Akstursaðstoð og öryggi

Árekstrarvörn

Akstursaðstoð og öryggi

Árekstrarvörn

Myndin sýnir virkni virku hemlunaraðstoðarinnar með vegamótavirkni í E-Class Saloon.
Spila aftur

Virk hemlunaraðstoð er stöðugt á verði fyrir þig og getur aðstoðað við að koma í veg fyrir alvarleg óhöpp vegna of lítillar fjarlægðar eða vegna skorts á athygli. Kerfið varar þá sjónrænt og hljóðrænt við yfirvofandi árekstri. Ef þú beitir hemlunum ekki af nægum krafti í kjölfarið, getur kerfið aukið hemlunaraðstoðina ef aðstæður réttlæta slíkt.

Ef þú bregst alls ekki við tekur virka hemlunaraðstoðin yfir og reynir sjálfstætt að bremsa með eins mikilli orku og raunhæft er að nota. Þetta kemur í veg fyrir óhöpp, eða í það minnsta getur það dregið úr alvarleika þeirra. Bíllinn getur einnig komið í veg fyrir árekstur við kyrrstæð ökutæki eða gangangdi vegfarendur á allt að 60 km/klst ökuhraða. Eftir aðstæðum kemur þetta í veg fyrir árekstur á allt að 50 km/klst. ökuhraða