Hápunktar


Fjórir bókstafir. Ótal kostir.

MBUX sýnir þér nýjan heim upplýsinga og afþreyingar. Aðgengileg og þægileg stjórnun með raddskipunum, snertingu eða bendingum. Fellur fullkomlega að stafrænni tilveru þinni og hægt að sérsníða með mismunandi birtingarmátum. MBUX verður auk þess enn betra með hverri ferð, því kerfið lærir og lagar sig sífellt betur að þörfum ökumannsins.

Hápunktar


Fjórir bókstafir. Ótal kostir.

MBUX sýnir þér nýjan heim upplýsinga og afþreyingar. Aðgengileg og þægileg stjórnun með raddskipunum, snertingu eða bendingum. Fellur fullkomlega að stafrænni tilveru þinni og hægt að sérsníða með mismunandi birtingarmátum. MBUX verður auk þess enn betra með hverri ferð, því kerfið lærir og lagar sig sífellt betur að þörfum ökumannsins.

Myndin sýnir Mercedes-Benz GLC SUV.
Myndbandið sýnir virkni MBUX-margmiðlunarkerfisins (Mercedes-Benz User Experience) í Mercedes-Benz GLC SUV.
Spila aftur

Að loknum frágangi á efni er mögulegt að breytingar hafi verið gerðar á vörunni.

Persónusnið


Þannig verður MBUX að persónulegri upplifun.

Persónusnið


Þannig verður MBUX að persónulegri upplifun.

  Þemu

  Myndin sýnir skjá Mercedes-Benz CLA Coupé.

  Með þemum er hægt að velja stemningu fyrir bílinn með einum hnappi. Framsetningin á mælaborði og margmiðlunarskjá breytist til samræmis, sem og lýsingin og akstursstillingin. Og það besta er: Þú getur einnig sett saman þemu eftir eigin höfði.

  User Action Prediction

  Myndin sýnir eiginleikann User Action Prediction í Mercedes-Benz User Experience.

  MBUX gerir bílinn þinn að öflugum förunaut. Á hverjum degi lærir kerfið meira og þá aðallega að þekkja ökumanninn aðeins betur. Það getur munað uppáhaldslögin þín, leiðina í vinnuna og símanúmer sem þú hringir oft í. Ef þú vilt stillir það sjálfkrafa á rétta útvarpsstöð og ef það er umferðarteppa á venjulegu leiðinni stingur það upp á fljótlegri leið. Alveg af sjálfu sér, ef þú vilt.

  Birtingarmátar

  Myndin sýnir skjá Mercedes-Benz GLE SUV með MBUX.

  Þú getur stillt hönnun og heildaryfirbragð Widescreen-stjórnrýmisins eins og þú vilt hafa það. Hægt er að velja úr fjórum mismunandi birtingarmátum: „Classic“, „Sport“, „Progressive“ og „Subtle“. Valinn stíll mótar andrúmsloftið í innanrýminu sérlega mikið þegar valfrjálsa stemningslýsingin er einnig til staðar.

  Stjórnkerfi


  Allt fylgir raddskipunum, snertingum eða bendingum þínum.

  Stjórnkerfi


  Allt fylgir raddskipunum, snertingum eða bendingum þínum.

   Raddstýringarkerfið LINGUATRONIC

   Myndin sýnir innanrými GLE SUV með raddstýringarkerfinu LINGUATRONIC.

   Með valfrjálsa raddstýringarkerfinu LINGUATRONIC skilur bíllinn þinn mælt mál. Og miklu meira en það: Hann skilur þig, án þess að þurfa fyrst að læra fyrirmæli. Og talar við þig. Viltu láta bílinn lesa upp, skrifa og senda SMS-skilaboð? Ekkert mál. Hann athugar veðrið á áfangastað fyrir þig (aðeins með Mercedes me-þjónustu), skiptir um útvarpsstöð eða fer með þig fljótlegustu leiðina heim. Þú þarft aðeins að segja tvö orð: „Hey Mercedes“. Og bíllinn leggur strax við hlustir.

   MBUX-innanrýmisaðstoð

   Myndin sýnir MBUX-innanrýmisaðstoðina.

   Njóttu snertilausrar stjórnunar: Þetta nýstárlega kerfi greinir og les úr hreyfingum handa og handleggja. Þannig er hægt að framkvæma tilteknar aðgerðir bókstaflega með einu handtaki. Kerfið greinir á milli ökumanns og farþega – svo tryggt sé að hver og einn stjórni réttum valmyndum.

   Snertistjórnun

   Myndin sýnir innanrými GLE SUV með snertistjórnun.

   MBUX gefur notandanum mesta frelsið til að stjórna öllum eiginleikum á þann hátt sem honum finnst þægilegast. Bíllinn er fáanlegur með snertiskjá og í miðstokkinum er snertiflötur sem bregst við skipunum með einum eða fleiri fingrum sem og handskrift. Þar að auki er hægt að stjórna skjánum með snertihnöppunum í stýrinu.

   Skjáir og tengimöguleikar


   Allt frá framrúðunni til aftursætisins: MBUX er alls staðar.

   Skjáir og tengimöguleikar


   Allt frá framrúðunni til aftursætisins: MBUX er alls staðar.

    Head-up-Display

    Myndin sýnir innanrými Mercedes-Benz GLE SUV með Head-up-Display.

    Besta útsýnið fyrir sportlega akstursgleði og örugga tilfinningu undir stýri: Head-up-Display breytir framrúðunni í heillandi stafrænt stjórnrými. Þannig ertu alltaf með mikilvægar upplýsingar í beinni sjónlínu. Öll þín athygli er á götunni og því sem er að gerast í umferðinni.

    MBUX-afþreyingarkerfi fyrir aftursæti

    Myndin sýnir innanrými Mercedes-Benz GLS SUV með MBUX-afþreyingarkerfi fyrir aftursæti.

    MBUX-afþreyingarkerfið fyrir aftursæti breytir aftursætinu í spennandi upplifun og framúrskarandi vinnuumhverfi. Hér getur þú nýtt ferðatímann eins og þér hentar – með afþreyingu eða til að ganga frá mikilvægum verkefnum. Háskerpusnertiskjáir bjóða upp á beinan aðgang að internetinu, síma, margmiðlunar- og leiðsögukerfi.

    MBUX-viðbótarveruleiki fyrir leiðsögukerfi

    Myndin sýnir innanrými Mercedes-Benz CLA Shooting Brake með MBUX-viðbótarveruleika fyrir leiðsögukerfi.

    Svo þú getir bjargað þér í flóknum aðstæðum í umferðinni tengir MBUX-viðbótarveruleiki fyrir leiðsögukerfi sýndarheiminn og þann raunverulega saman. Tæknin blandar myndrænum leiðsögu- og umferðarupplýsingum inn í lifandi myndir. Þannig kemstu fljótt, örugglega og afslappað á áfangastað.

    Þráðlaus hleðsla

    Myndin sýnir hvernig þráðlaus hleðsla með Mercedes-Benz User Experience gengur fyrir sig.

    Aksturstími breytist í hleðslutíma – snjallsíminn er innan seilingar á sínum stað í miðstokknum þar sem hann er hlaðinn þráðlaust. Hægt er að hlaða samhæfa snjallsíma þráðlaust, óháð gerð og framleiðanda.

    Tenging fyrir snjallsíma

    Myndin sýnir tengingu fyrir snjallsíma með Mercedes-Benz User Experience.

    Snjallsímatengingin tengir farsímann við margmiðlunarkerfið í gegnum Apple® CarPlay® og Android Auto®. Þannig færðu þægilegan aðgang að helstu forritum snjallsímans þíns. Þú getur einnig notað forrit frá þriðju aðilum eins og Spotify á fljótlegan og einfaldan hátt.

    Frekari virkni MBUX

    Mercedes-Benz User Experience: MBUX Innovation-pakki

    Tengstu bílnum nánar – og gerðu hann að þínum. Því eiginleikar MBUX-kerfisins laga sig að þér. Þú segir einfaldlega „Hey Mercedes“ og þá hlustar MBUX-kerfið eftir því hvað þú vilt. Notendasnið, spáeiginleikar og þráðlaus Wi-Fi-aðgangsstaður skilgreina stafræna nettengingu alveg upp á nýtt.

    Í boði með MBUX


    Mercedes-Benz User Experience er upplifun fyrir öll skilningarvit.

    Í boði með MBUX


    Mercedes-Benz User Experience er upplifun fyrir öll skilningarvit.

    Myndin sýnir innanrými GLB SUV með Mercedes-Benz User Experience.

    Kynntu þér það af eigin raun. Upplýsinga- og afþreyingarkerfið er í boði í sífellt fleiri framleiðsluröðum: allt frá smábílnum A-Class til lúxusjeppans GLS.

    Það er mismunandi eftir bílum hvaða útbúnaður er í boði.