Nýr GLC  - nýtt útlit og aukið drægi

Nýr GLC.

Við frumsýnum nýja Mercedes-Benz GLC á laugardaginn milli kl. 12 og 16.

Komdu og kynntu þér nýja GLC.
Við hlökkum til að sjá þig.

GLC er nú fáanlegur í tengiltvinnútfærslu og nýju útliti að utan sem innan. Rafhlaðan er stærri en áður og er drægið nú allt að 50 km á hreinu rafmagni. Sportlegir stuðarar og sterklegt útlit einkennir GLC og ný LED aðalljós gera hann svipsterkari en áður. Stjórnrýmið er nýstárlegt, með stórum háskerpuskjá og hinu margrómaða MBUX margmiðlunarkerfi. GLC er hæfileikabúnt sem kann vel við sig á Íslandi í krefjandi aðstæðum. Hann greinir veginn vel, ójöfnur og krappar beygjur og hið einstaka 4MATIC fjórhjóladrif gerir aksturinn enn ánægjulegri.

Nýr GLS – aukin þægindi og lúxus

Nýr GLS.

Við frumsýnum nýja Mercedes-Benz GLS á laugardaginn milli kl. 12 og 16.

Komdu og kynntu þér nýja GLS.
Við hlökkum til að sjá þig.

GLS býður upp á meiri þægindi, fullkomnari tæknibúnað og meiri lúxus. Í GLS eru sæti fyrir 7 manns og hægt er að stilla sætin eftir fjölda farþega og farangursmagni sem býður upp á allt að 2.400 lítra farangursrými. Níu gíra sjálfskiptingin, 9G-TRONIC, er skilvirk, þægileg, snörp og dregur úr eldsneytisnotkun þegar við á og fullkomin loftpúðafjöðrun bregst alltaf hárrétt við ólíkum aðstæðum. Hið lærdómsfúsa MBUX-margmiðlunarkerfi lagar sig að venjum þínum og gerir hvern akstur að ánægjustund með þrívíðri grafík, snertiskjá og raddstýringu.