- Hápunktar bílsins
- Hönnun ytra byrðis
- Hönnun innanrýmis
- AMG-útbúnaður
- Afköst
- Sérsniðsstillingar

Mercedes-AMG A-Class.
Mercedes-AMG A-Class.
Instant Wow.
Hápunktar bílsins
Instant Pole Position.
Hápunktar bílsins
Instant Pole Position.

Ytra byrði

Innanrými

Afköst
Hönnun ytra byrðis
Instant Yeaaaaah!
Hönnun ytra byrðis
Instant Yeaaaaah!
-
Mercedes-AMG A 35 4MATIC
Sérstakt AMG-grill, framsvunta með loftraufum á loftinntökum, loftkljúfur að framan og skraut úr silfurkrómi senda skýr skilaboð: Mercedes-AMG. Einnig einkennandi fyrir AMG: Valfrjálsar 48,3 cm (19 tommu) felgur með fjölarma hönnun og AMG-sílsalistar. Það er ekki bara útlitið sem er tær yfirlýsing.
Spila afturDeila myndbandi Deila myndAMG-framsvunta
Á ytra byrði Mercedes-AMG A 35 4MATIC eru frekari atriði sem láta hann skera sig úr:
- AMG-grill og AMG-áletrun
- Framsvunta með sérstökum loftraufum á ytri loftinntökum
- Loftkljúfur að framan og silfurkrómað skraut á rimlum í ytri loftinntökumAMG-aftursvunta
Áberandi AMG-aftursvuntan með útliti loftdreifis og fjórum lóðréttum blöðum og tvö sívöl, krómuð púströr með 90 millimetra þvermáli gefa bílnum eftirminnilegan svip.
48,3 cm (19 tommu) AMG-álfelgur með fjölarma hönnun
48,3 cm (19 tommu) AMG-álfelgur með fjölarma hönnun, svartlakkaðar og gljáfægðar með 235/35 R19 á 8 J x 19 ET 40.
-
Mercedes-AMG A 45 4MATIC+ og Mercedes-AMG A 45 S 4MATIC+
Í forystu: Áberandi sportleg hönnunin sker Mercedes-AMG A 45-gerðirnar greinilega frá Mercedes-AMG A 35 4MATIC og AMG Line. Sjálfstæð framsvuntan og AMG-grillið sem og vélarhlífin með aflhvelfingum gefa bílnum svip sem sker sig greinilega frá Mercedes-AMG A 45-gerðunum. Frambrettin eru mun breiðari en á Mercedes-AMG A 35 4MATIC og gefa fyrirheit um skemmtilegan akstur.
Spila afturDeila myndbandi Deila myndKraftmikill baksvipur
Á sportlega breiðum afturhlutanum grípa tvö tvöföld púströr einnig augað með 82 mm þvermáli (á Mercedes-AMG A 45 4MATIC+) og 90 mm þvermáli (á Mercedes-AMG A 45 S 4MATIC+). Alveg eins og sérstakur loftdreifirinn með fjórum lóðréttum blöðum. Samlit AMG-vindskeiðin á þakinu setur síðan punktinn yfir i-ið.
Felgur og hemlaklafar
48,3 cm (19 tommu) þrýstimótaðar felgur með krossörmum og rauðlakkaðir hemlaklafar sem aukabúnaður setja síðan punktinn yfir i-ið. Enda þarf að koma feiknarkrafti nýrrar fjögurra strokka AMG-vélarinnar með forþjöppu sem best yfir á götuna.
AMG-framsvunta og aflhvelfingar
Með sjálfstæðri framsvuntu, AMG-grilli og vélarhlíf með áberandi aflhvelfingum skera Mercedes-AMG A 45 4MATIC+ og Mercedes-AMG A 45 S 4MATIC+ sig greinilega frá Mercedes-AMG A 35 4MATIC.
Aurbretti
Annað atriði sem gerir þá greinilega frábrugðna: Mikil sporvíddin að framan með útvíðum brettum. Þar er áletrunin „TURBO 4MATIC+“ sem vekur strax eftirtekt og tekur af allan vafa um að hér er á ferðinni Mercedes-AMG A 45-bíll.
Hönnun innanrýmis
Instant Connected.
Hönnun innanrýmis
Instant Connected.
-
Mercedes-AMG A 35 4MATIC
Afköst hvert sem litið er: Með nýja MBUX-margmiðlunarkerfinu og „Supersport“-stillingunni fyrir birtingarmáta sker innanrými Mercedes-AMG A 35 4MATIC sig skýrt úr fjöldanum. Svipsterk framsetning og aðgengilegt viðmót sameinast í Widescreen-stjórnrými á tveimur skjáum. Einnig nýtt: Sjálfstæði AMG-miðstokkurinn með snertifleti og aukalegum rofum til að stjórna eiginleikum eins og ESP®, handskiptingu og stillanlegri fjöðrun.
AMG-mælaborð
AMG-mælaborðið býður upp á spennandi AMG-hönnun og verðmætar upplýsingar fyrir sportlega ökumenn. Það gerir AMG-valmyndin með sportlegum viðbótarupplýsingum á borð við:
- gíravísi (m.a. gult „M“-tákn í stillingu fyrir beinskiptingu)
- upphitunarvalmynd (m.a. hitastig vélar og gírolíu)
- uppsetningarvalmynd (m.a. AMG DYNAMIC SELECT-stillingar)
- hröðunarmæli
- tímamæli fyrir kappakstur
- vélargögnAMG-miðstokkur
Sjálfstæður AMG-miðstokkur, áberandi sportlegur og framhækkandi – Innbyggðir rofar stjórna stillingunni fyrir beinskiptingu, þriggja þrepa ESP® og AMG RIDE CONTROL-fjöðrun (aukabúnaður).
MBUX (Mercedes-Benz User Experience)
Njóttu stafræns margmiðlunarkerfis sem er bæði snjallt og lítur glæsilega út. Þú velur hvaða upplýsingar eru sýndar. Stjórnunin er einnig sveigjanleg, til dæmis með snertinæmum margmiðlunarskjánum.
Tengstu bílnum nánar – og gerðu hann að þínum. Því eiginleikar MBUX-kerfisins laga sig að þér. Þú segir einfaldlega „Hey Mercedes“ og þá hlustar MBUX-kerfið eftir því hvað þú vilt. Notendasnið, spáeiginleikar og þráðlaus Wi-Fi-aðgangsstaður skilgreina stafræna nettengingu alveg upp á nýtt.
-
Mercedes-AMG A 45 4MATIC+ og Mercedes-AMG A 45 S 4MATIC+
Jafnt að utan sem innan eru Mercedes-AMG A 45 4MATIC+ og Mercedes-AMG A 45 S 4MATIC+ sannkallaðir „Performance“-bílar. Það er sama hvort það er MBUX-margmiðlunarkerfið, kappaksturskerfið AMG TRACK PACE eða AMG Performance-sætin: Allt innanrými bílsins miðast við skemmtilegan og kraftmikinn akstur.
AMG-stjórnrými
Nýju Mercedes-AMG A 45-gerðirnar eru jafnsportlegar að innan og þær eru að utan. MBUX-margmiðlunarkerfið með mælaborði, þremur mismunandi birtingarmátum og „Supersport“-stillingu með stórum snúningshraðamæli er skapað fyrir kraftmikinn akstur. AMG Performance-stýrið, sem er fáanlegt sem aukabúnaður, passar fullkomlega við það.
AMG TRACK PACE
Kappaksturskerfið AMG TRACK PACE er staðalbúnaður* í Mercedes-AMG A 45 S 4MATIC+ með leiðsögukerfi með hörðum diski og Widescreen-stjórnrými. Jafnframt er AMG-valmyndin með viðbótarupplýsingum á borð við gíravísi, upphitunarvalmynd, uppsetningarvalmynd sem og hröðunarmæli, tímamæli fyrir kappakstur og vélargögnum í boði í öllum Mercedes-AMG A-Class-bílum.
*Í boði sem aukabúnaður fyrir Mercedes-AMG A 35 4MATIC og Mercedes-AMG A 45 4MATIC+.
AMG Performance-sæti
Gular hönnunaráherslur sem undirstrika kappaksturseiginleika bílsins einkenna innanrými Mercedes-AMG A 45 S 4MATIC+. Valfrjálsu AMG Performance-sætin með áklæði úr svörtu ARTICO-leðurlíki/DINAMICA-örtrefjaefni með gulum skrautsaumum passa fullkomlega við það.
- Framhlið
- Afturhluti




























- Framhlið
- Afturhluti
Þetta val er ekki í boði.
Valin útbúnaðarlína inniheldur eingöngu útbúnað fyrir ytra byrði eða innanrými nýja Mercedes-AMG A-Class.
- Staðalbúnaður fyrir A 35 4MATIC
- Staðalbúnaður fyrir A 45 4MATIC+
- AMG-næturpakki fyrir A 35 4MATIC
- AMG-næturpakki fyrir A 45 S 4MATIC+
- AMG Aerodynamic-pakki fyrir A 35 4MATIC*
- AMG Aerodynamic-pakki fyrir A 45 S 4MATIC+*
- AMG-silfurkrómpakki fyrir ytra byrði A 45 S 4MATIC+**
Þetta val er ekki í boði.
Valin útbúnaðarlína inniheldur eingöngu útbúnað fyrir ytra byrði eða innanrými nýja Mercedes-AMG A-Class.
- Staðalbúnaður fyrir A 35 4MATIC
- Staðalbúnaður fyrir A 45 4MATIC+
- AMG-næturpakki fyrir A 35 4MATIC
- AMG-næturpakki fyrir A 45 S 4MATIC+
- AMG Aerodynamic-pakki fyrir A 35 4MATIC*
- AMG Aerodynamic-pakki fyrir A 45 S 4MATIC+*
- AMG-silfurkrómpakki fyrir ytra byrði A 45 S 4MATIC+**
Smelltu á og dragðu
Veldu tvær útbúnaðarútfærslur og færðu svo sleðann til að bera þær saman.
Veldu tvær útbúnaðarútfærslur til að bera þær saman.
- Staðalbúnaður fyrir A 35 4MATIC
- Staðalbúnaður fyrir A 45 4MATIC+
- AMG-næturpakki fyrir A 35 4MATIC
- AMG-næturpakki fyrir A 45 S 4MATIC+
- AMG Aerodynamic-pakki fyrir A 35 4MATIC*
- AMG Aerodynamic-pakki fyrir A 45 S 4MATIC+*
- AMG-silfurkrómpakki fyrir ytra byrði A 45 S 4MATIC+**
- Staðalbúnaður fyrir A 35 4MATIC
- Staðalbúnaður fyrir A 45 4MATIC+
- AMG-næturpakki fyrir A 35 4MATIC
- AMG-næturpakki fyrir A 45 S 4MATIC+
- AMG Aerodynamic-pakki fyrir A 35 4MATIC*
- AMG Aerodynamic-pakki fyrir A 45 S 4MATIC+*
- AMG-silfurkrómpakki fyrir ytra byrði A 45 S 4MATIC+**
Afköst
Instant Power.
Afköst
Instant Power.
-
Mercedes-AMG A 35 4MATIC
Nýi Mercedes-AMG A 35 4MATIC er knúinn nýrri fjögurra strokka vél með forþjöppu sem skilar 225 kW (306 hö.)
og nær hundraðinu á 4,7 sekúndum. Fjórhjóladrifið, sem er staðalbúnaður, dreifir drifkraftinum úr hreinu framhjóladrifi yfir í allt að 50:50-skiptingu með stillanlegum hætti. AMG Performance 4MATIC-drifið býður upp á besta mögulega grip og skemmtilega aksturseiginleika. AMG SPEEDSHIFT DCT 7G-gírskiptingin með tvöfaldri kúplingu býður upp á meiri ánægju á öllum hraðasviðum með hröðunargetu sinni: Instant Yesss.
Fjögurra strokka vél með forþjöppu
Fjögurra strokka AMG-vélin með forþjöppu og 225 kW (306 hö.), 400 Nm
, með „twin-scroll“-tækni, vatns-millikæli og sjálfstæðri útfærslu loftinntaks (lögn fyrir hreint loft) skilar feikimiklum kraftinum snyrtilega á götuna.
AMG Performance 4MATIC
AMG Performance 4MATIC með enn hraðvirkari raf- og vélstýrðri diskakúplingu fyrir breytilega afldreifingu og framúrskarandi grip við hröðun þegar komið er út úr beygju.
AMG SPEEDSHIFT DCT 7G
AMG SPEEDSHIFT DCT 7G-gírkassinn er tilvalinn förunautur í sportlegum akstri. Þessi gírskipting með tvöfaldri kúplingu býður upp á einstaklega hraðar skiptingar, en einnig mjúkar og þægilegar skiptingar sem ökumaður tekur varla eftir. Þannig færðu það besta úr tveimur heimum – kappakstur eða þægindi á langferðum, þitt er valið!
AMG RIDE CONTROL-undirvagn
Valfrjálsa AMG RIDE CONTROL-undirvagninn er lykillinn að framúrskarandi aksturseiginleikum – bæði í daglegum akstri og á kappakstursbrautinni. Stillanleg fjöðrunin býður upp á breitt svið milli þægilegs og sportlegs aksturs. Ökumaður velur á milli „Comfort“, „Sport“ eða „Sport+“ með einu handtaki og eiginleikar undirvagnsins breytast þá á svipstundu.
-
Mercedes-AMG A 45 4MATIC+ og Mercedes-AMG 45 S 4MATIC+
Nýja hátæknivélin með tveggja lítra slagrými og TwinScroll-forþjöppu er sannkallað tryllitæki. Annað mikilvægt atriði er nýi AMG SPEEDSHIFT DCT 8G-gírkassinn með RACE START-eiginleika. Hann býður upp á magnaða hröðun með eldsnöggum gírskiptingum án merkjanlegrar skerðingar á togkrafti.
Fjögurra strokka vél með forþjöppu
Ný hátæknivél bílsins er öflugasta fjöldaframleidda fjögurra strokka vélin með TwinScroll-forþjöppu og tekur þannig við keflinu af fyrirrennara sínum. Hún er sannkallað tryllitæki sem þeytir Mercedes-AMG A 45 4MATIC+ upp í hundraðið á aðeins 4,0 sekúndum með 285 kW (387 hö.) og 480 Nm
. S-gerðin býr síðan yfir enn meira afli upp á 310 kW (421 hö.)
sem kemur bílnum upp í hundraðið á aðeins 3,9 sekúndum. Til að beisla allan þennan kraft þarf líka stærri útfærslu öfluga AMG-hemlabúnaðarins með rauðlökkuðum hemlaklöfum.
AMG Performance 4MATIC+
Nýi AMG Performance 4MATIC+ með AMG TORQUE CONTROL býður upp á akstursgetu á pari við kappakstursbíl. Tvö aðskilin tengsl á afturöxlinum dreifa kraftinum eftir þörfum til hvors afturhjóls fyrir sig. Í Mercedes-AMG A 45 S 4MATIC+ finnst þessi kraftur sérstaklega greinilega í stillingunni „Drift Mode“, sem er staðalbúnaður.
AMG SPEEDSHIFT DCT 8G
Með RACE START-eiginleikanum verður hröðun úr kyrrstöðu eins og best verður á kosið. Kveikjurof að hluta þegar sett er í hærri gír og sjálfvirk eldsneytisgjöf á milli skiptinga þegar sett er í lægri gír bjóða upp á magnaða hljóðupplifun, sérstaklega í aksturskerfinu S+.