Þægindi.

Mættu á svæðið afslappaðri og betur vakandi. Með ENERGIZING-þægindastýringunni.

Nýjungar


Tilbúinn að geysast af stað.

Fjöldi nýjunga tryggja enn betri aksturseiginleika.

Nýjungar


Tilbúinn að geysast af stað.

Fjöldi nýjunga tryggja enn betri aksturseiginleika.

EQ Boost

Ný bensínvél með EQ Boost er í startholunum. Rafknúinn startararafall skilar meðal annars auknu togi með svokölluðum „boost“-áhrifum.

ENERGIZING-þægindastýringin

Valfrjáls ENERGIZING-þægindastýringin sér til þess að þú getir slakað á. Blanda má saman ljósi, hljóði og ilmi til að láta farþega slappa af eða hressa þá við.

DYNAMIC BODY CONTROL

Stígðu úr Saloon og inn í sportbíl: Með því einu að ýta á hnapp. Hægt er að stilla valfrjálsa DYNAMIC BODY CONTROL-fjöðrunina frá áherslu á þægindi allt til stífra og sportlegra eiginleika.

Skjár margmiðlunarkerfisins

Háskerpuskjár margmiðlunarkerfisins er 10,25 tommur á stærð og gefur innanrýminu sérlega vandað yfirbragð.

1920 x 720 pixlar gefa frábær myndgæði og skýra framsetningu upplýsinga og afþreyingarefnis.

MULTIBEAM LED

Það er eins og C-Class sjái inn í framtíðina: Nútímaleg LED-aðalljós lýsa með nákvæmari, bjartari og snjallari hætti en áður. Alls er 84 ljósdíóðum í hvorum aðalljósum fyrir sig stjórnað sérstaklega.

Tengimöguleikar


Með snertistjórnun, upplýsingum sem virðast svífa um og björtum pixlum.

Tengimöguleikar


Með snertistjórnun, upplýsingum sem virðast svífa um og björtum pixlum.

  Þráðlaust hleðslukerfi fyrir fartæki

  Myndin sýnir þráðlaust hleðslukerfi fyrir fartæki í Mercedes-Benz C-Class Saloon.

  Aksturstími breytist í hleðslutíma – snjallsíminn er innan seilingar á sínum stað í miðstokknum þar sem hann er hlaðinn þráðlaust. Hægt er að hlaða alla snjallsíma með Qi-staðlinum þráðlaust, óháð gerð og framleiðanda.

  Tenging fyrir snjallsíma

  Myndin sýnir tengingu fyrir snjallsíma í Mercedes-Benz C-Class Saloon.

  Snjallsímatengingin tengir farsímann við margmiðlunarkerfið í gegnum Apple® CarPlay® og Android Auto®. Þannig færðu þægilegan aðgang að helstu forritum snjallsímans þíns. Þú getur einnig notað forrit frá þriðju aðilum eins og Spotify á fljótlegan og einfaldan hátt.

  Skjáir

  Myndin sýnir alstafræna mælaborðið í Mercedes-Benz C-Class Saloon.

  Alstafræni mælaborðsskjárinn með útlitsstillingunum „klassískt, „framúrstefnulegt“ og „sportlegt“ gefur þér vald yfir hvaða upplýsingar eru þér mikilvægar og hvernig þær eru settar fram. Skörp mynd birtist á 31,2 cm (12,3") skjánum sem sést vel við öll birtuskilyrði.
  10,25 tommu margmiðlunarskjár í háskerpu gefur innanrými bílsins sérlega vandað yfirbragð. Með 1920 x 720 pixla skjáupplausninni nýturðu þess að horfa á frábær myndgæði með skarpri framsetningu á öllu upplýsinga- og afþreyingarefni.

  Head-up-Display

  Myndin sýnir Head-up-Display í Mercedes-Benz C-Class Saloon.

  Besta útsýnið fyrir sportlega akstursgleði og örugga tilfinningu undir stýri: Head-up-Display breytir framrúðunni í heillandi stafrænt stjórnrými. Þannig ertu alltaf með mikilvægar upplýsingar í beinni sjónlínu. Öll þín athygli er á götunni og því sem er að gerast í umferðinni.

  COMAND Online

  Myndin sýnir COMAND Online í Mercedes-Benz C-Class Saloon.

  Þú kemst hraðar og án taugaspennings á áfangastað með COMAND Online, innbyggðu leiðsögukerfi í fremsta gæðaflokki með Mercedes-viðmóti. Þökk sé Live-Traffic-umferðarupplýsingum og Car-to-X Communication geturðu til dæmis sveigt fram hjá umferðarteppum og komið fyrr auga á mögulegar hættur á leiðinni.

  Aksturseiginleikar


  Aksturseiginleikar.

  Framúrskarandi þægindi og heillandi kraftur fást með háþróaðri tækni. Og með því að ýta á hnapp.

  Aksturseiginleikar


  Aksturseiginleikar.

  Framúrskarandi þægindi og heillandi kraftur fást með háþróaðri tækni. Og með því að ýta á hnapp.

  Myndin sýnir stillanlega DYNAMIC BODY CONTROL-fjöðrun á Mercedes-Benz C-Class Saloon.

  DYNAMIC BODY CONTROL

  Myndin sýnir 9G-TRONIC-sjálfskiptingu Mercedes-Benz C-Class Saloon.

  9G-TRONIC-sjálfskipting

  Myndin sýnir 4MATIC-fjórhjóladrif Mercedes-Benz C-Class Saloon.

  4MATIC-fjórhjóladrif

  Þægindabúnaðarpakkar


  Þægindabúnaður sem er sniðinn að þér og þínum þörfum.

  Þægindabúnaðarpakkar


  Þægindabúnaður sem er sniðinn að þér og þínum þörfum.

  AIR-BALANCE-pakki

  AIR-BALANCE-pakkinn býður upp á sérsniðna ilmupplifun í innanrýminu.

  KEYLESS-GO-þægindapakki

  Hámarksþægindi í daglegum akstri.

  Hirslupakki

  Pakkinn býður upp á fjölda möguleika á hirslum og festingum.

  Sætisþægindapakki

  Sá sem situr afslappað mætir úthvíldari á svæðið.

  Pakki fyrir hljóð og þægindi

  Með pakkanum fyrir hljóð og þægindi nýturðu hljómburðar í hæsta gæðaflokki.

  Multicontour-sætapakki

  Sætið er sniðið að hverjum og einum með auknu eða minnkuðu lofti í sætishliðum.

  Samskiptapakkinn Navigation

  Pakkinn býður notendum upp á sérþjónustu fyrir viðhald og þægindi.

  Þægindaaukabúnaður


  Hámarksþægindi eftir þínu höfði.

  Þægindaaukabúnaður


  Hámarksþægindi eftir þínu höfði.

   Sjálfvirka hita- og loftkælingarkerfið THERMOTRONIC

   Myndin sýnir stjórneiningu sjálfvirka hita- og loftkælingarkerfisins THERMOTRONIC í Mercedes-Benz C-Class Saloon.

   Sjálfvirka hita- og loftkælingarkerfið THERMOTRONIC býður upp á þrenns konar loftræstisvæði og þrenns konar loftræstimáta sem auka vellíðan hvers og eins í bílnum. Ökumaður og framsætisfarþegi geta stillt hitastig, blástur og loftræstimáta eftir sínum þörfum hverju sinni. Þriðja loftræstisvæðið er aftur í – með sérstakri stillingu fyrir hita og loftflæði.

   ENERGIZING-þægindastýringin

   Myndin sýnir valmynd ENERGIZING-þægindastýringarinnar í Mercedes-Benz C-Class Saloon.

   ENERGIZING-þægindastýringin breytir bílnum í heilsulind með hugvitsamlegri samtengingu þægindaeiginleika á borð við loftkælingu, lýsingu og ilmgjafa. Sex fullkomlega samsett kerfi eru virkjuð á einfaldan hátt og geta hjálpað þér að slaka á eða hresst þig við á langferðum.

   DYNAMIC BODY CONTROL

   Myndin sýnir DYNAMIC BODY CONTROL-fjöðrun Mercedes-Benz C-Class Saloon.

   Ein fjöðrun – þrjár stillingar: Með DYNAMIC BODY CONTROL velur þú sjálf(ur) á milli hámarkssnerpu eða mikilla þæginda með fjöðrun. Allt eftir akbrautinni og aksturslagi þínu. Lágur undirvagninn og sportleg beinstýring bjóða upp á bestu skilyrði fyrir sérstaklega fjörlegt aksturslag.