Hleðsla á ferðinni á sífellt fleiri almennum hleðslustöðvum

Myndin sýnir Mercedes-Benz EQC frá hlið.

Hleðsla á ferðinni á sífellt fleiri almennum hleðslustöðvum

Hvert sem leiðin liggur: Þú getur hlaðið bílinn þinn á fjölda almennra AC-hleðslustöðva (með riðstraumi) eða á sérstökum DC-hraðhleðslustöðvum (með jafnstraumi) eins og IONITY.

Innanbæjar standa þér nú þegar til boða fjölmargar slíkar almennar hleðslustöðvar. Hvort sem er í bílastæðahúsum, á bílastæðum stórmarkaða eða á bílastæðum meðfram götunni. Þessar hleðslustöðvar bjóða upp á allt að 50 kW hleðsluafl og geta þannig hlaðið bílinn á skömmum tíma.
Á langferðum nýtur þú góðs af þéttriðnu hleðsluneti meðfram hraðbrautum og þjóðvegum. Með tiltæku hleðsluafli upp á allt að 350 kW þarftu ekki lengur að gera ráð fyrir löngum hleðslustoppum.

Finndu fljótlegustu akstursleiðina með hleðslustoppum

Myndin sýnir margmiðlunarskjáinn í Mercedes-Benz EQC.

Finndu fljótlegustu akstursleiðina með hleðslustoppum

Með akstursleiðsögn með Electric Intelligence eru langferðir á rafbílnum ekkert mál. Kerfið finnur bestu akstursleiðina út frá þáttum á borð við hleðslustöðu, veður og umferðarskilyrði – með hleðslustoppum, ef þess þarf. Hraðhleðslustöðvar eru þá settar í forgang til þess að hafa hleðslustoppin eins stutt og kostur er. Þegar komið er á hleðslustöðina færðu upplýsingar um nauðsynlegan hleðslutíma og færð síðan tilkynningu í Mercedes me-appinu um leið og hleðslan nægir til þess að halda förinni áfram – svo þú komist hratt og vel á leiðarenda. 

Skráðu þig einu sinni. Hladdu bílinn hvar sem er. Með Mercedes me Charge

Myndin sýnir Mercedes-Benz EQC frá hlið að framan.
Myndbandið sýnir hvernig hægt er að nota Mercedes me Charge-kortið.
Spila aftur

Skráðu þig einu sinni. Hladdu bílinn hvar sem er. Með Mercedes me Charge

Með Mercedes me Charge þarftu aðeins að gera einn samning til að fá aðgang að fjölmörgum almennum hleðslustöðvum um alla Evrópu, meðal annars í borgum, hjá verslunarmiðstöðvum, hótelum eða vegasjoppum. Mercedes me-appið sýnir nákvæma staðsetningu, laus pláss og verð hjá tilteknum hleðslustöðvum. Þessar upplýsingar eru einnig aðgengilegar í leiðsögukerfi rafbílsins og akstursleiðsögnin með Electric Intelligence notar þær til að reikna út þægilegar og fljótlegar akstursleiðir með hleðslustoppum. Hjá hleðslustöðinni fer sannvottun notanda fram í gegnum skjámynd í MBUX-margmiðlunarkerfinu, með Mercedes me-appinu eða Mercedes me Charge-hleðslukortinu. Allt annað gengur sjálfkrafa í gegn með Mercedes me Charge.  

Hvaða kosti býður IONITY upp á?

Myndin sýnir hvernig Mercedes-Benz EQC er hlaðinn á IONITY-hleðslustöð.

Hvaða kosti býður IONITY upp á?

IONITY er fyrirtæki um sameiginlegt verkefni (e. joint venture) bílaframleiðendanna Daimler AG, BMW Group, Ford Motor Company, Audi og Porsche. Það var stofnað til að byggja upp net áreiðanlegra og afkastamikilla hraðhleðslustöðva meðfram helstu umferðaræðum í Evrópu. Með hleðsluafli upp á allt að 350 kW bjóða stöðvarnar upp á fljótlegustu hleðslu sem völ er á. Og það besta er: allar IONITY-hleðslustöðvarnar eru að fullu samþættar við Mercedes me Charge og fer aðgangsstjórnun og greiðsla því fram með sama einfalda hætti og venjulega í Mercedes me Charge.

Á IONITY-hleðslustöðvum greiðir þú sama verð fyrir rafmagnið og á heimilum: Við notkun með Mercedes me Charge njóta EQC-viðskiptavinir góðs af hagstæðum kjörum, eða aðeins X,XX € fyrir hverja kílóvattstund í hleðslu. Þannig gerir IONITY kleift að njóta kosta rafknúins aksturs á lengri leiðum.

Spurningar og svör

 • Hvernig finn ég hleðslustöð?


  Þú getur fundið hleðslustöðvar á einfaldan hátt í MBUX-margmiðlunarkerfinu eða í Mercedes me-appinu. Ábending: Notaðu akstursleiðsögn með Electric Intelligence.
  Snjallt reiknirit stingur upp á hleðslustoppum til að þú komist sem fyrst á leiðarenda.

   

   

 • Hvernig hleð ég á almennri hleðslustöð?


  Þú færð aðgang að hleðslustöðinni með Mercedes me Charge, einfaldlega í gegnum MBUX-margmiðlunarkerfið, Mercedes me-appið eða með Mercedes me Charge-hleðslukortinu. Til að byrja að hlaða fylgirðu leiðbeiningunum á hleðslustöðinni.

   

   

 • Hverjir eru kostirnir við Mercedes me Charge?


  Með Mercedes me Charge nýtur þú góðs af hámarksþægindum og miklum sveigjanleika. Þú getur hlaðið bílinn á fjölda almennra hleðslustöðva og hefur alltaf góða yfirsýn yfir kostnað. Ef þú skráir þig færðu aðgang að öllum þjónustuaðilum í Mercedes me Charge-hleðslunetinu. Mercedes me Charge býður upp á miðlægt uppgjör og yfirlit yfir kostnað.


   

 • Fyrir hvaða bíla er Mercedes me Charge í boði?


  Mercedes me Charge er í boði fyrir Mercedes-Benz-rafbíla af gerðinni EQ sem og í tilteknum tengiltvinnbílum. Upplýsingar um framboð fást hjá söluaðilum EQ.


   

 • Hvernig get ég notað Mercedes me Charge-þjónustuna?


  Til þess að nota þjónustuna þarftu að virkja Mercedes me-reikninginn þinn. Í næsta skrefi velur þú síðan bíl og virkjar þjónustuna Mercedes me Charge í þjónustuyfirlitinu. Því næst gengur þú frá Mercedes Me Charge-hleðslusamningi. Þá getur þú byrjað að hlaða bílinn með appi, MBUX-margmiðlunarkerfinu eða með Mercedes me Charge RFID-korti beint á hleðslustöðinni. Hægt er að horfa á myndband með leiðbeiningum um hvernig skráningin gengur fyrir sig í Mercedes me-appinu og í stafrænu handbókinni fyrir bílinn.