- Hápunktar bílsins
- Hönnun ytra byrðis
- Hönnun innanrýmis
- AMG-útbúnaður
- Afköst
- Sérsniðsstillingar

Mercedes-AMG CLA Coupé.
Mercedes-AMG CLA Coupé.
Eftirvænting frá fyrstu mínútu.
Hápunktar bílsins
Strax af stað.
Hápunktar bílsins
Strax af stað.

Ytra byrði

Innanrými

Afköst
Hönnun ytra byrðis
Takmarkalaus.
Hönnun ytra byrðis
Takmarkalaus.
-
Mercedes-AMG CLA 35 4MATIC Coupé
Með stæltum hlutföllum sínum sker Mercedes-AMG CLA 35 4MATIC Coupé sig frá staðalútgáfunni á afgerandi hátt. AMG-grillið með sérstökum loftraufum á ytri loftinntökunum í framsvuntunni tekur strax af allan vafa um það. Að aftanverðu sker Coupé-bílinn sig einnig mjög greinilega frá samkeppninni með púströrum með 90 mm þvermáli vinstra og hægra megin.
Spila afturDeila myndbandi Deila myndAMG-framsvunta
Á ytra byrði Mercedes-AMG CLA 35 4MATIC Coupé eru frekari atriði sem láta hann skera sig úr:
- AMG-grill og AMG-áletrun
- Framsvunta með sérstökum loftraufum á ytri loftinntökum
- Loftkljúfur að framan og silfurkrómað skraut á rimlum í ytri loftinntökumAMG-aftursvunta
AMG-aftursvunta með útliti loftdreifis og fjórum lóðréttum blöðum og tvö sívöl, krómuð púströr með 90 millimetra þvermáli.
Öflugur AMG-hemlabúnaður
Öflugur AMG-hemlabúnaðurinn býður upp á mikla hemlunargetu og stutta hemlunarvegalengd. Á framöxlinum eru notaðir fastir fjögurra strokka klafar og 350 millimetra stórir hemladiskar, en á afturöxlinum eru fljótandi eins strokks klafar og 330 millimetra stórir hemladiskar.
-
Mercedes-AMG CLA 45 4MATIC+ Coupé og Mercedes-AMG CLA 45 S 4MATIC+ Coupé
Ytra byrðið geislar af hreinni og tærri akstursgleði – jafnvel í kyrrstöðu. Það sér maður undir eins hjá Mercedes-AMG CLA 45 4MATIC+ Coupé sem og hjá Mercedes-AMG CLA 45 S 4MATIC+ Coupé. Framhliðin einkennist af sérstöku AMG-grilli og aukinni sporvídd. Karmalausar dyrnar falla fullkomlega að tjáningarríkum útlínum bílsins.
Spila afturDeila myndbandi Deila myndAMG-framsvunta
Útlit Mercedes-AMG CLA 45 4MATIC+ Coupé og Mercedes-AMG CLA 45 S 4MATIC+ Coupé minnir greinilega á fjögurra dyra Mercedes-AMG GT 63 4MATIC+ Coupé. Lögun sjálfstæðu framsvuntunnar með AMG-grillinu sker sig greinilega frá Mercedes-AMG CLA 35 4MATIC.
Kraftmikill baksvipur
Sérlega áhrifaríkar eru einnig AMG-aftursvuntan með einkennandi útliti loftdreifis og samlit AMG-vindskeiðin á skottlokinu. Tvö hringlaga púströr sem hvort um sig er 90 mm í þvermál loka svo hringnum í bókstaflegri merkingu á afturhluta Mercedes-AMG CLA 45 S 4MATIC+ Coupé.
AMG-sílsalistar
Hönnunin er allt: Fyrir 45-gerðirnar af Mercedes-AMG eru í boði fjölbreyttir pakkar til að velja úr. Til dæmis AMG-silfurkrómpakkinn fyrir ytra byrði með loftkljúfi að framan og sílsalistum úr silfurkrómi eða AMG-næturpakkinn sem inniheldur fjölda atriða í háglansandi svörtu.
AMG-felgur og aurbretti
Grípur augað: Mikil sporvídd með útvíðum aurbrettum og áletruninni „TURBO 4MATIC+“. Valfrjálsar þrýstimótaðar 48,3 cm (19 tommu) felgur með krossörmum og rauðlakkaðir hemlaklafar gera ytra byrði Mercedes-AMG CLA 45 S 4MATIC+ enn áhrifaríkara.
Hönnun innanrýmis
Afslappaður.
Hönnun innanrýmis
Afslappaður.
-
Mercedes-AMG CLA 35 4MATIC Coupé
Hönnun innanrýmisins einkennist einnig af krafti og snerpu: Sportsætin með áklæði úr ARTICO-leðurlíki/DINAMICA-örtrefjaefni í svörtum lit og með tvöföldum, rauðum skrautsaumi passa fullkomlega við sportlegt aðgerðastýrið sem er klætt Nappa-leðri og er með þremur örmum. Sjálfstæður AMG-miðstokkurinn er einnig áberandi sportlegur og mælaborðið með AMG-valmynd býður upp á viðbótarupplýsingar á borð við gíravísi, upphitunarvalmynd, hröðunarmæli, tímamæli fyrir kappakstur og vélargögn.
AMG-mælaborð
AMG-mælaborðið býður upp á spennandi AMG-hönnun og verðmætar upplýsingar fyrir sportlega ökumenn. Það gerir AMG-valmyndin með sportlegum viðbótarupplýsingum á borð við:
- gíravísi (m.a. gult „M“-tákn í stillingu fyrir beinskiptingu)
- upphitunarvalmynd (m.a. hitastig vélar og gírolíu)
- uppsetningarvalmynd (m.a. AMG DYNAMIC SELECT-stillingar)
- hröðunarmæli
- tímamæli fyrir kappakstur
- vélargögnAMG-miðstokkur
Háglansandi svartur AMG-miðstokkurinn með hnöppum fyrir stillingar aksturseiginleika sýnir skýrt hvaða gríðarlegu tæknilegu möguleikum bíllinn býr yfir. Innbyggðir rofar stjórna stillingunni fyrir beinskiptingu, þriggja þrepa ESP® og AMG RIDE CONTROL-fjöðruninni (aukabúnaður).
MBUX (Mercedes-Benz User Experience)
Tengstu bílnum nánar – og gerðu hann að þínum. Því eiginleikar MBUX-kerfisins laga sig að þér. Þú segir einfaldlega „Hey Mercedes“ og þá hlustar MBUX-kerfið eftir því hvað þú vilt. Notendasnið, spáeiginleikar og þráðlaus Wi-Fi-aðgangsstaður skilgreina stafræna nettengingu alveg upp á nýtt.
-
Mercedes-AMG CLA 45 4MATIC+ Coupé og Mercedes-AMG CLA 45 S 4MATIC+ Coupé
Sportlegir eiginleikarnir koma einnig greinilega fram í hönnun innanrýmis Mercedes-AMG CLA 45 4MATIC+ og Mercedes-AMG CLA 45 S 4MATIC+. Með AMG-stýrishnöppum* á AMG Performance-stýrinu* hefur maður alltaf frábæra stjórn á MBUX-margmiðlunarkerfinu með mælaborði. Í sjálfstæðum AMG-miðstokki er m.a. rofi til að stjórna stillingum fyrir beinskiptinguna, þriggja þrepa ESP® eða AMG RIDE CONTROL-fjöðruninni.
*ValfrjálstAMG-mælaborð
Mercedes-AMG CLA 45 4MATIC+ er jafn sportlegur að innan og hann er að utan. AMG-mælaborðið með þremur mismunandi birtingarmátum og „Supersport“-stillingu með stórum miðlægum snúningshraðamæli og stöplalaga viðbótarupplýsingum er skapað fyrir kraftmikinn akstur.
AMG Performance-stýri
Þeir sem kjósa sportlegt og lipurt aksturslag verða alltaf að hafa góða stjórn á bílnum. Það gerir AMG Performance-stýrið augljóslega mögulegt í þremur mismunandi útfærslum með „klukkan 12“-merkingu sem og „AMG“-áletrun.
AMG-miðstokkur
Miðstokkurinn sem teygir sig fram og upp er áberandi sportlegur, gefur manni frábæra yfirsýn og í honum eru rofar til að stjórna beinskiptingunni, þriggja þrepa ESP® og AMG RIDE CONTROL-fjöðruninni.
- Framhlið
- Afturhluti
























- Framhlið
- Afturhluti
Þetta val er ekki í boði.
Valin útbúnaðarlína inniheldur eingöngu útbúnað fyrir ytra byrði eða innanrými nýja CLA Coupé.
- Staðalbúnaður fyrir CLA 35 4MATIC
- Staðalbúnaður fyrir CLA 45 4MATIC+
- AMG-næturpakki fyrir CLA 35 4MATIC
- AMG-loftmótstöðupakki fyrir CLA 35 4MATIC*
- AMG-loftmótstöðupakki fyrir CLA 45 S 4MATIC+*
- AMG-silfurkrómpakki fyrir CLA 45 S 4MATIC+**
Þetta val er ekki í boði.
Valin útbúnaðarlína inniheldur eingöngu útbúnað fyrir ytra byrði eða innanrými nýja CLA Coupé.
- Staðalbúnaður fyrir CLA 35 4MATIC
- Staðalbúnaður fyrir CLA 45 4MATIC+
- AMG-næturpakki fyrir CLA 35 4MATIC
- AMG-loftmótstöðupakki fyrir CLA 35 4MATIC*
- AMG-loftmótstöðupakki fyrir CLA 45 S 4MATIC+*
- AMG-silfurkrómpakki fyrir CLA 45 S 4MATIC+**
Smelltu á og dragðu
Veldu tvær útbúnaðarútfærslur og færðu svo sleðann til að bera þær saman.
Veldu tvær útbúnaðarútfærslur til að bera þær saman.
- Staðalbúnaður fyrir CLA 35 4MATIC
- Staðalbúnaður fyrir CLA 45 4MATIC+
- AMG-næturpakki fyrir CLA 35 4MATIC
- AMG-loftmótstöðupakki fyrir CLA 35 4MATIC*
- AMG-loftmótstöðupakki fyrir CLA 45 S 4MATIC+*
- AMG-silfurkrómpakki fyrir CLA 45 S 4MATIC+**
- Staðalbúnaður fyrir CLA 35 4MATIC
- Staðalbúnaður fyrir CLA 45 4MATIC+
- AMG-næturpakki fyrir CLA 35 4MATIC
- AMG-loftmótstöðupakki fyrir CLA 35 4MATIC*
- AMG-loftmótstöðupakki fyrir CLA 45 S 4MATIC+*
- AMG-silfurkrómpakki fyrir CLA 45 S 4MATIC+**
Afköst
Kraftur.
Afköst
Kraftur.
-
Mercedes-AMG CLA 35 4MATIC Coupé
Nýi Mercedes-AMG CLA 35 4MATIC er knúinn nýrri 2,0 lítra fjögurra strokka vél með forþjöppu sem skilar 225 kW
(306 hö.) og nær hundraðinu á 4,9 sekúndum. Fjórhjóladrifið, sem er staðalbúnaður, dreifir drifkraftinum úr hreinu framhjóladrifi yfir í allt að 50:50-skiptingu með stillanlegum hætti. AMG Performance 4MATIC-drifið býður upp á besta mögulega grip og skemmtilega aksturseiginleika. AMG SPEEDSHIFT DCT 7G-gírskiptingin með tvöfaldri kúplingu býður með hröðunargetu sinni upp á meiri ánægju á öllum hraðasviðum.
2,0 lítra fjögurra strokka vél með forþjöppu
AMG 2,0 lítra fjögurra strokka vélin með forþjöppu og 225 kW
(306 hö.), 400 Nm, byggir á M260 fyrir staðalútfærslur og sker sig úr með „twin-scroll“-tækni, vatns-millikæli og sjálfstæðri útfærslu loftinntaks (lögn fyrir hreint loft).
AMG Performance 4MATIC
Enn hraðvirkari raf- og vélstýrð diskakúpling fyrir breytilega afldreifingu og framúrskarandi grip við hröðun þegar komið er út úr beygju.
Einkenni fjórhjóladrifsins fara eftir því hvaða ESP®-stilling er valin: þægilegar áherslur í „ESP® on“ og sportlegar og liprar í „ESP® Sport“ og „ESP® off“.
Eftirfarandi færibreytur ákvarða stýringu fjórhjóladrifsins: beygjuhorn, staða fótstigs, snúningshraði hjóla, hröðun fram á við og í beygjum, gír og aksturshraði.AMG SPEEDSHIFT DCT 7G
AMG SPEEDSHIFT DCT 7G-gírkassinn er tilvalinn förunautur í sportlegum akstri. Þessi gírskipting með tvöfaldri kúplingu býður upp á einstaklega hraðar skiptingar, en einnig mjúkar og þægilegar skiptingar sem ökumaður tekur varla eftir. Þannig færðu það besta úr tveimur heimum – kappakstur eða þægindi á langferðum, þitt er valið!
AMG RIDE CONTROL-fjöðrun
AMG RIDE CONTROL-sportfjöðrunin er lykillinn að framúrskarandi aksturseiginleikum – bæði í daglegum akstri og á kappakstursbrautinni. Stillanleg fjöðrunin býður upp á breitt svið milli þægilegs og sportlegs aksturs. Ökumaður velur á milli „Comfort“, „Sport“ eða „Sport+“ með einu handtaki og eiginleikar fjöðrunarinnar breytast þá á svipstundu.
-
Mercedes-AMG CLA 45 4MATIC+ Coupé og Mercedes-AMG CLA 45 S 4MATIC+ Coupé
Ný 2,0 lítra AMG-hátæknivélin viðheldur hefð fyrirrennarans með því að vera öflugasta fjögurra strokka vélin sem er fjöldaframleidd. Til að beisla allan þennan kraft þarf líka öfluga AMG-hemlabúnaðinn með rauðlökkuðum hemlaklöfum.
2,0 lítra fjögurra strokka vél með forþjöppu
Fjögurra strokka hátæknivélin í Mercedes-AMG CLA 45 4MATIC+ skilar 285 kW
(387 hö.) og 480 Nm
, sem lætur bílinn ná hundraðinu á 4,1 sekúndu. Mercedes-AMG CLA 45 S 4MATIC+ Coupé hefur meira afl með 310 kW
(421 hö.) og nær hundraðinu á 4,0 sekúndum.
AMG Performance 4MATIC+
Nýi AMG Performance 4MATIC+ með AMG TORQUE CONTROL býður upp á akstursgetu á pari við kappakstursbíl. Tvö aðskilin tengsl á afturöxlinum dreifa kraftinum eftir þörfum til hvors afturhjóls fyrir sig. Í Mercedes-AMG CLA 45 S 4MATIC+ finnst þessi kraftur sérstaklega greinilega í stillingunni „Drift Mode“, sem er staðalbúnaður.
AMG SPEEDSHIFT DCT 8G
Með RACE START-eiginleikanum verður hröðun úr kyrrstöðu eins og best verður á kosið. Kveikjurof að hluta þegar sett er í hærri gír og sjálfvirk eldsneytisgjöf á milli skiptinga þegar sett er í lægri gír bjóða upp á magnaða hljóðupplifun.