Akstursaðstoð og öryggi

Sjálfvirkur hraðastillir

Akstursaðstoð og öryggi

Sjálfvirkur hraðastillir

Myndin sýnir virkni DISTRONIC-hraðastillisins með fjarlægðarskynjun sem heldur bílnum í öruggri fjarlægð frá næsta ökutæki á undan.
Spila aftur

Þú vilt helst ekki vera án þessa kerfis, sérstaklega í umferð þar sem sífellt er verið að nema staðar og fara af stað og í umferðarteppum. DISTRONIC hraðastillirinn léttir byrði af þér svo um munar og stjórnar sjálfkrafa nálægð við ökutæki sem á undan eru.

Ef bílastæðapakkinn er tekinn til viðbótar við DISTRONIC hraðastillinn aukast þægindin enn frekar. Ökutækið þitt keyrir þá sjálfkrafa nær næsta bíl, hafi sá bíll ekki verið kyrrstæður lengur en í 30 sekúndur.

Hraðastilling sem tekur mið af þeim vegum sem keyrt er á eykur enn á notkunarmöguleikana – sérstaklega á þjóðvegum. Nálgist ökutækið til dæmis beygju dregur kerfið sjálfkrafa úr ökuhraða. Þetta á sérstaklega við um vegamót og hringtorg. Þegar þú ert kominn í gegnum beygjuna og bil á milli bíla hefur aukist, þá hraðar ökutækið sjálfkrafa ferðina upp í þann hraða sem búið var að stilla inn.

Framsækið kerfið býður upp á enn frekari virkni þegar leiðsögn er í gangi. Ef ökutækið ekur til dæmis á hægri akrein hægir það á sér áður en komið er að viðkomandi frárein. Hið sama gildir um vegamót þar sem á að beygja út af samkvæmt leið leiðsögutækis, eða ef þú hefur sett stefnuljósið á.