Nýsköpun

Meistari loftmótstöðunnar.

CLA er hvort tveggja, straumlínulagaður og hrífandi.

Nýsköpun

Meistari loftmótstöðunnar.

CLA er hvort tveggja, straumlínulagaður og hrífandi.

Straumlínulöguð fullkomnun.

Myndin sýnir Mercedes-Benz CLA Coupé frá hlið í vindgöngum í prófunarsal.
Myndin sýnir Mercedes-Benz CLA Coupé að 3/4 að aftan í vindgöngum.

Straumlínulöguð fullkomnun.

Einnig þegar það munar aðeins einum þúsundasta – það er hart barist. Í 100 ár hefur Mercedes-Benz unnið að því að fjöldaframleiða fullkomlega straumlínulagaðar yfirbyggingar. CLA kórónar nú þessa vinnu: Með cw-gildinu 0,23, sem er met, og með loftmótstöðufleti cw x A upp á 0,51 m² er bíllinn meistari loftmótstöðunnar.
Því minni sem loftmótstaða bílsins er, þeim mun minni verður líka eldsneytisnotkunin. Þannig hefur jafnvel einn þúsundasti hluti af cw-gildi áhrif á sparneytni bílsins.

CLA 180 BlueEFFICIENCY: Eldsneytisneysla í blönduðum akstri: 5,0 l/100 km; CO2-losun í blönduðum akstri: 117 g/km

Snjöll lausn á loftflæði.

Myndin sýnir loftstreymi um Mercedes-Benz CLA Coupé.

Snjöll lausn á loftflæði.

Með minni loftmótstöðu verður bíllinn ekki aðeins hagkvæmari, heldur einnig hljóðlátari. Dr. Teddy Woll, forstöðumaður deilda fyrir loftaflfræði, vindhljóð og vindgöng veit hve mikil áhrifin eru. „Útreikningurinn er einfaldur. Bætt loftmótstaða um 10 stig merkir að um 0,1 lítrar sparast af eldsneyti. Þegar ekið er á hraðbraut getur það þýtt að um einn fjórði lítri af eldsneyti sparast á hverjum 100 kílómetrum. Ef ná ætti þessum áhrifum með því að létta bílinn þyrfti hann að verða um 35 kg léttari. Vindhljóð er einnig viðfangsefni loftaflfræðinnar. Minni ókyrrð dregur úr hávaða inni í bílnum. Með CLA erum við komin með ekki aðeins hagkvæmasta bílinn hvað varðar loftmótstöðu heldur einnig bílinn með hljóðlátasta innanrýmið í sínum flokki.“

Fáguð smáatriði.

Myndin sýnir viftu með rimlahlera á Mercedes-Benz CLA Coupé.
Myndin sýnir Mercedes-Benz CLA Coupé að 7/8 að aftan í vindgöngum.
Myndin sýnir skörðótta vindskeið framan við dekk á Mercedes-Benz CLA Coupé.

Fáguð smáatriði.

CLA-bíllinn rennur á meistaralegan hátt gegnum loftstrauminn: Verkfræðingar okkar hafa fundið upp fjöldann allan af tækninýjungum til að minnka loftmótstöðuna eins mikið og hægt er. Sem dæmi má nefna viftuna með rimlahlera sem opnast aðeins þegar vélin þarf nauðsynlega kælingu. „Okkur tókst að bæta loftflæðið undir bílnum með því að klæða stóra fleti undirvagnsins og komum einnig fyrir hljóðdeyfi með mjög litla loftmótstöðu undir miðjum afturöxlinum sem og loftdreifara,“ segir Dr. Woll.
„Auk þess gátum við dregið úr loftmótstöðunni umhverfis dekkin með sérstökum dekkum sem eru hönnuð fyrir litla loftmótstöðu sem og skörðóttum vindskeiðum.
Auk þessara atriða er afturhlutinn hannaður með vindskeiðar á skottloki og afturljósum, en þannig var hægt að þétta loftstrauminn aftan við bílinn.“ Áskorunin var sú að sameina bestu mögulegu loftstreymiseiginleika og fullkomlega hannað form.

„Hér er oft um millimetra að ræða.“

Myndin sýnir Mercedes-Benz CLA Coupé frá hlið í vindgöngum.

„Hér er oft um millimetra að ræða.“

Loftaflfræði og hönnun vinna saman. Snemma í þróunarferlinu er komin á samvinna milli Dr. Woll og hönnuðanna. „Strax þegar fyrstu 1:4-líkönin voru tilbúin unnum við saman að því að ákveða hlutföllin og unnum við að fínstilla loftflæðið í vindgöngunum. Þarna er góð samvinna mikilvæg því þetta er oft spurning um millimetra. Eins og sjá má á CLA er engin mótsögn milli lítillar loftmótstöðu og frábærrar hönnunar. Heildarhugmyndin er mikilvæg í þessu sambandi og þetta er einnig ástæðan fyrir því að ekki er hægt að setja met í cw-gildum í öllum gerðum“ segir sérfræðingurinn í loftaflfræði. „Þó munu fleiri gerðir af smábílum okkar ná frábærum cw-gildum.“ Um leið og þeir vinna hörðum höndum við að framleiða enn straumlínulagaðri gerðir heldur leit verkfræðinganna að endurbótum á smáatriðum áfram: Markmiðið er að ná enn betri árangri en áður.