Skilgreinir nýja stefnu.

E-Class All-Terrain.

Svo fjölhæfur hefur E-Class aldrei áður verið: All-Terrain sameinar dæmigerða SUV-hæfileika og íburðarmikinn Estate sérbúnað.

Skilgreinir nýja stefnu.

E-Class All-Terrain.

Svo fjölhæfur hefur E-Class aldrei áður verið: All-Terrain sameinar dæmigerða SUV-hæfileika og íburðarmikinn Estate sérbúnað.

 • Hönnun

  Glæsileiki sem veitir innblástur.

  Myndin sýnir Mercedes-Benz E-Class All-Terrain fyrir framan myrkvað svið frá hlið að framanverðu frá hægri.

  Sjálfsöruggt útlit með sérstæðum léttmálmshjólasettum.

  Myndin sýnir Mercedes-Benz E-Class All-Terrain fyrir framan myrkvað svið í hálfum prófíl að framanverðu frá vinstri.

  Hærri hjólahliðar tryggja meiri hæð frá jörðu.

  Myndin sýnir framan á Mercedes-Benz E-Class All-Terrain fyrir framan myrkvað svið.

  Áberandi: Tveggja-blaða grill í SUV-stíl og miðstjarna.

  Myndin sýnir Mercedes-Benz E-Class All-Terrain á hlið fyrir framan myrkvað svið.

  Hjólskálaklæðningar í svörtu undirstrika All-Terrain-karakterinn.

  Myndin sýnir Mercedes-Benz E-Class All-Terrain fyrir framan myrkvað svið frá hlið að aftanverðu.

  SUV-tilvitnun: Sterkleg og sýnileg hleðslukants- og undirvagnshlífðarpanna.

  Myndin sýnir aftan á Mercedes-Benz E-Class All-Terrain fyrir framan myrkvað svið.

  Svæðið undir stuðaranum er kornað með svörtu plasti.

  Myndin sýnir sjónarhornið aftan frá í ökumannsrýminu í Mercedes-Benz E-Class All-Terrain.

  Láréttar línur skapa rausnarlega rýmistilfinningu.

  Myndin sýnir nærmynd af farþegahurð Mercedes-Benz E-Class All-Terrain með stjórntækjum og hátölurum.

  Hágæða efni setja mark sitt á innanrýmið.

  Myndin sýnir sjónarhornið frá ökumannshliðinni yfir í farþegahliðina með skrautþáttum sem ná alveg út að hurðinni.

  Einungis fáanlegt fyrir All-Terrain: Skrautþættir í ál- og kolefnisstíl.

  Myndin sýnir nærmynd merkis með „All-Terrain“ áskrift á gólfmottunum í Mercedes-Benz E-Class All-Terrain.

  Innanrými All-Terrain leggur sínar eigin áherslur.

  Glæsileiki sem veitir innblástur.

  Hönnun All-Terrain endurspeglar borgarlífsstíl með kraftmiklum SUV-einkennum. Auk þess eru mörg atriði miklu meira en bara hönnun: Þannig sýnir til dæmis AIR BODY CONTROL-loftfjöðrunarkerfið og stærri hjól yfirburði Mercedes-Benz E-Class, jafnvel í torfærum.

  Hápunktar hönnunar í nærmynd:

  • 19’’ léttmálmsfelgur í 10-arma-hönnun, 19’’ léttmálmsfelgur sem sérútbúnaður í fjölarma-hönnun eða 20’’ léttmálmsfelgur í 5-tvíarma-hönnun
  • Útblásturskerfi með tveimur útblástursrörum áföstum við stuðarann
  • Þakbogar, hleðslukantshlífðarpanna, skrautlistar meðfram gluggum og gluggaumgjörðir í glansandi áli, þakvindskeið í lit bílsins
  • Vatnskassagrind með hönnun í SUV-stíl, miðlæg Mercedes stjarna og tveir rimlar í möttu iridínsilfri
  • Burðargrindarklæðning í svörtu með auka krómskrautlistum
  • Hjólskálaframlengingar í svörtu
  • Sérhannaðir fram- og afturstuðarar með hlífðarpönnu í galvaníseruðu silfurkrómi
 • Tækni

  Spennandi nýjungar.

  Myndin sýnir undirvagn Mercedes-Benz E-Class All-Terrain með AIR BODY CONTROL.

  AIR BODY CONTROL stillir fjöðrun og hæð frá jörðu.

  Myndin sýnir nærmynd af aðgerðaskjánum með All-Terrain sem völdu aksturskerfi í Mercedes-Benz E-Class All-Terrain.

  Staðalbúnaður um borð: DYNAMIC SELECT með fimm aksturskerfum.

  Myndin sýnir myndræna framsetningu aksturskerfisins DYNAMIC SELCET All-Terrain á skjá margmiðlunarkerfisins í Mercedes-Benz E-Class All-Terrain.

  Stilltur á akstur í torfærum: All-Terrain aksturskerfið.

  Spennandi nýjungar.

  All-Terrain ber nafn með rentu, einnig þegar kemur að tækni. Samspil 4MATIC fjórhjóladrifs, AIR BODY CONTROL-fjöðrunarkerfisins, hins sérstaka All-Terrain aksturskerfis og stærri hjóla gera samlífi dæmigerðra E-Class þæginda og torfæruhæfni mögulegt.

  AIR BODY CONTROL-fjöðrunarkerfið ásamt stöðugri aðlögunardempun tryggir akstursþægindi og aksturseiginleika í mjög háum gæðaflokki. Fjöðrunin lagar hvert hjól fyrir sig að akstursaðstæðum hverju sinni og hefur sérstaka All-Terrain hæðarstillingu: Hægt er að hækka ökutækið um 20 millimetra í viðbót en það er háð hraða. Þökk sé loftfjöðrun eru alls þrjár hæðarstöður í boði.

  Hið sérstaka All-Terrain aksturskerfi lagar einnig stjórnkerfi eins og rafræna stöðugleikakerfið ESP® eða spólvörnina (ASR) að óbundnum eða erfiðum akstursaðstæðum. Sérstaklega með 4MATIC fjórhjóladrifinu gefur þetta mjög áreiðanlegt grip og sjálfsöruggan knúning fram á við.

Eftir framleiðslu myndarinnar er mögulegt að breytingar hafi verið gerðar á vörunni.

E-Class All-Terrain E 220 d 4MATIC: Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri: xx l/100 km, CO2-losun í blönduðum akstri: xx/km; eldsneytisnotkun E-Class All-Terrain E 350 d 4MATIC: í blönduðum akstri: xx l/100 km, CO2-losun í blönduðum akstri: xx g/km<p>Uppgefin gildi voru fengin samkvæmt tilskilinni mæliaðferð. Um er að ræða „NEDC-CO<sub>2</sub>-gildi“ í skilningi 1. töluliðs 2. gr. framkvæmdarreglugerðar (ESB) 2017/1153. Eldsneytisnotkun var reiknuð út á grundvelli þessara gilda. Raforkunotkun var ákvörðuð á grundvelli reglugerðar 692/2008/EB.</p>