- Hápunktar bílsins
- Hönnun ytra byrðis
- Hönnun innanrýmis
- AMG-útbúnaður
- Afköst
- Sérsniðsstillingar

Mercedes-AMG CLA Shooting Brake.
Mercedes-AMG CLA Shooting Brake.
Instant Independence.
Hápunktar bílsins
Hápunktar bílsins

Ytra byrði

Innanrými

Afköst
Hönnun ytra byrðis
Instant Ease.
Hönnun ytra byrðis
Instant Ease.
-
Mercedes-AMG CLA 35 4MATIC Shooting Brake
Með svipsterkri hönnun sinni er Mercedes-AMG CLA 35 4MATIC Shooting Brake greinilega frábrugðinn AMG Line. Helsti munurinn: AMG-framsvunta með sérstökum loftraufum, AMG-sílsalistar og vindskeið í sama lit og bíllinn. Og jafnáberandi er AMG-aftursvuntan með einkennandi útliti loftdreifis.
AMG-framsvunta
Sígilt „AMG Styling“ með einkennandi AMG-grilli og AMG-áletrun tekur af allan vafa um upprunann: Aðeins alvöru Mercedes-AMG CLA 35 4MATIC Shooting Brake er með AMG-framsvuntu með loftraufum hjá ytri loftinntökunum. Í loftinntökunum eru það fyrst og fremst loftkljúfurinn og skrauteiningarnar úr silfurkrómi sem grípa athyglina.
AMG-aftursvunta
Aftursvuntan er líka í samræmi við dæmigert AMG Style-útlit: Að aftan er Mercedes-AMG CLA 35 4MATIC Shooting Brake einnig með sportlegt og lipurt yfirbragð með einkennandi útliti loftdreifis og púströrum hægra og vinstra megin með 90 millimetra þvermáli.
Öflugur AMG-hemlabúnaður
Öflugur AMG-hemlabúnaðurinn býður upp á mikla hemlunargetu og stutta hemlunarvegalengd. Á framöxlinum eru notaðir fastir fjögurra strokka klafar og 350 millimetra stórir hemladiskar, en á afturöxlinum eru fljótandi eins strokks klafar og 330 millimetra stórir hemladiskar. Svo þú hafir líka bestu hemlunargetuna í sportlegum akstri.
-
Mercedes-AMG CLA 45 4MATIC+ Shooting Brake og Mercedes-AMG CLA 45 S 4MATIC+ Shooting Brake
Goðsagnakennd hönnun og framúrskarandi afköst: Mercedes-AMG CLA 45 4MATIC+ Shooting Brake og Mercedes-AMG CLA 45 S 4MATIC+ Shooting Brake þekkjast greinilega á einkennandi AMG-grillinu. Skyldleikinn við hönnun fjögurra dyra Mercedes-AMG GT 63 4MATIC+ Coupé blasir við. AMG-aftursvuntan er ekki síður svipsterk með áberandi AMG-útblásturskerfinu, AMG-sílsalistum og AMG-felgum ásamt frambrettum.
AMG-framsvunta
Mercedes-AMG CLA 45 4MATIC+ Shooting Brake og Mercedes-AMG CLA 45 S 4MATIC+ Shooting Brake skilja sig augsýnilega frá Mercedes-AMG CLA 35 4MATIC Shooting Brake með AMG-framsvuntu ásamt einkennandi AMG-grilli. Grillið gefur greinilega til kynna aflið sem kraumar undir vélarhlífinni.
Kraftmikill baksvipur
Afturhluti Mercedes-AMG CLA 45 4MATIC+ Shooting Brake og Mercedes-AMG CLA 45 S 4MATIC+ Shooting Brake gefur afköstin einnig skýrt til kynna. AMG-aftursvuntan með einkennandi útliti loftdreifis og AMG-vindskeiðin á skottlokinu taka af allan vafa um að hér er vissulega á ferðinni skutbíll, en alls ekki hefðbundinn fjölskyldubíll.
AMG-felgur og aurbretti
Grípur augað: Mikil sporvídd með útvíðum aurbrettum og „TURBO 4MATIC+“-áletrun. Valfrjálsar þrýstimótaðar 19 tommu felgur með krossörmum og rauðlakkaðir hemlaklafar gera ytra byrði Mercedes-AMG CLA 45 S 4MATIC+ enn áhrifaríkara.
AMG-sílsalistar
Hönnunin er allt: Fyrir 45-gerðirnar af Mercedes-AMG eru í boði fjölbreyttir pakkar til að velja úr. Til dæmis silfurkrómpakkinn með loftkljúfi að framan og sílsalistum úr silfurkrómi eða næturpakkinn sem inniheldur fjölda atriða í háglansandi svörtu.
Hönnun innanrýmis
Instant Recharge.
Hönnun innanrýmis
Instant Recharge.
-
Mercedes-AMG CLA 35 4MATIC Shooting Brake
Hönnun innanrýmisins einkennist einnig af krafti og snerpu: Sportsætin með áklæði úr ARTICO-leðurlíki í neva-gráum og svörtum lit passa fullkomlega við AMG Performance-stýrið klætt Nappa-leðri. Sjálfstæður AMG-miðstokkurinn er einnig áberandi sportlegur og mælaborðið með AMG-valmynd býður upp á viðbótarupplýsingar á borð við gíravísi, upphitunarvalmynd, hröðunarmæli, tímamæli fyrir kappakstur og vélargögn.
AMG-mælaborð
AMG-mælaborðið býður upp á spennandi AMG-hönnun og verðmætar upplýsingar fyrir sportlega ökumenn. Á 10,25“ (26 cm) stórum margmiðlunarskjánum eru einnig sýnd tiltekin AMG-atriði, eins og AMG-upphafsmyndin, upplýsingar um bíl og vél sem og valfrjálsa AMG TRACK PACE-virknin.
AMG-miðstokkur
Háglansandi svartur AMG-miðstokkurinn með hnöppum fyrir stillingar aksturseiginleika sýnir skýrt hvaða gríðarlegu tæknilegu möguleikum bíllinn býr yfir. Hann er áberandi sportlegur og framhækkandi og innbyggðir eru rofar sem stjórna stillingunni fyrir beinskiptingu, þriggja þrepa ESP® og AMG RIDE CONTROL-fjöðrun (aukabúnaður). Ekki bara hápunktur útlitslega séð.
AMG-stýrishnappar
Með valfrjálsa AMG Performance-stýrinu heldurðu áreynslulausri tengingu við götuna og getur einfaldlega breytt hinum ýmsu stillingum sportbílsins þíns. Hringlaga snúningshnappurinn er til að stjórna aksturskerfunum. Hægt er að stilla báða lóðréttu og lituðu skjáhnappana sem og hnappana sem þrýst er á eftir óskum. Nota má skjáhnappana tvo til að færa frekari AMG-virkni miðstokksins yfir til stýrisins.
-
Mercedes-AMG CLA 45 4MATIC+ Shooting Brake og Mercedes-AMG CLA 45 S 4MATIC+ Shooting Brake
Sportleg hönnun innanrýmisins í Mercedes-AMG CLA 45 4MATIC+ Shooting Brake og Mercedes-AMG CLA 45 S 4MATIC+ Shooting Brake skapar auk þess sérstaka „Performance“-tilfinningu. Hvort sem það er AMG-mælaborðið, AMG Performance-stýrið, sportlegur AMG-miðstokkurinn eða sportsætin: aðeins sannkallaður Mercedes-AMG getur verið svona sportlegur.
AMG-mælaborð
AMG-mælaborðið með þremur mismunandi birtingarmátum og „Supersport“-stillingu með stórum miðlægum snúningshraðamæli og stöplalaga viðbótarupplýsingum er skapað fyrir kraftmikinn akstur. Fullkomlega samþætt við MBUX-margmiðlunarkerfið.
AMG Performance-stýri
Valfrjálsa AMG Performance-stýrið með „klukkan 12“-merkingu og „AMG“-áletrun býður upp á einstaklega góða tilfinningu fyrir veginum, líka í sportlegum akstri. Þrjár útfærslur eru í boði og með valfrjálsu AMG-stýrishnöppunum er hægt að stjórna hinum margvíslegu stillingum bílsins.
AMG-miðstokkur
Maður hefur frábæra stjórn á öllu með sportlega framhækkandi miðstokknum. Þar eru rofar til að stjórna stillingunni fyrir beinskiptinguna, þriggja þrepa ESP® sem og AMG RIDE CONTROL-fjöðrunina.
- Framhlið
- Afturhluti




















- Framhlið
- Afturhluti
Þetta val er ekki í boði.
Valin útbúnaðarlína inniheldur eingöngu útbúnað fyrir ytra byrði eða innanrými nýja CLA Shooting Brake.
- Staðalbúnaður fyrir CLA 35 4MATIC
- Staðalbúnaður fyrir CLA 45 4MATIC+
- AMG-næturpakki fyrir CLA 35 4MATIC
- AMG-loftmótstöðupakki fyrir CLA 35 4MATIC*
- AMG-silfurkrómpakki fyrir CLA 45 S 4MATIC+**
Þetta val er ekki í boði.
Valin útbúnaðarlína inniheldur eingöngu útbúnað fyrir ytra byrði eða innanrými nýja CLA Shooting Brake.
- Staðalbúnaður fyrir CLA 35 4MATIC
- Staðalbúnaður fyrir CLA 45 4MATIC+
- AMG-næturpakki fyrir CLA 35 4MATIC
- AMG-loftmótstöðupakki fyrir CLA 35 4MATIC*
- AMG-silfurkrómpakki fyrir CLA 45 S 4MATIC+**
Smelltu á og dragðu
Veldu tvær útbúnaðarútfærslur og færðu svo sleðann til að bera þær saman.
Veldu tvær útbúnaðarútfærslur til að bera þær saman.
- Staðalbúnaður fyrir CLA 35 4MATIC
- Staðalbúnaður fyrir CLA 45 4MATIC+
- AMG-næturpakki fyrir CLA 35 4MATIC
- AMG-loftmótstöðupakki fyrir CLA 35 4MATIC*
- AMG-silfurkrómpakki fyrir CLA 45 S 4MATIC+**
- Staðalbúnaður fyrir CLA 35 4MATIC
- Staðalbúnaður fyrir CLA 45 4MATIC+
- AMG-næturpakki fyrir CLA 35 4MATIC
- AMG-loftmótstöðupakki fyrir CLA 35 4MATIC*
- AMG-silfurkrómpakki fyrir CLA 45 S 4MATIC+**
Afköst
Instant amazed.
Afköst
Instant amazed.
-
Mercedes-AMG CLA 35 4MATIC Shooting Brake
Mercedes-AMG CLA 35 4MATIC Shooting Brake gengur fyrir nýrri 2,0 lítra fjögurra strokka vél með forþjöppu sem skilar afli upp á 225 kW[1] (306 hö.) og nær hundraðinu á 5,0 sekúndum. Fjórhjóladrifið, sem er staðalbúnaður, dreifir drifkraftinum úr hreinu framhjóladrifi yfir í allt að 50:50-skiptingu með stillanlegum hætti. AMG Performance 4MATIC-drifið býður upp á besta mögulega grip og skemmtilega aksturseiginleika. AMG SPEEDSHIFT DCT 7G-gírskiptingin með tvöfaldri kúplingu býður upp á magnaða hraðaaukningu á öllum sviðum: Instant Yesss.
2,0 lítra fjögurra strokka vél með forþjöppu
AMG 2,0 lítra fjögurra strokka vélin með forþjöppu, 225 kW
(306 hö.) og 400 Nm
sker sig úr með „twin-scroll“-tækni, vatns-millikæli og sjálfstæðri útfærslu loftinntaks (lögn fyrir hreint loft).
AMG Performance 4MATIC
Enn hraðvirkari raf- og vélstýrð diskakúpling fyrir breytilega afldreifingu og framúrskarandi grip við hröðun þegar komið er út úr beygju. Aksturskerfin „Comfort“, „Sport“ eða „Sport+“ bjóða upp á skemmtilegan akstur með áherslu á þægindi eða sportlega eiginleika og allt þar á milli.
AMG SPEEDSHIFT DCT 7G
AMG SPEEDSHIFT DCT 7G-gírkassinn er tilvalinn förunautur í sportlegum akstri. Þessi gírskipting með tvöfaldri kúplingu býður upp á einstaklega hraðar skiptingar, en einnig mjúkar og þægilegar skiptingar sem ökumaður tekur varla eftir. Þannig færðu það besta úr tveimur heimum – kappakstur eða þægindi á langferðum, þitt er valið!
AMG RIDE CONTROL-fjöðrun
AMG RIDE CONTROL-fjöðrunin er lykillinn að framúrskarandi aksturseiginleikum – bæði í daglegum akstri og á kappakstursbrautinni. Stillanleg fjöðrunin býður upp á breitt svið milli þægilegs og sportlegs aksturs. Ökumaður velur á milli einstakra kerfa með einu handtaki og eiginleikar fjöðrunarinnar breytast þá á svipstundu.
-
Mercedes-AMG CLA 45 4MATIC+ Shooting Brake og Mercedes-AMG CLA 45 S 4MATIC+ Shooting Brake
Nýþróuð AMG 2,0 lítra fjögurra strokka vélin með tvöfaldri forþjöppu tekur við keflinu af fyrirrennara sínum. Til að beisla allan þennan kraft þarf líka öfluga AMG-hemlabúnaðinn með rauðlökkuðum hemlaklöfum.
2,0 lítra fjögurra strokka vél með forþjöppu
Fjögurra strokka vélin með forþjöppu í Mercedes-AMG CLA 45 4MATIC+ skilar 285 kW
(387 hö.) og 480 Nm
. Mercedes-AMG CLA 45 S 4MATIC+ er meira að segja enn aflmeiri. Hérna gefa 310 kW
(421 hö.) og 500 Nm
ótakmörkuð afköst.
AMG Performance 4MATIC+
Nýja AMG Performance 4MATIC+-drifið með AMG TORQUE CONTROL býður upp á akstursgetu á pari við kappakstursbíl. Tvö aðskilin tengsl á afturöxlinum dreifa kraftinum eftir þörfum til hvors afturhjóls fyrir sig. Í Mercedes-AMG CLA 45 S 4MATIC+-gerðinni finnst þessi kraftur sérlega greinilega í stillingunni „Drift Mode“, sem er staðalbúnaður.
AMG SPEEDSHIFT DCT 8G
Með RACE START-eiginleikanum verður hröðun úr kyrrstöðu eins og best verður á kosið. Kveikjurof að hluta þegar sett er í hærri gír og sjálfvirk eldsneytisgjöf á milli skiptinga þegar sett er í lægri gír bjóða upp á magnaða hljóðupplifun.
Mercedes-AMG CLA 35 4MATIC Shooting Brake: Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri: XXX l/100 km, CO2-losun í blönduðum akstri: XXX g/km;
Mercedes-AMG CLA 45 4MATIC+ Shooting Brake: Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri: XXX l/100 km, CO2-losun í blönduðum akstri: XXX g/km;
Mercedes-AMG CLA 45 S 4MATIC+ Shooting Brake: Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri: XXX l/100 km, CO2-losun í blönduðum akstri: XXX g/km;
Mercedes-AMG GT 63 S 4MATIC+: Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri: XXX l/100 km, CO2-losun í blönduðum akstri: XXX g/km;
Mercedes-AMG GT R Coupé: Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri: XXX l/100 km, CO2-losun í blönduðum akstri: XXX g/km;
Mercedes-AMG GT S Roadster: Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri: XXX l/100 km, CO2-losun í blönduðum akstri: XXX g/km