Hápunktar
Snjöll akstursaðstoðarkerfin í nýja E-Class Coupé eru alltaf skrefinu á undan.
Hápunktar
Snjöll akstursaðstoðarkerfin í nýja E-Class Coupé eru alltaf skrefinu á undan.


MBUX-viðbótarveruleiki fyrir leiðsögukerfi
Svo þú getir bjargað þér í flóknum aðstæðum í umferðinni tengir MBUX-viðbótarveruleiki fyrir leiðsögukerfi sýndarheiminn og þann raunverulega saman.
Tæknin blandar myndrænum leiðsögu- og umferðarupplýsingum inn í lifandi myndir. Þannig kemstu fljótt, örugglega og afslappað á áfangastað.

Virk hemlunaraðstoð
Virka hemlunaraðstoðin hjálpar til við að koma í veg fyrir aftanákeyrslur og slys. Hún getur greint ökutæki sem aka á undan eða eru kyrrstæð og einnig gangandi vegfarendur á hættusvæðinu fyrir framan bílinn.

DISTRONIC-hraðastillir með fjarlægðarskynjun
DISTRONIC er sjálfvirkur hraðastillir með fjarlægðarskynjun frá Mercedes Benz: Hann heldur sjálfkrafa hæfilegri fjarlægð frá næsta ökutæki á undan og léttir þannig undir með þér á lengri leiðum, til dæmis á hraðbrautum.

Bílastæðaaðstoð með PARKTRONIC
Virka bílastæðaaðstoðin með PARKTRONIC sér ekki eingöngu um að leggja bílnum sjálfkrafa í laust stæði, heldur getur hún einnig fundið hentugt bílastæði á hraða allt að 35 km/klst.

MULTIBEAM LED
MULTIBEAM LED-aðalljósin laga sig sjálfkrafa að umhverfinu og bregðast við umferðaraðstæðum með LED-ljósum sem hægt er að stjórna hverju fyrir sig.

PRE-SAFE®-kerfið
PRE-SAFE®-kerfið nýtir tímann áður en yfirvofandi slys á sér stað. Fjöldi ráðstafana getur dregið úr hugsanlegum áraunum, til dæmis er hægt að strekkja fyrir fram á öryggisbeltum í framsætum með rafstýringu þegar hætta er á ferðum.