Öryggi.

Aðstoðarkerfi hjálpa ökumanni að halda bílnum á réttri akrein, nauðhemla eða halda réttri fjarlægð.

Hápunktar


Fyrsta flokks þægindi og öryggi.

Þú getur treyst hátæknilegum akstursaðstoðar- og öryggiskerfum C-Class Saloon.

Hápunktar


Fyrsta flokks þægindi og öryggi.

Þú getur treyst hátæknilegum akstursaðstoðar- og öryggiskerfum C-Class Saloon.

Notar tímann áður en óhapp á sér stað.

Fyrirbyggjandi farþegaverndarkerfið getur gripið til margs konar úrræða þegar hætta er á ferðum og dregið þannig úr hættu á meiðslum.

Mjög nýstárlegt: PRE-SAFE® Sound getur sent hljóð úr hátölurunum til að kalla fram varnarviðbrögð. Heyrnin aftengir sig stutta stund og ver sig þannig fyrir skaðlegum hávaða frá árekstrinum.

C-Class hefur augu svo til alls staðar.

Fjórar innbyggðar og samtengdar myndavélar sýna allt umhverfi bílsins svo að þú hafir sem besta yfirsýn þegar þú leggur í stæði eða bakkar.

Þú sérð því ekki aðeins hindranir undir gluggum, heldur færðu einnig aðstoð við að fara í og úr stæði.

Góð yfirsýn, án þess að fara of nærri öðrum.

Skynvædd háljósaaðstoð Plus getur skipt sjálfkrafa á milli lágljósa, háljósa að hluta og háljósa, til dæmis til að blinda ekki aðra vegfarendur sem koma á móti eða keyra á undan.

Mestu þægindin felast í liðveislu.

Pakkinn gerir bílinn að hugsandi förunaut með nýjustu öryggis- og aðstoðarkerfum. Þau vakta umhverfi bílsins, geta greint hættur og síðan varað við í neyðartilvikum og hemlað sjálfkrafa.

Í annarri sætaröð er öryggið líka í fyrsta sæti.

Ekkert á ferðalaginu skiptir meira máli en að finna til öryggis allt um kring. Því er hægt að fá hliðaröryggispúða og stillanlegan átaksdeyfi fyrir öryggisbelti hjá gluggasætum.

Aðstoðarkerfi


Framúrskarandi öryggi með Mercedes-Benz Intelligent Drive-kerfum.

Hvort sem það er á álagstímum, við langan næturakstur eða á vegum sem þú þekkir ekki – C-Class léttir undir með þér, sérstaklega í aðstæðum sem reyna á taugarnar. Að baki býr hugmyndin um að sérhver ferð í Mercedes-Benz verði örugg og einstök: Mercedes-Benz Intelligent Drive. Því tíminn sem þú ert undir stýri er þinn tími. Tími til að slaka á. Tími til að safna orku. Svo þú komist fyrst og fremst örugglega en einnig afslappaðri á áfangastað.

Aðstoðarkerfi


Framúrskarandi öryggi með Mercedes-Benz Intelligent Drive-kerfum.

Hvort sem það er á álagstímum, við langan næturakstur eða á vegum sem þú þekkir ekki – C-Class léttir undir með þér, sérstaklega í aðstæðum sem reyna á taugarnar. Að baki býr hugmyndin um að sérhver ferð í Mercedes-Benz verði örugg og einstök: Mercedes-Benz Intelligent Drive. Því tíminn sem þú ert undir stýri er þinn tími. Tími til að slaka á. Tími til að safna orku. Svo þú komist fyrst og fremst örugglega en einnig afslappaðri á áfangastað.

Myndin sýnir blindsvæðisvarann í hliðarspegli Mercedes-Benz C-Class Saloon.

Akstursaðstoð og öryggi

Myndin sýnir bílastæðapakka með 360° myndavél á skjá margmiðlunarkerfisins.

Lagt í stæði

Myndin sýnir MULTIBEAM LED-aðalljós Mercedes-Benz C-Class Saloon.

Ljós og skyggni

Myndin sýnir DYNAMIC BODY CONTROL-fjöðrun Mercedes-Benz C-Class Saloon.

Fjöðrun

Myndin sýnir þráðlaust hleðslukerfi fyrir fartæki í Mercedes-Benz C-Class Saloon.

Tengimöguleikar

Öryggisbúnaðarpakkar


Allt sem gerir C-Class enn öruggari.

Öryggisbúnaðarpakkar


Allt sem gerir C-Class enn öruggari.

Speglapakki

Speglapakkinn sameinar hagnýta eiginleika fyrir daglegan akstur.

URBAN GUARD-eftirlitskerfi

URBAN GUARD-eftirlitskerfið sameinar margvíslegan öryggisbúnað.

URBAN GUARD-eftirlitskerfi Plus

Pakkinn URBAN GUARD-eftirlitskerfi Plus býður upp á alhliða eftirlit með bílnum.

Bílastæðapakki með 360° myndavél

Með pakkanum verður þú snillingur í að leggja í þrengri stæði.

Bílastæðapakki með bakkmyndavél

Bílastæðapakkinn með bakkmyndavél getur aðstoðað við að finna og leggja í stæði.

Akstursaðstoðarpakki

Akstursaðstoðarpakkinn sameinar nýjustu öryggis- og aðstoðarkerfi.

Akreinapakki

Samspil blindsvæðisvara og akreinavara getur haft í för með sér tvöfalt öryggi.

Öryggispakki fyrir aftursæti

Pakkinn inniheldur mikilvægar öryggisráðstafanir fyrir aftursætisfarþega.