Öryggi.

Nýi GLB hugsar ekki aðeins um núið, heldur fram í tímann líka.

Hápunktar


Góð stjórn á öllu. Einnig utan alfaraleiðar.

Öryggisbúnaður nýja GLB sér til þess að þú komist yfir alla vegi og vegleysur af öryggi.

Hápunktar


Góð stjórn á öllu. Einnig utan alfaraleiðar.

Öryggisbúnaður nýja GLB sér til þess að þú komist yfir alla vegi og vegleysur af öryggi.

Kynntu þér framsækinn öryggisbúnað nýja GLB nánar.

Offroad-aksturskerfi

Til staðar þegar á þarf að halda: Offroad-aksturskerfið nær fram besta gripinu á túnum og á lausu undirlagi – og lagar aflgjöfina og ABS-kerfið að vegum utan malbiksins.

Akstursaðstoðarpakki

Hvort sem það er til að halda réttri fjarlægð, taka af stað eða vera á miðju akreinar: Akstursaðstoðarpakkinn léttir undir og sameinar fjölmörg aðstoðarkerfi. Svo þú komist af öryggi á áfangastað – í S-Class gæðum.

MULTIBEAM LED

Há ljós án þess að blinda aðra vegfarendur: Það er hægt í GLB með MULTIBEAM LED-ljósakerfinu með 18 LED-ljósum í hverju ljóskeri. Með hnitmiðaðri stjórnun á ljósstyrk mismunandi LED-ljósa

skyggir skynvædd háljósaaðstoð Plus nákvæmlega þau svæði þar sem bíll ekur á móti eða í sömu átt. Auk þess er um borð: borgarljós, þjóðvegalýsing, hraðbrautalýsing, virkt beygju- og sveigjuljós. Þannig hefurðu alltaf yfirsýn.

4MATIC-fjórhjóladrif

Vökulasta fjórhjóladrifið okkar: Stillanlega 4MATIC-fjórhjóladrifið sem má setja á og taka af eftir þörfum eykur torfærueiginleika nýja GLB og veitir mikla akstursgetu.

Aðstoðarkerfi


Framúrskarandi öryggi með Mercedes-Benz Intelligent Drive-kerfum.

Hvort sem það er á ferðinni á álagstímum, við langan næturakstur eða á vegum sem þú þekkir ekki – GLB léttir undir með þér svo um munar. Að baki býr hugmyndin um að sérhver ferð í Mercedes-Benz verði örugg og einstök: Mercedes-Benz Intelligent Drive. Því tíminn sem þú ert undir stýri er þinn tími. Tími til að slaka á. Tími til að safna orku. Svo að þú komist á áfangastað með öruggum en einnig afslöppuðum hætti.

Aðstoðarkerfi


Framúrskarandi öryggi með Mercedes-Benz Intelligent Drive-kerfum.

Hvort sem það er á ferðinni á álagstímum, við langan næturakstur eða á vegum sem þú þekkir ekki – GLB léttir undir með þér svo um munar. Að baki býr hugmyndin um að sérhver ferð í Mercedes-Benz verði örugg og einstök: Mercedes-Benz Intelligent Drive. Því tíminn sem þú ert undir stýri er þinn tími. Tími til að slaka á. Tími til að safna orku. Svo að þú komist á áfangastað með öruggum en einnig afslöppuðum hætti.

Myndin sýnir mælaborð Mercedes-Benz GLB.

Akstursaðstoð og öryggi

Myndin sýnir framsetningu 360° myndavélarinnar á margmiðlunarskjá Mercedes-Benz GLB.

Lagt í stæði

Myndin sýnir Mercedes-Benz GLB að framan.

Ljós og skyggni

Myndin sýnir þægindaundirvagn Mercedes-Benz GLB.

Fjöðrun

Öryggisbúnaðarpakkar


Allt sem gerir GLB enn öruggari.

Sterkbyggður og með góða stjórn: GLB notar alhliða öryggisbúnaðarpakka sína til að tryggja að þú komist örugglega á áfangastað.

Öryggisbúnaðarpakkar


Allt sem gerir GLB enn öruggari.

Sterkbyggður og með góða stjórn: GLB notar alhliða öryggisbúnaðarpakka sína til að tryggja að þú komist örugglega á áfangastað.

Bílastæðapakki með 360° myndavél

Pakkinn aðstoðar þig við að finna bílastæði, fara í og úr stæði og bakka.

Bílastæðapakki með bakkmyndavél

Með þessum pakka ferðu líka létt með að leggja í þröng stæði.

Akstursaðstoðarpakki

Búðu þig undir sjálfvirkan akstur.

Speglapakki

Hægt er að fella hliðarspeglana að bílnum rafdrifið og gera bílinn þannig mjórri.

Þjófavarnarpakki

Þjófavarnarpakkinn tvinnar saman mismunandi öryggisbúnað.