Þægindi.

Tilbúinn í alls kyns ævintýri. Og er samt svo áberandi þægilegur.

Notagildi og þægindi


Þægilegur, rúmgóður og sveigjanlegur.

Njóttu sveigjanleika og láttu fara vel um þig. Hægt er að færa aðra sætaröðina fram og aftur og laga rýmið þannig að þörfum hverju sinni. Með valfrjálsu þriðju sætaröðinni (sem nýtist fyrir farþega sem eru allt að 1,68 metrar á hæð) býður GLB upp á pláss fyrir allt að sjö manns. Loftræsting í sæti og fjöldi annarra þægindaeiginleika sjá til þess að ávallt fari vel um þig.

Notagildi og þægindi


Þægilegur, rúmgóður og sveigjanlegur.

Njóttu sveigjanleika og láttu fara vel um þig. Hægt er að færa aðra sætaröðina fram og aftur og laga rýmið þannig að þörfum hverju sinni. Með valfrjálsu þriðju sætaröðinni (sem nýtist fyrir farþega sem eru allt að 1,68 metrar á hæð) býður GLB upp á pláss fyrir allt að sjö manns. Loftræsting í sæti og fjöldi annarra þægindaeiginleika sjá til þess að ávallt fari vel um þig.

Myndbandið sýnir svipmyndir sem tengjast virkni Mercedes-Benz GLB.
Das Video zeigt Impressionen zum Thema Funktionalität beim Mercedes-Benz GLB.
Spila aftur

  Valfrjáls þriðja sætaröð

  Myndin sýnir valfrjálsu þriðju sætaröðina í Mercedes-Benz GLB.

  Sætaframboð og stærð farangursrýmisins í bílnum þínum er jafn breytilegt og líf þitt er fjölbreytilegt. Með þriðju sætaröðinni, sem setja má upp eða fella niður eftir þörfum, má koma fyrir allt að tveimur farþegum til viðbótar. Nýttu þér sveigjanleikann eftir þörfum – allt eftir því hvort þú ætlar að taka marga farþega eða koma fyrir miklum farangri.

  Stórt og sveigjanlegt farangursrými

  Myndin sýnir farangursrými Mercedes-Benz GLB.

  Þú getur flutt hversdags- og frístundahluti á enn hentugri og öruggari hátt. Farangursrýmispakkinn sameinar aukalega geymslu- og tengingamöguleika á borð við 12 volta innstungu. Bíllinn verður þannig fjölhæfari og getur séð ýmis konar búnaði fyrir rafmagni. Til dæmis er hægt að tengja kælitösku fyrir innkaupin eða ferðalagið.

  HANDS-FREE ACCESS

  Myndin sýnir Mercedes-Benz GLB að aftan með opið farangursrými.

  Með HANDS-FREE ACCESS getur þú komið farangri fyrir og tekið hann úr með lítilli fyrirhöfn: Afturhlerinn opnast og lokast með handfrjálsri stjórnun. Það virkar þannig að skynjari bregst við þegar fæti er sveiflað til undir afturstuðaranum. Það kemur sér sérlega vel þegar maður er klyfjaður innkaupapokum eða hefur ekki lausa hönd til að loka afturhleranum.

  Upphitað stýri

  Myndin sýnir upphitað stýrið í Mercedes-Benz GLB.

  Fyrir ótrúleg þægindi undir stýri – upphitað aðgerðastýrið dekrar við þig með þægilegum yl á köldum dögum. Hendur þínar hlýna hratt og vel þar sem upphitunin í stýrinu er óháð kyndingu bílsins.

  Head-up-Display

  Myndin sýnir Head-up-Display í Mercedes-Benz GLB.

  Besta útsýnið fyrir sportlega akstursgleði og örugga tilfinningu undir stýri: Head-up-Display breytir framrúðunni í heillandi stafrænt stjórnrými. Þannig ertu alltaf með mikilvægar upplýsingar í beinni sjónlínu. Öll þín athygli er á götunni og því sem er að gerast í umferðinni.

  Loftræsting í sæti

  Myndin sýnir rofaborðið til að kveikja á loftræstingu í sæti í Mercedes-Benz GLB.

  Loftræstingin loftræstir framsætin, kælir þau og stjórnar þannig rakastiginu. Í köldu veðri skapar sætishitunin mjög fljótt notalegt hitastig í sessu og sætisbaki. Þú vilt ekki vera án þessara þæginda í sætinu framar.

  Aftursæti sem hægt er að færa fram og aftur

  Myndin sýnir aftursætaröð Mercedes-Benz GLB.

  Með því að færa aftursætin fram eða aftur má breyta stærð farangursrýmisins á augabragði – sem gerir bílinn einstaklega fjölhæfan og sveigjanlegan. Þegar á þarf að halda er hægt að færa aftursætin til um 140 mm og þannig ýmist stækka farangursrýmið eða auka fótarýmið aftur í.

  MBUX


  Eykur möguleikana. Aðgengilegt.

  Með nýja MBUX-margmiðlunarkerfinu ertu alltaf með á nótunum. Það er ekki aðeins leikur einn að stjórna því, heldur má stilla það á fjölbreyttan hátt. Láttu einfaldlega innsæið ráða för.

  MBUX


  Eykur möguleikana. Aðgengilegt.

  Með nýja MBUX-margmiðlunarkerfinu ertu alltaf með á nótunum. Það er ekki aðeins leikur einn að stjórna því, heldur má stilla það á fjölbreyttan hátt. Láttu einfaldlega innsæið ráða för.

  Myndin sýnir Widescreen-stjórnrými Mercedes-Benz GLB.

  Aðgengileg stjórnun

  Myndin sýnir innanrými Mercedes-Benz GLB.

  Þitt er valið – mismunandi möguleikar við stjórnun leiða af sér einu og sömu niðurstöðuna: snertiskjár, stjórnhnappar fyrir margmiðlun, leiðsögukerfi og síma, snertihnappur á stýri, snertiflötur eða raddstýring.

  Sérsníða að eigin óskum

  Myndin sýnir margmiðlunarskjá Mercedes-Benz GLB.

  Með einum hnappi er hægt að kalla fram svokölluð þemu, en þá lagar bíllinn sig að forstilltri og persónulegri stemningu – þetta nær meðal annars til birtingarmáta, loftkælingar, útvarpsstöðvar eða aksturskerfa eins og DYNAMIC SELECT.

  Raddstýringarkerfið LINGUATRONIC

  Myndin sýnir margmiðlunarskjá Mercedes-Benz GLB.

  Hægt er að láta náttúrulega raddstýringu ná einnig til þjónustu Mercedes-Benz á netinu – eins og veðurfrétta eða netútvarps. Hún stjórnar einnig virkni bílsins eins og loftkælingu eða sætishitun.

  Tengimöguleikar


  Tengir heiminn við þig. Og öfugt.

  Svaraðu símtölum, hlustaðu á uppáhaldslögin þín og hladdu snjallsímann þinn um leið þráðlaust með Qi-staðlinum. Í nýja Mercedes-Benz GLB eru möguleikarnir nær ótakmarkaðir.

  Tengimöguleikar


  Tengir heiminn við þig. Og öfugt.

  Svaraðu símtölum, hlustaðu á uppáhaldslögin þín og hladdu snjallsímann þinn um leið þráðlaust með Qi-staðlinum. Í nýja Mercedes-Benz GLB eru möguleikarnir nær ótakmarkaðir.

  Myndin sýnir þráðlausa hleðslu- og tengimöguleika í Mercedes-Benz GLB.

  Þráðlaus hleðsla og tenging

  Nærmynd af tengingu fyrir snjallsíma í Widescreen-stjórnrými Mercedes-Benz GLB.

  Tenging fyrir snjallsíma

  Myndin sýnir stafræna bíllykilinn fyrir Mercedes-Benz GLB.

  Stafrænn bíllykill

  Þægindabúnaðarpakkar


  Þægindabúnaður sem er sniðinn að þér og þínum þörfum.

  Einstök þægindi og ótrúlega sveigjanlegur: Nýi GLB skapar andrúmsloft sem ekkert jafnast á við – og lagar sig algjörlega að þínum óskum.

  Þægindabúnaðarpakkar


  Þægindabúnaður sem er sniðinn að þér og þínum þörfum.

  Einstök þægindi og ótrúlega sveigjanlegur: Nýi GLB skapar andrúmsloft sem ekkert jafnast á við – og lagar sig algjörlega að þínum óskum.

  ENERGIZING-pakki

  Pakkinn tekur saman útbúnað sem notast við framsækið hugvit til þess að fylla þig orku á markvissan hátt.

  ENERGIZING Plus-pakki

  ENERGIZING Plus-pakkinn býður upp á fyrsta flokks þægindi fyrir öll skilningarvit.

  KEYLESS-GO-þægindapakki

  Opnaðu, ræstu og læstu bílnum þínum með því einu að ganga með lykillinn á þér.

  Multicontour-sætapakki

  Pakkinn lagar sætið að þér með því að dæla lofti í eða úr sætishliðum.

  Sætisþægindapakki

  Stillingarmöguleikar pakkans gera þér kleift að finna þá stillingu sem hentar þér best.

  Ljósa- og útsýnispakki

  Ljósa- og útsýnispakkinn bætir yfirsýn með fleiri ljósgjöfum.

  Farangursrýmispakki

  Þú getur flutt hversdags- og frístundahluti á enn hentugri og öruggari hátt.

  Tæknipakki

  Mesta mögulega tæknigeta í pakka.

  Offroad-tæknipakki

  Með Offroad-tæknipakkanum ekur þú af meira öryggi utan vega.

  Þægindaaukabúnaður


  Hámarksþægindi eftir þínu höfði.

  Þægindaaukabúnaður


  Hámarksþægindi eftir þínu höfði.

   Sjálfvirka hita- og loftkælingarkerfið THERMOTRONIC

   Myndin sýnir stjórnborð sjálfvirka hita- og loftkælingarkerfisins THERMOTRONIC í Mercedes-Benz GLB.

   THERMOTRONIC stjórnar hitastiginu á tveimur svæðum. Þannig geta ökumaður og farþegi í framsæti stillt á það hitastig sem hentar hvorum fyrir sig. Ekki þarf að aðlaga stillinguna. því næmir skynjarar greina breyttar aðstæður, eins og sólskin.

   Tenging fyrir snjallsíma

   Myndin sýnir margmiðlunarskjá Mercedes-Benz GLB.

   Snjallsímatengingin tengir farsímann við margmiðlunarkerfið í gegnum Apple® CarPlay® og Android Auto®. Þannig færðu þægilegan aðgang að helstu forritum snjallsímans þíns. Þú getur einnig notað forrit frá þriðju aðilum eins og Spotify á fljótlegan og einfaldan hátt.

   DISTRONIC-hraðastillir með fjarlægðarskynjun

   Myndin sýnir hvernig DISTRONIC-hraðastillirinn með fjarlægðarskynjun virkar.

   Þú vilt helst ekki vera án þessa kerfis, sérstaklega í seigfljótandi umferð og í umferðarteppum. DISTRONIC-hraðastillirinn með fjarlægðarskynjun léttir verulega undir með þér og stjórnar sjálfkrafa fjarlægðinni frá næsta ökutæki á undan. Samfara greiningu á umferðarmerkjum má auðveldlega stilla hraðamörk, sem greind hafa verið, með því að ýta á hnapp.