Mercedes-AMG C-Class.

Mercedes-AMG C-Class.

 • Mercedes-AMG C 43 4MATIC

  Nýliði – enginn byrjandi.

  Myndin sýnir Mercedes-AMG C 43 4MATIC Estate á ská að framan.

  Mercedes-AMG C 43 4MATIC Estate einkennist af AMG-klæðningu grills með tvöföldum rimli.

  Myndin sýnir Mercedes-AMG C 43 4MATIC Estate frá hlið.

  Frábær félagi í öllum ferðum: Mercedes-AMG C 43 4MATIC Estate.

  Nýliði – enginn byrjandi.

  Meiri afköst vélar og skýrari, sportleg hönnun auka aðdráttarafl Mercedes-AMG C 43 4MATIC Estate. Með sjálfstæðri hönnun sinni og afkastaaukningu 3,0 lítra V6-vélarinnar með tveimur forþjöppum í 287 kW (390 hö) er Mercedes-AMG C 43 4MATIC Estate orðinn mjög áhugaverður inngangur að heimi Performance-bíla. Utanfrá séð liggur enginn vafi á hvaðan ökutækið er komið: Nýja AMG-framsvuntan og AMG-kæligrillið með tvöföldum rimum með „AMG“-áletrun og einnig nýja aftursvuntan með eftirtektarverðum dreifi og tveimur sívölum hlífum á útblástursrörunum undirstrika frábærlega sportið og daglega notagildið. Með AMG Performance 4MATIC fjórhjóladrifinu og AMG SPEEDSHIFT TCT 9-gíra gírskiptingunni njóta sportlegir eiginleikar sín í botn.

  Mercedes-AMG C 43 4MATIC Estate: Eldsneytisnotkun innanbæjar/utanbæjar/í blönduðum akstri: XXX l/100 km, CO2-losun í blönduðum akstri: XXX g/km

 • Mercedes-AMG C 63

  Eitt er á tæru: hann er í fararbroddi.

  Myndin sýnir Mercedes-AMG C 63 Estate á ská að framan.

  Með sérstakri AMG-klæðningu á grilli er Mercedes-AMG C 63 Estate enn sportlegri.

  Eitt er á tæru: hann er í fararbroddi.

  Skýrasta dæmið um umfangsmikla útlitsþróun nýja C-Class bílsins er náttúrulega hið einkennandi AMG-grill. En afköst 4,0 lítra V8 AMG-vélarinnar með tvöfalda forþjöppu fyrir Mercedes-AMG C 63 Estate voru líka aukin í 350 kW (476 hö). Hámarks snúningsvægi er sem fyrr 650 njútonmetrar. Nýja 9 gíra sportskiptingin AMG SPEEDSHIFT MCT gefur þannig skiptingar sem eru næstum því á pari við kappakstursbíla. Tilfinningaríkt 8 strokka vélarhljóðið fæst úr AMG-sportútblásturskerfinu, sem er staðalbúnaður, en hægt er að fá stillanlegt AMG Performance-útblásturskerfi sem eykur hljóðupplifunina enn frekar.

  Mercedes-AMG C 63 Estate: Eldsneytisnotkun innanbæjar/utanbæjar/í blönduðum akstri: XXX l/100 km, CO2-losun í blönduðum akstri: XXX g/km

 • Mercedes-AMG C 63 S

  Sporthönnun par excellence.

  Myndin sýnir Mercedes-AMG C 63 S Estate á ská að framan.

  Hliðarsvipurinn sýnir líka sannkallaðan forystubíl: Mercedes-AMG C 63 S Estate

  Myndin sýnir Mercedes-AMG C 63 S Estate á ská að aftan.

  Enn hraðskreiðari en „litli“ bróðirinn: Mercedes-AMG C 63 S Estate.

  Myndin sýnir Mercedes-AMG C 63 S Estate að aftan.

  Enn meira aðlaðandi vegna nýrrar afturhliðar og dreifi sem er meira áberandi.

  Sporthönnun par excellence.

  Einkennandi AMG-grill prýðir líka nýja Mercedes-AMG C 63 S Estate og það sést um leið: Verkfræðingar AMG hafa aukið afköst 4,0 lítra V8 AMG-vélarinnar með tvöfalda forþjöppu upp í 375 kW (510 hö) og náð hámarks snúningsvægi upp á 700 njútonmetra. AMG RIDE CONTROL-sportundirvagninn með stillanlegri þriggja þrepa fjöðrun lætur hröðun í beygjum og veggrip vera á hæsta stigi og gerir nýja Mercedes-AMG C 63 S Estate að framúrskarandi Performance-bíl. Með AMG DYNAMIC SELECT og sérstöku AMG-aksturskerfunum „hálka", „Individual", „Comfort“, „Sport“ og „Sport+“ er hægt að stilla fjölda kennistærða í Mercedes-AMG C 63 S Saloon. Hann er þar að auki með aksturskerfið „RACE“ þar sem hann er öflugasta gerðin af C-Class.

  Mercedes-AMG C 63 S Estate: Eldsneytisnotkun innanbæjar/utanbæjar/í blönduðum akstri: XXX l/100 km, CO2-losun í blönduðum akstri: XXX g/km