Þægindi.

Hallaðu þér aftur.

Myndin sýnir innanrými Mercedes-Benz CLA Coupé.

Kynntu þér hápunkta CLA af eigin raun.

Sestu inn.

Sestu inn.

Myndin sýnir framhlið Mercedes-Benz CLA Coupé.

Langar þig til að kynnast CLA betur?

Pantaðu reynsluakstur núna.

Pantaðu reynsluakstur núna.

MBUX


MBUX. Þú munt elska það jafnmikið og snjallsímann þinn.

Stafræn tækni býður upp á ótal möguleika. Til dæmis nútímalega og þægilega leið til að stjórna bílnum.

MBUX


MBUX. Þú munt elska það jafnmikið og snjallsímann þinn.

Stafræn tækni býður upp á ótal möguleika. Til dæmis nútímalega og þægilega leið til að stjórna bílnum.

Myndbandið sýnir Mercedes-Benz User Experience-viðmótið í CLA Coupé.
Myndbandið sýnir Mercedes-Benz User Experience-viðmótið í CLA Coupé.
Spila aftur
 • MBUX-innanrýmisaðstoð

  Myndin sýnir innanrýmið í nýja CLA Coupé.

  Með MBUX-innanrýmisaðstoðinni í CLA er hægt að stjórna ýmsum þægindaeiginleikum og MBUX-aðgerðum á einfaldan og snertilausan hátt með bendingum. Myndavél í þakstjórnborðinu greinir handahreyfingar ökumanns og framsætisfarþega nálægt snertiskjánum eða snertifletinum og breytir framsetningunni á margmiðlunarskjánum til samræmis. Auk þess er hægt að velja eftirlætisatriði með því að mynda „V“ með vísifingri og löngutöng.

 • Augmented Video

  Myndin sýnir nærmynd af Widescreen-stjórnrými CLA Coupé.

  CLA breytir kannski ekki heiminum. En hann breytir sýn þinni á heiminn. Sérstök myndavél getur sýnt umhverfi bílsins ýmist sem hreyfimynd eða ljósmynd á margmiðlunarskjánum. Hlutum og merkingum er bætt við með sýndarveruleika, sem auðveldar þér meðal annars að finna áfangastaðinn hverju sinni. Einfalt í notkun og einstaklega snjallt.

 • Raddstýringarkerfið LINGUATRONIC

  Myndbandið sýnir raddstýringarkerfið í CLA Coupé.
  Spila aftur

  Með nýja raddstýringarkerfinu LINGUATRONIC bregst CLA við raddskipunum. Og miklu meira en það: Hann skilur þig og farþega þína, án þess að þurfa fyrst að læra skipanir. Og talar við þig. Viltu láta bílinn lesa upp, skrifa og senda SMS-skilaboð? Ekkert mál. Hann athugar veðrið á áfangastað fyrir þig, skiptir um útvarpsstöð eða sýnir þér fljótlegustu leiðina heim. Þú þarft aðeins að segja tvö orð: „Hey Mercedes“. Og CLA leggur við hlustir.

  Að loknum frágangi á efni er mögulegt að breytingar hafi verið gerðar á vörunni.

 • Þemu

  Myndin sýnir nærmynd af Widescreen-stjórnrými CLA Coupé.

  Með þemum er hægt að velja stemningu fyrir CLA með einum hnappi. Framsetningin á mælaborði og margmiðlunarskjá breytist til samræmis, sem og lýsingin og akstursstillingin. Og það besta er: Þú getur einnig sett saman þemu eftir eigin höfði.

 • User Action Prediction

  Myndin sýnir nærmynd af hönnun innanrýmis í CLA Coupé.

  MBUX gerir CLA að öflugum förunaut. Á hverjum degi lærir kerfið meira og þá aðallega að þekkja ökumanninn aðeins betur. Það getur munað uppáhaldslögin þín og leiðina í vinnuna. Þá stillir það sjálfkrafa á rétta útvarpsstöð og ef það er umferðarteppa á venjulegu leiðinni sýnir það þér fljótlegri leið. Alveg af sjálfu sér, ef þú vilt.

Tengimöguleikar


Snjallsíminn þinn, einn mikilvægasti eiginleikinn í CLA.

Ímyndaðu þér að þú setjir bílinn í gang og allt tengist saman. Á alsjálfvirkan og snurðulausan hátt.

Tengimöguleikar


Snjallsíminn þinn, einn mikilvægasti eiginleikinn í CLA.

Ímyndaðu þér að þú setjir bílinn í gang og allt tengist saman. Á alsjálfvirkan og snurðulausan hátt.

  Tenging fyrir snjallsíma

  Myndin sýnir hvernig tenging fyrir snjallsíma virkar í Mercedes-Benz CLA Coupé.

  Snjallsímar elska CLA. Þeir tengjast bílnum með USB, Wi-Fi eða NFC, alveg af sjálfu sér ef þess er óskað. Með snertihnöppum í stýrinu getur ökumaður stjórnað mörgum forritum og eiginleikum símans á skjá margmiðlunarkerfisins með einstaklega þægilegum hætti. Eins og fyrir galdur í einni svipan.

  Þráðlaus hleðsla og tenging

  Myndin sýnir hvernig þráðlaus hleðsla virkar í Mercedes-Benz CLA Coupé.

  Í CLA leggur þú snjallsímann ekki einfaldlega frá þér. Í þar til gerðu hólfi í miðstokknum er hann hlaðinn sjálfkrafa. Mjög einfalt, þráðlaust og með Qi-staðlinum. Og það besta er: Með NFC (Near Field Communication) tengir snjallsíminn sig strax við bílinn án þess að fara þurfi í gegnum mörg skref eða slá inn kóða.

  Afköst


  CLA elskar hvernig þú keyrir.

  Þess vegna lagar hann sig fullkomlega að þér með stillanlegum aksturskerfum.

  Afköst


  CLA elskar hvernig þú keyrir.

  Þess vegna lagar hann sig fullkomlega að þér með stillanlegum aksturskerfum.

  Veldu DYNAMIC SELECT-aksturskerfi með því að ýta á hnapp.
  Á eftir logninu kemur stormurinn. Aðeins þarf að ýta á hnapp til að sníða valfrjálsa undirvagninn með stillanlegri fjöðrun að aksturslagi þínu. Hægt er að velja á milli aksturskerfanna „Eco“, „Comfort“, „Sport“ og „Individual“.
  Allt að 19 tommu felgur.

  Tilbúinn til að sýna yfirburði: Valfrjálsu 48,26 cm (19") stóru felgurnar líta ekki aðeins ótrúlega vel út, heldur gefa einnig sportlegri tilfinningu fyrir akstrinum.

  Eins og þér hentar.
  Með stillingunum fyrir undirvagninn lagar fjöðrunin sig fullkomlega að aksturslagi þínu og akbrautinni hverju sinni og getur þannig stutt við akstursgetu CLA með virkum hætti.

  Léttir og hljóðlátir íhlutirnir eru hannaðir með það fyrir augum að sameina lipran akstur, öryggi og þægindi á sem bestan hátt.

  Enn minni loftmótstaða.
  Kraftmiklar útlínur Coupé-bílsins líta ekki aðeins glæsilega út, heldur halda þær loftmótstöðu einnig í algjöru lágmarki. Það dregur bæði úr eyðslu og hávaða ásamt því að gera bílinn stöðugri í akstri.

  Þægindabúnaðarpakkar


  Þægindabúnaður sem er sérsniðinn að þér og þínum þörfum.

  Þægindabúnaðarpakkar


  Þægindabúnaður sem er sérsniðinn að þér og þínum þörfum.

  ENERGIZING-pakkinn

  ENERGIZING-pakkinn býður upp á fyrsta flokks þægindi fyrir öll skilningarvit.

  ENERGIZING Plus-pakkinn

  Í þessum pakka kemur saman rjóminn af fyrsta flokks útbúnaði fullum af framsæknu hugviti.

  Farangursrýmispakki

  Farangursrýmispakkinn sameinar aukalega geymslu- og tengingamöguleika.

  Ljósa- og útsýnispakki

  Fleiri ljósgjafar svo þú sjáir vel til.

  Multicontour-sætapakki

  Multicontour-sætapakkinn lagar sætið fullkomlega að þér.

  Samskiptapakki fyrir snjallsíma

  Tengingin fyrir snjallsíma tengir farsímann við margmiðlunarkerfið.

  KEYLESS-GO-þægindapakki

  Einstaklega þægilegt að fara inn í bílinn og ganga frá farangri.

  Tæknipakki

  Mesta mögulega tæknigeta í pakka.

  Speglapakki

  Gerir bílinn grennri með einum hnappi.

  Samskiptapakkinn Navigation

  Pakkinn auðveldar þér daglegt amstur.

  MBUX Innovation-pakkinn

  MBUX Innovation-pakkinn aðstoðar þig með þægilegu og aðgengilegu viðmóti.

  Þægindaaukabúnaður


  Hámarksþægindi eftir þínu höfði.

  Þægindaaukabúnaður


  Hámarksþægindi eftir þínu höfði.

   MBUX-viðbótarveruleiki fyrir leiðsögukerfi

   Myndin sýnir nærmynd af Widescreen-stjórnrými CLA Coupé.

   Svo þú getir bjargað þér í flóknum aðstæðum í umferðinni tengir MBUX-viðbótarveruleiki fyrir leiðsögukerfi sýndarheiminn og þann raunverulega saman. Tæknin blandar myndrænum leiðsögu- og umferðarupplýsingum inn í lifandi myndir. Þannig kemstu fljótt, örugglega og afslappað á áfangastað.

   Burmester® Surround-hljóðkerfi

   Myndin sýnir nærmynd af Burmester® Surround-hátalara í CLA Coupé.

   Upplifðu meiri afköst og sérstöðu með hinum goðagnakennda Burmester-hljómburði. Öflugir hátalararnir skapa fyrsta flokks hljómburð. Hægt er að stilla þá af nákvæmni fyrir fram- og aftursæti og efla þannig upplifunina af hljóðinu. Gæði sem maður getur líka séð á vandaðri Burmester-áletruninni.

   Head-up-Display

   Myndin sýnir Head-up-Display í Mercedes-Benz CLA Coupé.

   Besta útsýnið fyrir sportlega akstursgleði og örugga tilfinningu undir stýri: Head-up-Display breytir framrúðunni í heillandi stafrænt stjórnrými. Þannig ertu alltaf með mikilvægar upplýsingar í beinni sjónlínu. Öll þín athygli er á götunni og því sem er að gerast í umferðinni.