CLA Coupé.

Rokkstjarna.

Markmiðið með hönnun bílsins


Akstur verður upplifun.

Leyfðu einstakri hönnun CLA Coupé að hrífa þig með sér.

Markmiðið með hönnun bílsins


Akstur verður upplifun.

Leyfðu einstakri hönnun CLA Coupé að hrífa þig með sér.

Myndin sýnir Mercedes-Benz CLA Coupé að 3/4 að framan.
Myndin sýnir nærmynd af LED High Performance-aðalljósum Mercedes-Benz CLA Coupé.
Myndin sýnir Mercedes-Benz CLA Coupé að 3/4 að aftan fyrir framan LED-vegg.
Myndin sýnir framhluta innanrýmis Mercedes-Benz CLA Coupé frá hlið.
Myndin sýnir nærmynd af demantsgrillinu með Mercedes-stjörnu á Mercedes-Benz CLA Coupé.

Hönnun bíls


Ekkert er meira aðlaðandi en einstakur persónuleiki.

Upplifðu einstaka hönnun innanrýmis og ytra byrðis CLA Coupé.

Hönnun bíls


Ekkert er meira aðlaðandi en einstakur persónuleiki.

Upplifðu einstaka hönnun innanrýmis og ytra byrðis CLA Coupé.

Okkur þykir það leitt en tækið þitt styður ekki þessa aðgerð.

Okkur þykir það leitt en tækið þitt styður ekki þessa aðgerð.

Vinsamlegast reyndu að snúa tækinu til þess að virkja landslags ham. Eða notaðu tæki með hærri upplausn.

Coupé-bíllinn túlkaður á nýjan og spennandi hátt.

CLA Coupé-bíllinn er með klassísk Coupé-hlutföll: háar hliðarbrúnir, flata gluggafleti og langa vélarhlíf.
Myndin sýnir ytri hönnun á Mercedes-Benz CLA Coupé að 1/4 að framan í borgarumhverfi.
Loka
Framsækinn, nútímalegur, sportlegur.
Óvenjulega áberandi línur og kúptir fletir að innan og utan gefa CLA Coupé framúrstefnulegan og sportlegan svip. Dæmigerð Coupé-einkenni eru rúður sem eru karmalausar eða innrammaðar í króm eða svarta háglansáferð sem gefa bílnum sérstaklega tignarlegt og fágað útlit. Þaklínan rennur mjúklega saman við skutinn – þar mynda innbyggð útblástursrörin í stuðurunum og áberandi vindskeið skottloksins ómótstæðilegan endapunkt. Bókstaflega áberandi: Einkennandi lögun afturljósanna sem er hægt að fá í fullri LED-útgáfu.
Í samræmi við nýstárlega hönnun er CLA einnig fáanlegur með möttu lakki í designo magno „polar silver“-lit og fleiri nýstárlegum lakkgerðum.
Myndin sýnir hönnun ytra byrðis Mercedes-Benz CLA Coupé að 1/4 að aftan í borgarumhverfi.
Myndin sýnir nærmynd af framhjóli með felgu á Mercedes-Benz CLA Coupé.

18“ AMG-álfelgur með fjölarma hönnun, svartlakkaðar og gljáfægðar.

Ekkert er fegurra en einstæður persónuleiki.

Áhrifamikil form og áberandi línur gefa framhlutanum sportlegan og kraftmikinn svip. Við það bætast áberandi framstuðarinn, demantsgrillið og vélarhlíf með tveimur aflhvelfingum.
Myndin sýnir Mercedes-Benz CLA Coupé frá kraftmiklu 7/8 sjónarhorni að framan.
Loka
Myndin sýnir nærmynd af demantsgrilli Mercedes-Benz CLA Coupé.

Demantsgrill með pinnum í svörtu, silfurlituðum rimli og króminnfellingum.

Sannkallaður hápunktur.

Valfrjáls LED High Performance-aðalljósin prýða auðþekkjanlegan og áberandi ljósabúnað CLA og veita aukið öryggi að nóttu til.
Myndin sýnir Mercedes-Benz CLA Coupé með LED High Performance-aðalljós.
Loka
Myndin sýnir nærmynd af LED High Performance-aðalljósum Mercedes-Benz CLA Coupé.

Lítil orkunotkun, frábær lýsing og framúrskarandi ending með LED-tækni.

Allra augu beinast að honum.

Þakið sveigist mjúklega að afturhlutanum og áberandi vindskeið og einkennandi afturljós gefa tóninn fyrir einstakt útlit Coupé-bílsins.
Myndin sýnir Mercedes-Benz CLA Coupé að 3/4 að aftan.
Loka
Myndin sýnir hönnun á afturhluta Mercedes-Benz CLA Coupé örlítið frá hlið.

Einkennandi lögun afturljósa – fáanleg sem aukabúnaður í fullri LED-útgáfu.

Kraftmikið, þægilegt, fágað.

Nútímalegur lúxus ásamt samfelldu framhaldi á hönnun ytra byrðis. Innanrýmið í CLA Coupé sameinar þetta allt.
Myndin sýnir nútímalega og íburðarmikla innanrýmishönnun Mercedes-Benz CLA Coupé.
Loka
Hönnun innanrýmis.
Kraftmiklar útlínur yfirbyggingarinnar endurspeglast í innanrýminu. Fágað yfirbragðið einkennist af hágæðaefnum og fyrsta flokks handverki – að utan sem innan. Hver saumur, hvert litaafbrigði og skraut – hvert einasta smáatriði gefur síendurtekið til kynna vandað og sportlegt yfirbragð CLA.

Miðpunktur stjórnrýmisins er frístandandi 8“ margmiðlunarskjár – sem er aukabúnaður eftir gerðum – með nýstárlegu snjallsímaútliti. Fjöldi stjórntækja og umgjarða í silfurkrómi með málmyfirborð vekja athygli með vandaðri áferð. Stórir skrautfletir úr áli, við eða kolefni undirstrika fyrsta flokks yfirbragð CLA.

VIP-sæti.

Sætin undirstrika sportlegan karakter innanrýmisins. Þau veita mjög góðan bakstuðning, þægilegt sætisumhverfi og mjög hátt öryggisstig.
Myndin sýnir sportsæti í Mercedes-Benz CLA Coupé.
Loka
Myndin sýnir sportsæti með skrautsaumum í Mercedes-Benz CLA Coupé.

Saumar í andstæðum litum eða útbúnaðarlitum vekja einnig athygli.

Áþreifanleg gæði.

Fjöldi stjórntækja í silfurkrómi og stórir skrautfletir samhliða margmiðlunarskjánum skapa sérstaklega fágað andrúmsloft.
Myndin sýnir vandað stjórnrýmið í Mercedes-Benz CLA Coupé.
Loka
Myndin sýnir nærmynd af stjórntækjum í Mercedes-Benz CLA Coupé.

Grípa augað: Vönduð stjórntæki úr krómi.

Myndin sýnir nærmynd af margmiðlunarskjánum í Mercedes-Benz CLA Coupé.

Frístandandi 8“ margmiðlunarskjár sem er 20,3 cm horn í horn er fáanlegur sem aukabúnaður.

Mælaborð.

Glæsileg innrétting með nútímalegt útlit og fágað yfirbragð eru besta forsenda þess að njóta akstursgleðinnar ótruflað í CLA.
Myndin sýnir stýrið og sambyggt mælaborð frá sjónarhorni ökumanns.
Loka
Myndin sýnir nærmynd af 3-arma aðgerðastýrinu í Mercedes-Benz CLA Coupé.

3-arma aðgerðastýri með tólf hnöppum.

Myndin sýnir nærmynd af sambyggða mælaborðinu í tveimur bogum með fjóra hringlaga vísa í Mercedes-Benz CLA Coupé.

Sambyggt mælaborð í tveimur bogum með fjóra hringlaga vísa.


Meira um loftaflfræði:

Kynntu þér straumlínulögun CLA Coupé bílsins og hagkvæmnina sem tengist henni.


Meira um loftaflfræði:

Kynntu þér straumlínulögun CLA Coupé bílsins og hagkvæmnina sem tengist henni.

Loftmótstaða


Aðdáun í loftinu.

CLA Coupé lítur ekki aðeins glæsilega út - heldur er hann líka einstaklega sparneytinn.

Loftmótstaða


Aðdáun í loftinu.

CLA Coupé lítur ekki aðeins glæsilega út - heldur er hann líka einstaklega sparneytinn.

cw-gildi frá

0,23

Eldsneytisnotkun frá

7,1-3,9

l/100km.

Myndbandið sem óskað var eftir er því miður ekki fáanlegt í augnablikinu. Reyndu aftur síðar.
Mercedes-Benz CLA Coupé: Loftmótstaða
Spila aftur

Sportleg hlutföll og straumlínulögun gera Mercedes-Benz CLA Coupé fremstan í flokki hvað varðar loftmótstöðu.

    Eftir vinnslu myndbandsins er mögulegt að breytingar hafi verið gerðar á vörunni.

Mercedes-Benz Intelligent Drive


Mercedes-Benz Intelligent Drive.

Afkastaaukandi þægindi og fyrirmyndaröryggi.

Mercedes-Benz Intelligent Drive


Mercedes-Benz Intelligent Drive.

Afkastaaukandi þægindi og fyrirmyndaröryggi.

Nýr CLA Coupé léttir undir með þér svo um munar á ferðinni á álagstímum, á löngum næturakstri eða á vegum sem þú þekkir ekki. Á bak við þetta er tækni sem lætur hverja ferð í Mercedes-Benz vera örugga og einstaka. Þessi tækni kallast Mercedes-Benz Intelligent Drive. Tíminn sem þú notar undir stýri, er þinn tími. Tími til að slappa af. Tími til að fylla á tankinn. Með Mercedes-Benz Intelligent Drive verður ferðin afslöppuð og þú kemst örugglega á áfangastað.

Kynntu þér Intelligent Drive-tæknina í CLA Coupé nánar.

DISTRONIC sjálfvirki hraðastillirinn – fylgist með umferðinni.

Þetta nýstárlega akstursstoðkerfi hjálpar ökumanninum að halda öruggri fjarlægð frá næsta bíl fyrir framan. Það gefur sjónræna viðvörun ef fjarlægðin verður styttri en öryggisfjarlægðin og hljóðræna þegar hætta er á árekstri.

Þegar löng röð myndast í umferðinni hemlar hraðastillirinn sjálfkrafa, alveg niður í kyrrstöðu ef nayðsyn krefur. Ef kerfið verður þess vart að nauðsynlegt er að beita hemlunum af afli heyrist viðvörun með síendurteknu hljóðmerki og í sambyggða mælaborðinu birtist viðvörunartákn.

Nálgunarvarar með sjálfvirkri bílastæðalögn.

Nálgunarvararnir auðvelda bæði leit að bílastæði og einnig að leggja bílnum og fara úr stæði. Þeir taka við stjórn á stýrinu og hemlunum og leggja þannig bílnum sjálfkrafa í bílastæði.

ATTENTION ASSIST – Athyglisvarinn.

Með hliðsjón af stýrishreyfingum ökumannsins greinir kerfið einkennandi merki um þreytu og litla athygli og varar bæði sjónrænt og hljóðrænt við því að dotta í nokkrar sekúndur.

PRE-SAFE® varnarkerfið – Greinir hættur fyrirfram.

PRE-SAFE® varnarkerfið getur greint varasamar akstursaðstæður fyrirfram og gripið til fyrirbyggjandi ráðstafana gegn yfirvofandi óhappi.

Þar á meðal eru til dæmis afstrekkjanlega öryggisbeltastrekkinging og lokun á gluggum.

DYNAMIC SELECT – Akstursánægja er stillanlegt atriði.

Með DYNAMIC SELECT er hægt að stilla aksturseiginleika CLA Coupé með því að ýta á hnapp - þægilegt, sportlegt, hagkvæmt eða alveg einstaklingsbundið.

Með akstursforritinu má velja um að breyta kennistærðum svo sem einkennum vélarinnar, drifsins, stýrisins og undirvagnsins.

Skynvædd tækni


Mercedes-Benz Intelligent Drive – tæknin í nærmynd.

Fyrsta flokks þægindi og öryggi.

Skynvædd tækni


Mercedes-Benz Intelligent Drive – tæknin í nærmynd.

Fyrsta flokks þægindi og öryggi.

Myndin sýnir nálgunarvarann DISTRONIC í CLA Coupé.

DISTRONIC sjálfvirkur hraðastillir

Myndin sýnir virku hemlunaraðstoðina í CLA Coupé.

Árekstrarvörn

Myndin sýnir PRE-SAFE® kerfi CLA Coupé.

PRE-SAFE® varnarkerfi

Myndin sýnir akreinavara í CLA Coupé.

Virkur akreinavari

Myndin sýnir blindsvæðisaðstoðina í CLA Coupé.

Viðvörun fyrir blinda punktinn

Myndin sýnir umferðarmerkjagreiningu í CLA Coupé.

Umferðarmerkjagreining

Myndin sýnir DYNAMIC SELECT í CLA Coupé.

DYNAMIC SELECT

Myndin sýnir 4MATIC í CLA Coupé.

4MATIC

Myndin sýnir virku bílastæðaaðstoðina í CLA Coupé.

Bílastæðaaðstoð

Myndin sýnir bakkmyndavélina í CLA Coupé.

Bakkmyndavél

Skynvædd háljósaaðstoð

Lagar ljósgeisla aðalljósa að aðstæðum í umferðinni.

Myndin sýnir LED High Performance-aðalljós á CLA Coupé.

LED High Performance-aðalljós

Mercedes-AMG


Mercedes-AMG.

Mercedes-AMG CLA 45.

Mercedes-AMG


Mercedes-AMG.

Mercedes-AMG CLA 45.

Myndin sýnir ytra byrði Mercedes-AMG CLA 45 4MATIC að framan, örlítið á ská í borgarumhverfi.
Myndin sýnir ytra byrði Mercedes-Benz AMG CLA 45 4MATIC frá sjónarhorni að framan og aðeins til hliðar í borgarumhverfi.

Ytri hönnun Mercedes-AMG CLA 45 Coupé.

Andlitslyftingin undirstrikar hans dýnamíska útlit enn einu sinni á augljósan hátt. AMG framgrillið með tvöföldum rimlum og einkennandi AMG framsvuntu með A-Wing hönnun prýða áberandi framhlutann.

Bryddingin á vindskeið að framan svo og svört, gljáandi göt veita kælilofti betur að. Hrífandi hönnun á nýju 19“ álfelgunum með krossarmahönnun einkenna hliðarmynd bílsins. Skuturinn sem er hannaður fyrir hámarks loftaflfræðilega frammistöðu setur punktinn yfir heildarmyndina. Þetta verður strax ljóst: Þú ert allaf fyrstur í Compact Racer frá AMG.

Myndin sýnir hið sportlega innanrými í Mercedes-AMG CLA 45 4MATIC frá sjónarhorni aftan frá.

Innrýmishönnun Mercedes-AMG CLA 45 Coupé.

Hver sá sem sest inn í AMG Performance sæti, sem lagast vel að líkamanum og hafa innbyggða höfuðpúða, kemst í kynni við sérstök efni og sporlegan glæsileika.

Sæti og sætisbök gefa betri bakstuðning og undirstrika sportlegt útlit innanrýmisins. Auk þess fullkomnar AMG E-SELECT gírstöngin sem nú fæst í raðsmíðagerðinni og stýri sem er valkostur í AMG Performance hið kraftmikla og uppörvandi innanrými. Aðeins eitt sem á eftir að gera: spenna beltin og keyra á fullri ferð áfram.

Myndin sýnir smáatriði á hjólum og vindskeið að framan á Mercedes-AMG CLA 45 4MATIC aðeins frá hlið frá sjónarhorni ormsins.

Drifbúnaður Mercedes-AMG CLA 45 Coupé.

Þegar staðallinn er settur kemstu að því að AMG er alltaf á akreininni fyrir framúrakstur. Besta dæmið: 2,0-lítra aflvél Mercedes-AMG CLA 45. Með 280 kW vekur hún athygli bæði fyrir afköst og hagkvæmni.

Þannig að NEFZ-notkunin er tæplega 6,9 l/100 km. Þetta er tæknilegt meistaraverk sem er handsmíðað samkvæmt reglunni „One Man – One Engine“. Með öðrum orðum: lifandi ástríða fyrir kappakstri sem hægt að finna hvenær sem er. Eða heyra – á óviðjafnanlegu hljóði AMG Sport útblásturskerfisins.

Myndin sýnir ytri hönnun á Mercedes-AMG CLA 45 4MATIC aftan frá í snörpum akstri.

Snerpa Mercedes-AMG CLA 45 Coupé.

Aukin snerpa í akstri? AMG DYNAMIC PLUS pakkinn í Mercedes-AMG CLA 45 Coupé. Þar á meðal er hið vélstýrða AMG tregðutengda mismunadrif á framás. Fyrir hámarks veggrip við allar akstursaðstæður.

AMG Performance stýrið, AMG RIDE CONTROL undirvagninn með aðlögunarhæfri og stillanlegri fjöðrun sem og aksturskerfið „Race“ tilheyra pakkanum. Hér stendur nafnið undir því sem það lofar: „Race“ er byggt fyrir hámarkssnerpu í akstri og hentar fyrir leitinni að bestu tímunum. Á kappakstursbrautinni. Ekki á leið í bakaríið.

Myndin sýnir framhluta AMG CLA 45 4MATIC neðan frá sjónarhorni ormsins við kraftmiklar akstursaðstæður í rökkri.

Besta mögulega stjórnun í Mercedes-AMG CLA 45 Coupé.

Fullkomnir aksturseiginleikar kalla á hámarks stjórnun. AMG DRIVE UNIT sér um það. Þetta er miðstöð skiptinga fyrir AMG SPEEDSHIFT DCT 7-gíra sportgírkassa og DYNAMIC SELECT aksturskerfin.

Sérlega góð hraðaminnkun og nákvæm beiting hemla næst með mjög afkastamiklu AMG-hemlakerfi. AMG loftaflfræðipakkinn með stórum framgrillum og viðbótaropum á framsvuntu auka álagsþrýstinginn. Til þess að þú getir látið AMG álfelgurnar snúast án takmarkana.

Myndin sýnir tækniatriði í vélarblokkinni ásamt hemladisk og -pressu á Mercedes-AMG CLA 45 4MATIC í vöruhúsi í borgarumhverfi.

Tækniatriði Mercedes-AMG CLA 45 Coupé.

Hvað eiga AMG-ökumenn og AMG-verkfræðingar sameiginlegt? Báðir eru með bensín í blóðinu. Þetta sannast á 280 kW (381 hö) öflugustu seríu-4-strokka-túrbóvél vél í heimi.

Tveggja túrbína forþjappa sér um snöggt viðbragð og hámarks hröðun með allt að 475 Nm snúningsvægi. Með tilstilli AMG Performance 4MATIC er aflinu beint á sem áhrifamestan hátt að öllum fjórum hjólum bílsins. AMG DYNAMIC PLUS pakkinn með vélstýrðu tregðutengdu mismunadrifi framáss eykur enn við veggripið.

AMG CLA 45 4MATIC: Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri: 8,6-8,5 l/100 km, CO2-losun í blönduðum akstri: 194-193 g/km

Myndir og myndbönd


Myndir og myndbönd af CLA Coupé.

Myndir og myndbönd


Myndir og myndbönd af CLA Coupé.

Myndin sýnir Mercedes-Benz CLA Coupé að 3/4 að framan.
CLA Coupé er rokkstjarna kvöldsins, á myndinni sést orðið „BOLD“ með lýsandi LED-stöfum.
Spila aftur
Myndin sýnir Mercedes-Benz CLA Coupé og CLA Shooting Brake frá hlið.
Myndin sýnir Mercedes-Benz CLA Coupé að 3/4 að aftan.
Myndin sýnir Mercedes-Benz CLA Coupé að 3/4 að framan og þar við hliðina CLA Shooting Brake að 1/4 að aftan.
Myndin sýnir innanrými Mercedes-Benz CLA Coupé gegnum hliðarglugga ökumannsmegin.
Myndin sýnir Mercedes-AMG CLA 45 að 3/4 að framan, neðan frá, á götu í borgarumhverfi.
Myndin sýnir nærmynd af dekki og aðalljósum á Mercedes-AMG CLA 45 að 1/4 að framan, neðan frá, á götu fyrir framan múrsteinshús.
Myndin sýnir Mercedes-AMG CLA 45 að 3/4 að aftan á götu með múrsteinshús allt um kring.
Myndin sýnir Mercedes-AMG CLA 45 að 3/4 að aftan, neðan frá, á götu í borgarumhverfi.
Myndin sýnir Mercedes-AMG CLA 45 frá hlið á götu í borgarumhverfi.
Mercedes-AMG CLA 45 í snörpum akstri í essinu sínu - á kappakstursbrautinni. Myndin sýnir afturhluta CLA 45 AMG.
Mercedes-AMG CLA 45 í snörpum akstri í essinu sínu - á kappakstursbrautinni.
Spila aftur