum ganga áður en ekið er af stað og minnkað þannig orkunotkun í akstri umtalsvert auk þess sem þú getur hvenær sem er breytt hleðslustillingum. Í Mercedes me-appinu getur þú einnig séð ýmiss konar upplýsingar til viðbótar, til dæmis um hleðslu á rafhlöðunni og drægi. Þannig hefur þú alltaf sem bestar upplýsingar og aksturinn verður afslappaðri – einnig á langferðum.

 • Leiðsögn og upplýsingar um drægi
 • Upplýsingar um hleðslustöðvar
 • Hleðslustillingar og forhitun og -kæling

Fyrirtæki


Sérsniðnar hleðslulausnir fyrir fyrirtæki.

Með alhliða pökkum fyrir rafbíla bjóðum við ekki aðeins upp á rétta bílinn, heldur einnig upp á sérsniðnar hleðslulausnir fyrir fyrirtæki: Allt frá innviðum fyrir hleðslu á vinnustaðnum til hleðslu heima hjá ökumönnum og á almennum hleðslustöðvum.

Fyrirtæki


Sérsniðnar hleðslulausnir fyrir fyrirtæki.

Með alhliða pökkum fyrir rafbíla bjóðum við ekki aðeins upp á rétta bílinn, heldur einnig upp á sérsniðnar hleðslulausnir fyrir fyrirtæki: Allt frá innviðum fyrir hleðslu á vinnustaðnum til hleðslu heima hjá ökumönnum og á almennum hleðslustöðvum.

Þjónusta fyrir fyrirtæki

Myndin sýnir Mercedes-Benz EQC hjá IONITY-hleðslustöð.

Þjónusta fyrir fyrirtæki

Við bjóðum fyrirtækjum og öðrum rekstraraðilum bílaflota af öllum stærðum og gerðum ekki aðeins upp á rétta bílinn, heldur einnig upp á réttu hleðslulausnina með samstarfsaðila okkar XXX.

 • Einingaskiptar og innbyggðar hleðslulausnir fyrir allar aðstæður – á vinnustaðnum, í heimahúsi og á ferðinni.
 • Ráðgjöf sem nær allt frá fyrstu fyrirspurn til skipulagningar og uppsetningar á innviðum fyrir hleðslu
 • Ávallt full stjórn og yfirsýn yfir innviði, kostnað og notkun.

EQC 400 4MATIC: Raforkunotkun í blönduðum akstri: XXX kWh/100 km; CO2-losun í blönduðum akstri: 0 g/km.[1]