Akstursaðstoð og öryggi

Árekstrarvörn

Akstursaðstoð og öryggi

Árekstrarvörn

Myndin sýnir virkni virku hemlunaraðstoðarinnar með vegamótavirkni í E-Class Estate.
Spila aftur

Virk hemlunaraðstoð er stöðugt á verði fyrir þig og getur aðstoðað við að koma í veg fyrir alvarleg óhöpp vegna of lítillar fjarlægðar eða vegna skorts á athygli. Kerfið varar þá sjónrænt og hljóðrænt við yfirvofandi árekstri. Ef þú beitir hemlunum ekki af nægum krafti í kjölfarið, getur kerfið aukið hemlunaraðstoðina ef aðstæður réttlæta slíkt.

Ef þú bregst alls ekki við tekur virka hemlunaraðstoðin yfir og reynir sjálfstætt að bremsa með eins mikilli orku og raunhæft er að nota. Þetta kemur í veg fyrir óhöpp, eða í það minnsta getur það dregið úr alvarleika þeirra. Bíllinn getur einnig komið í veg fyrir árekstur við kyrrstæð ökutæki eða gangangdi vegfarendur á allt að 60 km/klst ökuhraða. Eftir aðstæðum kemur þetta í veg fyrir árekstur á allt að 50 km/klst. ökuhraða

Virknin í smáatriðum:

  • Fjarlægðar- og árekstrarviðvörun.

Ef öryggisfjarlægðin er of stutt varar kerfið sjónrænt við með viðvörunarljósi á margmiðlunarskjánum. Ef bilið minnkar hratt og árekstur er yfirvofandi fer að auki í gang hljóðræn viðvörun sem hljómar taktfast.

  • Hemlunaraðstoð sem lagar sig að aðstæðum.

Ef ökumaðurinn stígur fast á bremsuna þegar bráður árekstur er yfirvofandi, hækkar hemlunaraðstoðin, sem lagar sig að aðstæðum, hemlunarþrýstinginn sjálfvirkt upp í nauðsynlegan styrk ef nauðsyn krefur.

  • Sjálfstæð hemlun.

Ef bílstjórinn hemlar ekki eða beygir ekki frá þrátt fyrir sjónræna og hljóðræna viðvörun, framkvæmir kerfið hemlun af sjálfsdáðum. Þannig er, ef mögulegt, hægt að forðast árekstur eða draga úr afleiðingum áreksturs.

  • Neyðarhemlunarvirkni fyrir umferðarteppur.

Aftan við umferðarteppu, ef kerfið greinir ekki aðra möguleika, getur Neyðarhemlunarvirkni fyrir umferðarteppur dregið sjálfkrafa úr hraðanum. Þetta getur komið í veg fyrir slys eða að minnsta kosti dregið úr alvarleika þess.

Aðeins fáanlegt sem hluti af akstursstoðkerfispakka eð akstursstoðkerfispakka Plus.