Öryggi.

Einn öruggasti staður sem fjölskyldur geta óskað sér.

Hápunktar


Í átt að slysalausum akstri.

Þú getur treyst hátæknilegum akstursaðstoðar- og öryggiskerfum E-Class Estate.

Hápunktar


Í átt að slysalausum akstri.

Þú getur treyst hátæknilegum akstursaðstoðar- og öryggiskerfum E-Class Estate.

MULTIBEAM LED

MULTIBEAM LED aðlagar ökuljós fljótt og nákvæmlega að raunverulegum akstursaðstæðum, t.d. í beygjum, á hraðbrautum eða í slæmu veðri.

Með þessari framsæknu tækni er hægt að hafa háu ljósin stöðugt á án þess að blinda aðra vegfarendur. LED-ljós sem má stjórna hverju fyrir sig hlífa öðrum ökutækjum við geisla sínum en lýsa um leið umhverfið upp svo næstum verður dagljóst.

DISTRONIC-hraðastillir með fjarlægðarskynjun

DISTRONIC-hraðastillirinn með fjarlægðarskynjun léttir undir með ökumanninum á langferðum og í seigfljótandi umferð.

Einfalt og þægilegt er að stilla fjarlægðina og hraðann með aðgerðastýrinu.

Virk hemlunaraðstoð

Kerfið getur aðstoðað við að koma í veg fyrir eða draga úr afleiðingum árekstra við ökutæki sem aka fyrir framan, sem og óhappa þar sem gangandi vegfarendur koma við sögu.

Virka hemlunaraðstoðin er með fjarlægðar- og árekstrarviðvörun og hemlunaraðstoð sem grípur inn í ef ekki er hemlað nægilega mikið. Bregðist ökumaður ekki við getur kerfið hafið sjálfvirka nauðhemlun.

PRE-SAFE®-hliðarviðbragð

PRE-SAFE®-hliðarviðbragð getur undirbúið framsætisfarþega fyrir hliðarárekstur með því að ýta við þeim frá hlið og þannig dregið úr slysahættu.

Ef kerfið greinir yfirvofandi hliðarárekstur eru höfuð og efri hlutar líkama ökumanns og framsætisfarþega færð örlítið í átt að miðju bílsins. Viðbragðið kemur í kjölfar þess að lofthólf í hliðum sætisbakanna blásast upp.

Remote Park-aðstoðarkerfi

Að stíga út á þægilegan hátt og leggja bílnum í þröng stæði með snjallsíma – Remote Park-aðstoðarkerfið gerir það mögulegt. Aðgerðinni er stjórnað með appi utan bílsins.

Aðstoðarkerfi


Framúrskarandi öryggi með Mercedes-Benz Intelligent Drive-kerfum.

Hvort sem það er á álagstímum, við langan næturakstur eða á vegum sem þú þekkir ekki – nýi A-Class léttir undir með þér, sérstaklega í aðstæðum sem reyna á taugarnar. Að bak býr hugmyndin um að sérhver ferð í Mercedes-Benz verði örugg og einstök: Mercedes-Benz Intelligent Drive. Því tíminn sem þú ert undir stýri er þinn tími. Tími til að slaka á. Tími til að safna orku. Svo að þú komist á áfangastað með öruggum en einnig afslöppuðum hætti.

Aðstoðarkerfi


Framúrskarandi öryggi með Mercedes-Benz Intelligent Drive-kerfum.

Hvort sem það er á álagstímum, við langan næturakstur eða á vegum sem þú þekkir ekki – nýi A-Class léttir undir með þér, sérstaklega í aðstæðum sem reyna á taugarnar. Að bak býr hugmyndin um að sérhver ferð í Mercedes-Benz verði örugg og einstök: Mercedes-Benz Intelligent Drive. Því tíminn sem þú ert undir stýri er þinn tími. Tími til að slaka á. Tími til að safna orku. Svo að þú komist á áfangastað með öruggum en einnig afslöppuðum hætti.

Myndin sýnir Head-up display í E-Class Estate.

Akstursaðstoð og öryggi

Myndin sýnir virkni 360° myndavélarinnar í E-Class Estate þegar lagt er í stæði.

Lagt í stæði

Myndin sýnir nærmynd af LED High Performance-aðalljósum E-Class Estate.

Ljós og skyggni

Myndin sýnir virkni DYNAMIC SELECT í E-Class Estate.

Fjöðrun

Myndin sýnir nærmynd af COMAND Online-þjónustunni á margmiðlunarskjá E-Class Estate.

Tengimöguleikar

Öryggisbúnaðarpakkar


Allt sem gerir E-Class Estate enn öruggari.

Öryggisbúnaðarpakkar


Allt sem gerir E-Class Estate enn öruggari.

Akstursaðstoðarpakki

Akstursaðstoðarpakki – meiri aðstoð, meira öryggi, meiri vernd.

Akstursaðstoðarpakki Plus

Öryggis- og aðstoðarkerfin geta létt undir með ökumanni og dregið úr slysahættu.

Bílastæðapakki með 360° myndavél

Bílastæðaaðstoð – aðstoð við að fara í og úr stæði.

Bílastæðapakki með bakkmyndavél

Auðveldar þér að finna og velja bílastæði sem og að leggja í og fara úr stæði.

Remote Park-pakki

Upplifðu framtíðina í bílastæðatækni.

Akreinapakki

Örugglega á réttri braut.

Speglapakki

Felldu hliðarspeglana að bílnum með því einfaldlega að ýta á hnapp.

Þjófavarnarpakki

Þjófavarnarpakki – varar við þegar brotist er inn í bílinn, honum er stolið eða hann er dreginn burt.