Öryggi.

Framsýni. Eftirtektarsemi.

Myndin sýnir innanrými Mercedes-Benz CLA Coupé.

Kynntu þér hápunkta CLA af eigin raun.

Sestu inn.

Sestu inn.

Myndin sýnir framhlið Mercedes-Benz CLA Coupé.

Langar þig til að kynnast CLA betur?

Pantaðu reynsluakstur núna.

Pantaðu reynsluakstur núna.

Hápunktar


Þegar kemur að öryggi er skynsemin í fyrirrúmi í CLA.

Spennandi hönnun, róandi öryggi – akstursaðstoðarkerfi á pari við lúxusbíla.

Hápunktar


Þegar kemur að öryggi er skynsemin í fyrirrúmi í CLA.

Spennandi hönnun, róandi öryggi – akstursaðstoðarkerfi á pari við lúxusbíla.

Akstursaðstoðarpakkar

Vinna saman fyrir þig. Akstursaðstoðarpakkinn tengir saman aðstoðar- og öryggiskerfi. Þannig er hægt að greina hættu, gefa viðvaranir og hemla í neyðartilvikum.

Svo þú komist á áfangastað með afslöppuðum og öruggum hætti. Nútímaleg skynjarakerfi aðstoða þig við að stýra bílnum, skipta um akrein og stjórna aksturshraða – sem er skref í átt að sjálfvirkum akstri. Þegar hætta er á árekstri geta kerfin sjálf gripið inn í og hemlað.

Virk hemlunaraðstoð með vegamótavirkni

Vökul og ávallt viðbúin: Virka hemlunaraðstoðin með vegamótavirkni varar þig við bæði sjónrænt og með hljóðmerki þegar bilið að næsta bíl er of lítið og getur auk þess aðstoðað þig við að hemla eða hemlað sjálfkrafa í neyðartilvikum.

Við hættulegar aðstæður á hraða allt að 60 km/klst. getur framsækin vegamótavirknin greint þverumferð akandi og gangandi vegfarenda og þannig aðstoðað við að koma í veg fyrir árekstur. Eiginleikinn fyrir nauðhemlun við enda umferðarteppu getur greint kyrrstæð ökutæki og stöðvað bílinn í tæka tíð.

MULTIBEAM LED

Sjáðu hættuna í tæka tíð: MULTIBEAM LED-aðalljósin eru ekki aðeins glæsilega hönnuð. Þau lýsa akbrautina líka betur upp en önnur hefðbundin aðalljós.

MULTIBEAM LED-aðalljósin gefa þér góða yfirsýn við nærri allar aðstæður. Enda laga þau lýsinguna sjálfkrafa að umhverfi og veðurskilyrðum á augabragði. Þannig gefa þau frá sér breiða og nákvæma lýsingu án þess að blinda aðra ökumenn.

PRE-SAFE®-kerfið

PRE-SAFE®-kerfið nýtir tímann áður en yfirvofandi slys á sér stað.
Margar ráðstafanir geta þá dregið úr hugsanlegum áraunum.

Eiginleikinn PRE-SAFE® Sound framkallar suð úr hátölurunum og getur þannig kallað fram varnarviðbrögð: Heyrn þín aftengir sig stutta stund og ver sig þannig fyrir skaðlegum hávaða frá árekstrinum.

Aðstoðarkerfi


Framúrskarandi öryggi með Mercedes-Benz Intelligent Drive-kerfum.

Á ferðinni á álagstímum, við langan næturakstur eða á vegum sem þú þekkir ekki; alltaf mun CLA Coupé létta undir með þér svo um munar. Að bak býr hugmyndin um að sérhver ferð í Mercedes-Benz verði örugg og einstök: Mercedes-Benz Intelligent Drive. Því tíminn sem þú ert undir stýri er þinn tími. Tími til að slaka á. Tími til að safna orku. Svo að þú komist á áfangastað með öruggum en einnig afslöppuðum hætti.

Aðstoðarkerfi


Framúrskarandi öryggi með Mercedes-Benz Intelligent Drive-kerfum.

Á ferðinni á álagstímum, við langan næturakstur eða á vegum sem þú þekkir ekki; alltaf mun CLA Coupé létta undir með þér svo um munar. Að bak býr hugmyndin um að sérhver ferð í Mercedes-Benz verði örugg og einstök: Mercedes-Benz Intelligent Drive. Því tíminn sem þú ert undir stýri er þinn tími. Tími til að slaka á. Tími til að safna orku. Svo að þú komist á áfangastað með öruggum en einnig afslöppuðum hætti.

Myndin sýnir alstafrænan mælaborðsskjá í Mercedes-Benz CLA Coupé.

Akstursaðstoð og öryggi

Myndin sýnir margmiðlunarskjáinn í Mercedes-Benz CLA Coupé.

Lagt í stæði

Myndin sýnir MULTIBEAM LED-aðalljós í Mercedes-Benz CLA Coupé.

Ljós og skyggni

Myndin sýnir undirvagninn með stillanlegri fjöðrun fyrir Mercedes Benz CLA Coupé.

Fjöðrun

Öryggisbúnaðarpakkar


Allt sem gerir CLA-bílinn enn öruggari.

Öryggisbúnaðarpakkar


Allt sem gerir CLA-bílinn enn öruggari.

Akstursaðstoðarpakki

Búðu þig undir sjálfvirkan akstur.

 

Bílastæðapakki með 360° myndavél

Leggðu bílnum á þægilegri hátt.

Bílastæðapakki með bakkmyndavél

Með þessum pakka ferðu líka létt með að leggja í þröng stæði.

URBAN GUARD-eftirlitskerfi

URBAN GUARD-eftirlitskerfið sameinar margvíslegan öryggisbúnað.