Hápunktar
Góð stjórn á öllu. Einnig utan alfaraleiðar.
Öryggisbúnaður nýja GLB sér til þess að þú komist yfir alla vegi og vegleysur af öryggi.
Hápunktar
Góð stjórn á öllu. Einnig utan alfaraleiðar.
Öryggisbúnaður nýja GLB sér til þess að þú komist yfir alla vegi og vegleysur af öryggi.

Kynntu þér framsækinn öryggisbúnað nýja GLB nánar.

Offroad-aksturskerfi
Til staðar þegar á þarf að halda: Offroad-aksturskerfið nær fram besta gripinu á túnum og á lausu undirlagi – og lagar aflgjöfina og ABS-kerfið að vegum utan malbiksins.

Akstursaðstoðarpakki
Hvort sem það er til að halda réttri fjarlægð, taka af stað eða vera á miðju akreinar: Akstursaðstoðarpakkinn léttir undir og sameinar fjölmörg aðstoðarkerfi. Svo þú komist af öryggi á áfangastað – í S-Class gæðum.

MULTIBEAM LED
Há ljós án þess að blinda aðra vegfarendur: Það er hægt í GLB með MULTIBEAM LED-ljósakerfinu með 18 LED-ljósum í hverju ljóskeri. Með hnitmiðaðri stjórnun á ljósstyrk mismunandi LED-ljósa
skyggir skynvædd háljósaaðstoð Plus nákvæmlega þau svæði þar sem bíll ekur á móti eða í sömu átt. Auk þess er um borð: borgarljós, þjóðvegalýsing, hraðbrautalýsing, virkt beygju- og sveigjuljós. Þannig hefurðu alltaf yfirsýn.

4MATIC-fjórhjóladrif
Vökulasta fjórhjóladrifið okkar: Stillanlega 4MATIC-fjórhjóladrifið sem má setja á og taka af eftir þörfum eykur torfærueiginleika nýja GLB og veitir mikla akstursgetu.