Hleðsla hjá Mercedes-Benz.

Framsækin, þægileg og áreiðanleg.

EQC 400 4MATIC: Raforkunotkun í blönduðum akstri: XXX kWh/100 km; CO2-losun í blönduðum akstri: 0 g/km.[1]

Hleðsla hjá Mercedes-Benz


Hleðslumöguleikar og þjónusta hjá Mercedes-Benz.

Hleðsla hjá Mercedes-Benz


Hleðslumöguleikar og þjónusta hjá Mercedes-Benz.

Akstur rafbíla ætti að vera einfaldur, snöggur og þægilegur. En fyrst og fremst: tiltækur beint og milliliðalaust. Það sem þarf eru alhliða lausnir sem veita gott aðgengi að innviðum fyrir hleðslu eða gera kleift að hlaða heima.

Yfirlit yfir hleðslu


Hleðsla hjá Mercedes-Benz: Framsækin, þægileg og áreiðanleg.

Yfirlit yfir hleðslu


Hleðsla hjá Mercedes-Benz: Framsækin, þægileg og áreiðanleg.

Myndbandið sýnir hleðslumöguleika fyrir Mercedes-Benz EQ-bíla.
Das Video zeigt die Lademöglichkeiten für Mercedes-Benz EQ Fahrzeuge auf.
Spila aftur

Akstur rafbíla ætti að vera einfaldur, snöggur og þægilegur. En fyrst og fremst: tiltækur beint og milliliðalaust. Það sem þarf eru alhliða lausnir sem veita gott aðgengi að innviðum fyrir hleðslu eða gera kleift að hlaða heima. Hvernig það virkar nákvæmlega sérðu í myndbandinu okkar.

Hleðsla í heimahúsi


Það er einfalt og þægilegt að hlaða heima.

Nýttu tímann vel á meðan rafbíllinn stendur í bílskúrnum eða á bílastæðinu.
Með aðeins einu handtaki geturðu hlaðið rafbílinn á einfaldan og þægilegan hátt: Með Mercedes-Benz Wallbox Home, nettengdu vegghleðslustöðinni innogy eBox professional eða með staðlaðri hleðslusnúru í venjulegri heimilisinnstungu. Kosturinn: Rafhlaðan er alltaf fullhlaðin að morgni og þú ert því sveigjanlegri og óháðari hleðslumöguleikum yfir daginn.

Hleðsla í heimahúsi


Það er einfalt og þægilegt að hlaða heima.

Nýttu tímann vel á meðan rafbíllinn stendur í bílskúrnum eða á bílastæðinu.
Með aðeins einu handtaki geturðu hlaðið rafbílinn á einfaldan og þægilegan hátt: Með Mercedes-Benz Wallbox Home, nettengdu vegghleðslustöðinni innogy eBox professional eða með staðlaðri hleðslusnúru í venjulegri heimilisinnstungu. Kosturinn: Rafhlaðan er alltaf fullhlaðin að morgni og þú ert því sveigjanlegri og óháðari hleðslumöguleikum yfir daginn.

Myndin sýnir Mercedes-Benz EQC sem verið er að hlaða í Mercedes-Benz Wallbox Home.

Hlaðið með Mercedes-Benz Wallbox Home

Myndin sýnir Mercedes-Benz Wallbox Home.

- Fljótlegt: Með Mercedes-Benz Wallbox Home er til dæmis hægt að hlaða nýja EQC allt að þrisvar sinnum hraðar en í venjulegri heimilisinnstungu.
- Gagnsætt: Tengdu rafbílinn þinn frá Mercedes-Benz einfaldlega við Mercedes-Benz Wallbox Home – marglitar ljósdíóðurnar sýna þér stöðuna hverju sinni.
- Samhæft: Hægt er að nota áfestu hleðslusnúruna (af gerð 2) með öllum gerðum Mercedes-Benz- og smart-rafbíla sem og með rafbílum frá öðrum framleiðendum sem eru með hleðslutengi af gerð 2.

Hleðsla með innogy eBox professional

Myndin sýnir innogy eBox professional.

- Fljótlegt: Margfalt hraðari hleðsla en í venjulegri heimilisinnstungu.
- Öruggt: Hægt er að opna fyrir notkun með appi í snjallsíma eða RFID-korti.
- Nettengt: Hægt er að hafa umsjón með notendum í appinu og fylgjast með hleðslu og kostnaði.

EQC 400 4MATIC: Raforkunotkun í blönduðum akstri: XXX kWh/100 km; CO2-losun í blönduðum akstri: 0 g/km.[1]

Þjónusta fyrir uppsetningu á vegghleðslustöð

Myndin sýnir Mercedes-Benz með opna ökumannshurð og starfsmann uppsetningarþjónustu.

Þjónusta fyrir uppsetningu á vegghleðslustöð

Hjá uppsetningarþjónustu samstarfsaðila okkar í hverju landi færðu faglega aðstoð við að setja upp hleðslulausn fyrir heimili þitt. Þeir kanna hvort hægt er að setja upp vegghleðslustöð heima hjá þér og hvaða ráðstafanir þarf að gera.

Með forathuguninni fyrir Mercedes-Benz-vegghleðslustöð getur þú kannað strax hversu vel þú ert búin(n) undir að hlaða bílinn heima hjá þér.

Hlaðið með heimilisinnstungu


Sjálfsagður hleðslumöguleiki fyrir heimili.

Hlaðið með heimilisinnstungu


Sjálfsagður hleðslumöguleiki fyrir heimili.

Hlaðið með heimilisinnstungu.

Myndin sýnir hleðslusnúru Mercedes-Benz EQC.

Hlaðið með heimilisinnstungu.

Ódýrasta leiðin til að hlaða Mercedes-Benz-bílinn þinn. Og um leið kostur í stað vegghleðslustöðvar í þeim tilvikum þar sem hleðslutíminn skiptir minna máli eða vegghleðslustöðin er þegar í notkun. Eða ef þú ert einfaldlega ekki alveg viss um að það borgi sig virkilega fyrir þig að fjárfesta í vegghleðslustöð.

Hlaðið á ferðinni


Hlaðið fljótt og auðveldlega á ferðinni.

Sístækkandi net almennra hleðslustöðva gerir að verkum að þú getur hlaðið á einfaldan og sveigjanlegan hátt þegar þú ert á ferðinni – hvort sem er í borg, hjá stórverslunum eða úti á þjóðvegum.

Hlaðið á ferðinni


Hlaðið fljótt og auðveldlega á ferðinni.

Sístækkandi net almennra hleðslustöðva gerir að verkum að þú getur hlaðið á einfaldan og sveigjanlegan hátt þegar þú ert á ferðinni – hvort sem er í borg, hjá stórverslunum eða úti á þjóðvegum.

Myndin sýnir hvernig hleðsla fer fram á almennri hleðslustöð.
Myndin sýnir hvernig Mercedes-Benz EQC er hlaðinn á IONITY-hleðslustöð.

EQC 400 4MATIC: Raforkunotkun í blönduðum akstri: XXX kWh/100 km; CO2-losun í blönduðum akstri: 0 g/km.[1]

Mercedes me Charge


Skráðu þig einu sinni. Hladdu bílinn hvar sem er. Með Mercedes me Charge.

Mercedes me Charge


Skráðu þig einu sinni. Hladdu bílinn hvar sem er. Með Mercedes me Charge.

Á myndinni er Mercedes me Charge-kort fyrir framan IONITY-hraðhleðslustöð.

Með Mercedes me Charge* færðu aðgang að fjölmörgum almennum hleðslustöðvum um alla Evrópu, meðal annars í borgum, hjá verslunarmiðstöðvum, hótelum eða vegasjoppum. Í Mercedes me-appinu geturðu meðal annars séð nákvæma staðsetningu, laus pláss og verð hjá tilteknum hleðslustöðvum. Leiðsögukerfinu í bílnum er einnig séð fyrir upplýsingum um hleðslustöðvar og getur tekið tillit til þeirra við akstursleiðsögn. Hjá hleðslustöðinni fer sannvottun notanda fram í gegnum skjámynd í MBUX-margmiðlunarkerfinu, með Mercedes me-appinu eða Mercedes me Charge-hleðslukortinu. Allt annað gengur sjálfkrafa í gegn með Mercedes me Charge. Einn samningur og eitt reikningsuppgjör fyrir hvert svæði. Utan Evrópu er Mercedes me Charge meðal annars í boði í Bandaríkjunum og í Kína.

* Til þess að geta notað þjónustuna Mercedes me Charge ásamt IONITY þarf að skrá sig í Mercedes me-vefgáttinni og samþykkja notkunarskilmála Mercedes me connect-þjónustunnar. Einnig þarf að ganga frá frekari skráningu í Mercedes me Charge User Portal, færa inn greiðsluupplýsingar og tengja viðkomandi bíl við notandareikninginn. Sem stendur er framboð á löggildum hleðslu- og greiðslulausnum ekki tryggt alls staðar í Þýskalandi. Í einstaka tilvikum getur það meðal annars leitt til frávika í hleðslu- og reikningsupphæð hjá þjónustuaðila. Ef spurningar vakna má snúa sér til Digital Charging Solutions GmbH.

Rekstraraðilar bílaflota


Sérsniðnar hleðslulausnir fyrir rekstraraðila bílaflota.

Sérsniðnar hleðslulausnir fyrir rekstraraðila bílaflota: Allt frá innviðum fyrir hleðslu á vinnustaðnum til hleðslu heima hjá ökumönnum og á almennum hleðslustöðvum.

Rekstraraðilar bílaflota


Sérsniðnar hleðslulausnir fyrir rekstraraðila bílaflota.

Sérsniðnar hleðslulausnir fyrir rekstraraðila bílaflota: Allt frá innviðum fyrir hleðslu á vinnustaðnum til hleðslu heima hjá ökumönnum og á almennum hleðslustöðvum.

Þjónusta fyrir rekstraraðila bílaflota.

Myndin sýnir hleðslusnúru Mercedes-Benz EQC.

Þjónusta fyrir rekstraraðila bílaflota.

Við bjóðum fyrirtækjum og öðrum rekstraraðilum bílaflota af öllum stærðum og gerðum ekki aðeins upp á rétta bílinn, heldur einnig upp á réttu hleðslulausnina með samstarfsaðilum okkar á sviði hleðslulausna fyrir rafknúinn akstur. Í framtíðinni munu hleðslulausnir sem eru sérsniðnar að þörfum rekstraraðila rafbílaflota gegna veigamiklu hlutverki.

 • Einingaskiptar og innbyggðar hleðslulausnir fyrir allar aðstæður – á vinnustaðnum, í heimahúsi og á ferðinni.
 • Með samstarfsaðilum okkar bjóðum við upp á einstaka þjónustu sem felur í sér ráðgjöf og aðstoð sem nær allt frá fyrstu fyrirspurn til áætlanagerðar og uppsetningar á hleðsluinnviðum.
 • Þú hefur ávallt fulla stjórn og yfirsýn yfir innviði, kostnað og notkun.

EQC 400 4MATIC: Raforkunotkun í blönduðum akstri: XXX kWh/100 km; CO2-losun í blönduðum akstri: 0 g/km.[1]

Spurningar og svör


Spurningar og svör.

Rafknúin farartæki eru ferðamáti framtíðarinnar – tekið er skref í átt til nýrrar tækni og hin hefðbundna kvödd. Það vekur fjölmargar spurningar. Nokkrum þeirra svörum við þess vegna hér.

Spurningar og svör


Spurningar og svör.

Rafknúin farartæki eru ferðamáti framtíðarinnar – tekið er skref í átt til nýrrar tækni og hin hefðbundna kvödd. Það vekur fjölmargar spurningar. Nokkrum þeirra svörum við þess vegna hér.

  • Endursöluvirði rafbíls

   Endursöluvirði rafbíls

   Hvernig mun endursöluvirði rafbílsins míns þróast? Munu minnkuð afköst rafhlöðunnar þrýsta verðinu svo mikið niður að það borgar sig ekki að kaupa rafbíl?

   Endursöluvirði bíla frá Mercedes-Benz er yfirleitt hátt. Þetta á einnig við um rafbíla. Rafhlöðuvottun Mercedes-Benz tryggir afkastagetu litíumjóna-háspennurafhlöðunnar bæði í hreinræktuðum rafbílum og tengiltvinnbílum. Það hefur jákvæð áhrif á endursöluvirði.

  • Valkostir við endurvinnslu á rafhlöðum

   Valkostir við endurvinnslu á rafhlöðum

   Minni orkunotkun og losun eru að sjálfsögðu jákvæð fyrir umhverfið. En hvað með endurvinnslu rafhlöðunnar? Ég set jú ekki einu sinni rafhlöðurnar úr sjónvarpsfjarstýringunni einfaldlega beint í ruslið.

   Í rannsóknarverkefninu „LiBRi“ (verkefni um endurvinnslu á litíumjónarafhlöðum) hefur Mercedes-Benz ásamt birgjum og samstarfsaðilum á sviði förgunar þróað nýstárlegar endurvinnsluleiðir sem gera kleift að endurnýta verðmæta íhluti eða innihaldsefni úr þeim. Nánari upplýsingar um umhverfisvottun er að finna á www.mercedes-benz.com, undir efnisatriðinu „Life Cycle“.

  • Samanlögð umhverfisáhrif bíla

   Samanlögð umhverfisáhrif bíla

   Hafa samanlögð umhverfisáhrif bílanna verið metin? Ég er ekki viss um hvort ég ek á umhverfisvænni hátt á rafbíl eða tvinnbíl heldur en á t.d. dísilbíl.

   Það hversu umhverfisvæn notkun bílsins er fer að miklu leyti eftir því hvernig honum er ekið og hvernig hann er hlaðinn. Ef tengiltvinnbíll er til dæmis hlaðinn reglulega eftir stuttar vegalengdir (minna en 30 km) er honum ekið með umhverfisvænni hætti. Einnig hefur það áhrif með hvers konar rafmagni bíllinn er hlaðinn, þ.e.a.s. hvort það er „grænt“ rafmagn eða rafmagn af mismunandi uppruna.

   Almennar hleðslustöðvar fá yfirleitt rafmagn úr grænum orkugjöfum og heimili geta oft gengið frá samningi um kaup á grænni raforku með einföldum hætti á netinu.

  • Læsing á hleðslusnúru

   Læsing á hleðslusnúru

   Ég hleð bílinn minn á bílastæði utandyra. Hvernig get ég tryggt að enginn geti tekið bílinn úr sambandi á nóttunni?

   Á Mercedes-Benz Wallbox Home-vegghleðslustöðinni er hleðslusnúran áfest. Klónni er síðan læst í hleðslutenginu á bílnum.

  • Eignarhaldskostnaður

   Eignarhaldskostnaður

   Hvernig lítur eignarhaldskostnaður í grófum dráttum út fyrir mismunandi orkugjafa í sambærilegum gerðum bíla?

   Sá sem kaupir rafbíl getur reiknað með að verkstæðiskostnaður bílsins verði umtalsvert minni en þegar um bensín- eða dísilbíl er að ræða. Þegar tekin er ákvörðun um kaup má heldur ekki gleyma því að allt eftir raforkuverði getur kostað umtalsvert minna að „fylla á tankinn“ með rafmagni. Í mörgum löndum bætast auk þess við niðurgreiðslur og skattaívilnanir eða að aksturstakmarkanir eða veggjöld falla niður.

  • Skilyrði fyrir uppsetningu vegghleðslustöðvar

   Skilyrði fyrir uppsetningu vegghleðslustöðvar

   Hvaða skilyrði þurfa að vera uppfyllt fyrir vegghleðslustöð á heimilum eða vinnustöðum?

   Það er næstum því jafneinfalt að setja Mercedes-Benz-vegghleðslustöðina upp og að hlaða bílinn.
   Með samstarfsaðilum okkar bjóðum við upp á einfalda og fljótlega uppsetningu Mercedes-Benz-vegghleðslustöðva sem og faglega ráðgjöf um allt sem snýr að rafknúnum akstri.

  Route Calculator


  Fyrsti reynsluaksturinn þinn í sýndarveruleika.

  Notaðu reiknivélina til að prófa rafknúinn akstur á leið að eigin vali.

  Route Calculator


  Fyrsti reynsluaksturinn þinn í sýndarveruleika.

  Notaðu reiknivélina til að prófa rafknúinn akstur á leið að eigin vali.

  Reiknað er út hversu langt þú getur ekið á nýorkubíl frá Mercedes-Benz út frá almennu meðaltali.

  Kveikti þetta áhuga hjá þér?

  Sæktu þá EQ Ready-appið í App Store þér að kostnaðarlausu. Þannig geturðu ekki einungis komist að því hvort þú sért nú þegar tilbúin(n) fyrir rafknúinn akstur, heldur einnig hvaða bíll myndi henta þér best.

    Vinsamlegast veldu upphafs- og áfangastað í valmynd

    Velja gerð

    Velja

     Velja ökutæki

     Hitastig

     Hleður inn

     Endurreikna

     Útreikningur tókst ekki, vinsamlegast reyndu aftur.

     Drægi Hlaða
     Þysja inn
     Yfirlit
     • No entries

     Rhein-Main Parkhaus Frankfurt

     Rainmundstraße 100
     60320 Frankfurt am Main

     3 Hleðslustöðvar
     23 km Vegalengd
     Opnunartími
     Open 24 hours a day
     Not open all hours
     Tegund hleðslu
     1 x Typ 2 22 kW
     1 x Schukostecker 3,7 kW
     1 x CCS 2 50 kW
     1 x CCS 1 50 kW
     1 x CHAdeMO 50 kW
     1 x unknown 50 kW
     Payment methods
     Abonnament
     Umboðsaðili
     RWE eRoaming

     5

     Hleðslustaðir

     66 %

     Rafhlöðunotkun

      

     Eldsneyti tekur við þegar rafmagn klárast á Plug-in hybrid ökutækjum

     87 km

     Drægi

     87 km

     Distance covered

     234 km

     Remaining range

     EQC 400 4MATIC: Raforkunotkun í blönduðum akstri: XXX kWh/100 km; CO2-losun í blönduðum akstri: 0 g/km.(1)
     Mercedes-Benz S 560 e: Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri: X,X-X,X l/100 km, CO2-losun í blönduðum akstri: XX-XX g/km, raforkunotkun í blönduðum akstri: XX,X-XX,X kWh/100 km.(2)
     Mercedes-Benz E 300 de Saloon: Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri: X,X l/100 km, CO2-losun í blönduðum akstri: XX g/km, raforkunotkun í blönduðum akstri: XX,X kWh/100 km.(2)
     Mercedes-Benz E 300 de Estate: Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri: X,X l/100 km, CO2-losun í blönduðum akstri: XX g/km, raforkunotkun í blönduðum akstri: XX,X kWh/100 km.(2)