Öryggi.

Fyrir allt sem skiptir þig máli.

Myndin sýnir stílhreint innanrými Mercedes-Benz B-Class

Kynntu þér hápunktana í B-Class af eigin raun.

Sestu inn.

Sestu inn.

Myndin sýnir B-Class á ská að framan.

Langar þig til að kynnast B-Class betur?

Pantaðu reynsluakstur núna.

Pantaðu reynsluakstur núna.

Hápunktar


Því öryggið er stundum allt sem skiptir máli.

B-Class er útbúinn snjöllum aðstoðarkerfum og aðgerðum sem aðstoða þig og létta undir með þér á meðan á akstri stendur. Kerfin og aðgerðirnar geta til dæmis sjálfkrafa greint hættur, varað við þeim í neyðartilfellum og jafnvel gripið inn í til að koma í veg fyrir þær. Þannig ert þú og farþegar þínir ávallt í góðum höndum.

Hápunktar


Því öryggið er stundum allt sem skiptir máli.

B-Class er útbúinn snjöllum aðstoðarkerfum og aðgerðum sem aðstoða þig og létta undir með þér á meðan á akstri stendur. Kerfin og aðgerðirnar geta til dæmis sjálfkrafa greint hættur, varað við þeim í neyðartilfellum og jafnvel gripið inn í til að koma í veg fyrir þær. Þannig ert þú og farþegar þínir ávallt í góðum höndum.

Akstursaðstoðarpakki

Öll augu beinast að umferðinni: Akstursaðstoðarpakkinn sameinar nýjustu öryggis- og aðstoðarkerfin sem geta greint hættur og varað við þeim í neyðartilfellum eða jafnvel hemlað.

Þannig getur B-Class aðstoðað þig, sérstaklega í einhæfum og ruglingslegum aðstæðum. Til dæmis á langferðum, í umferðarteppum, á hringtorgum eða á gatnamótum. Þetta er gert mögulegt með mjög næmum ratsjárskynjurum, sérstakri þrívíddarmyndavél og háskerpuskjá í stjórnrými sem gerir þér kleift að hafa allar aðgerðir ávallt fyrir augum.

Bílastæðapakki með 360° myndavél

Með valfrjálsa bílastæðapakkanum með 360° myndavél er auðveldara að leggja í stæði en nokkru sinni fyrr. Til þess sjá fjórar myndavélar sem sýna umhverfi bílsins á margmiðlunarskjánum með sýndarmynd af umhverfinu allt um kring.

Og það með þægilegri sýn ofan frá. Þannig hefur þú ávallt góða yfirsýn. Jafnvel svæði sem ökumaður á yfirleitt erfitt með að sjá, eins og til dæmis til hliðar og beint fyrir framan bílinn eða hindranir fyrir neðan gluggalínu.

MULTIBEAM LED

MULTIBEAM LED-aðalljósin setja ekki einungis ný viðmið hvað varðar hönnun, heldur lýsa þau akbrautina betur upp en öll önnur hefðbundin aðalljós. Þannig geturðu komið auga á hættur enn fyrr.

Hvernig virkar það? LED-aðalljósin bregðast sjálfkrafa við breytilegu umhverfi eða veðurfari. Og laga lýsinguna að nýjum aðstæðum á nokkrum millisekúndum. Snögg, sveigjanleg og nákvæm. Þannig sjá þau fyrir sérstaklega breiðri og bjartri lýsingu án þess að blinda aðra ökumenn.

Virk hemlunaraðstoð

Virka hemlunaraðstoðin getur hjálpað ökumanni að forðast aftanákeyrslur. Hún getur varað þig við bæði sjónrænt og með hljóðmerki þegar bilið að næsta bíl er of lítið og getur auk þess aðstoðað þig við að hemla eða hemlað alveg sjálfkrafa í neyðartilvikum.

Það getur komið í veg fyrir slys eða dregið úr afleiðingum þeirra. Kerfið getur einnig komið í veg fyrir að ekið sé á kyrrstæð ökutæki eða gangandi vegfarendur á allt að 60 km/klst. Það getur jafnvel komið í veg fyrir árekstra á allt að 50 km/klst. hraða allt eftir aðstæðum.

Aðstoðarkerfi


Framúrskarandi öryggi með Mercedes-Benz Intelligent Drive-kerfum.

Hvort sem það er á álagstímum, við langan næturakstur eða á vegum sem þú þekkir ekki léttir B-Class undir með þér, sérstaklega í aðstæðum sem reyna á taugarnar. Að bak býr hugmyndin um að sérhver ferð í Mercedes-Benz verði örugg og einstök: Mercedes-Benz Intelligent Drive. Því tíminn sem þú ert undir stýri er þinn tími. Tími til að slaka á. Tími til að safna orku. Svo þú komist fyrst og fremst örugglega en einnig afslappaðri á áfangastað.

Aðstoðarkerfi


Framúrskarandi öryggi með Mercedes-Benz Intelligent Drive-kerfum.

Hvort sem það er á álagstímum, við langan næturakstur eða á vegum sem þú þekkir ekki léttir B-Class undir með þér, sérstaklega í aðstæðum sem reyna á taugarnar. Að bak býr hugmyndin um að sérhver ferð í Mercedes-Benz verði örugg og einstök: Mercedes-Benz Intelligent Drive. Því tíminn sem þú ert undir stýri er þinn tími. Tími til að slaka á. Tími til að safna orku. Svo þú komist fyrst og fremst örugglega en einnig afslappaðri á áfangastað.

Myndin sýnir hraðastillinn með fjarlægðarskynjun í mælaborði B-Class.

Akstursaðstoð og öryggi

Myndin sýnir þægindafjöðrunina með lækkun fyrir B-Class.

Fjöðrun

Myndin sýnir Mercedes-Benz B-Class frá hlið að aftan.

Lagt í stæði

Myndin sýnir MULTIBEAM LED-aðalljós í B-Class.

Ljós og skyggni

Öryggisbúnaðarpakkar


Allt sem gerir B-Class enn öruggari.

Fyrir framúrskarandi vernd og þægindi býður B-Class upp á fjölda skynvæddra öryggis- og aðstoðarkerfa sem gagnast við margar aðstæður undir stýri og létta lífið.

Öryggisbúnaðarpakkar


Allt sem gerir B-Class enn öruggari.

Fyrir framúrskarandi vernd og þægindi býður B-Class upp á fjölda skynvæddra öryggis- og aðstoðarkerfa sem gagnast við margar aðstæður undir stýri og létta lífið.

Bílastæðapakki með 360° myndavél

Leggðu áhyggjulaus í stæði með bílastæðapakkanum með 360° myndavél í B-Class.

Bílastæðapakki með bakkmyndavél

Með þessum pakka ferðu líka létt með að leggja í þröng stæði.

Akstursaðstoðarpakki

Svo þú komist á áfangastað með afslöppuðum og öruggum hætti.

URBAN GUARD-eftirlitskerfi

Pakkinn gefur þér viðvörun þegar hann greinir innbrot, þjófnað eða ef bíllinn er dreginn burt án leyfis.