• PRE-SAFE® PLUS

  PRE-SAFE® PLUS

  Myndin sýnir virkni PRE-SAFE® PLUS-kerfisins í E-Class Estate.
  Spila aftur

  PRE-SAFE® PLUS

  Þetta aukna PRE-SAFE®-kerfi getur gripið til fyrirbyggjandi aðgerða til að vernda farþega þegar aftanákeyrsla er yfirvofandi í kyrrstöðu. Það felur meðal annars í sér viðvörun fyrir næstu ökutæki á eftir eða að setja bílinn í stöðuhemil.

  Aðeins í boði sem hluti af akstursaðstoðarpakkanum eða akstursaðstoðarpakka Plus.

 • Virk hemlunaraðstoð með vegamótavirkni

  Virk hemlunaraðstoð með vegamótavirkni

  Myndin sýnir hvernig virka hemlunaraðstoðin með vegamótavirkni í E-Class Estate virkar.
  Spila aftur

  Virk hemlunaraðstoð með vegamótavirkni

  Kerfið gefur viðvörun þegar það greinir hættu á árekstri, veitir aðstoð við nauðhemlun og hemlar sjálfkrafa í neyðartilfellum. Það greinir ökutæki sem keyra hægt, ætla að nema staðar eða eru kyrrstæð, einnig umferð sem ekur þvert á þína akstursstefnu á vegamótum, öftustu ökutæki í umferðarteppu og gangandi vegfarendur innan hættusvæðis.

  Aðeins í boði sem hluti af akstursaðstoðarpakkanum eða akstursaðstoðarpakka Plus.

 • DISTRONIC-hraðastillir með fjarlægðarskynjun

  DISTRONIC-hraðastillir með fjarlægðarskynjun

  Myndin sýnir virkni DISTRONIC-hraðastillisins með fjarlægðarskynjun sem heldur bílnum í þeirri fjarlægð sem óskað er eftir frá næsta ökutæki á undan.
  Spila aftur

  DISTRONIC-hraðastillir með fjarlægðarskynjun

  DISTRONIC-hraðastillirinn með fjarlægðarskynjun léttir undir með ökumanninum á langferðum og í seigfljótandi umferð. Einfalt og þægilegt er að stilla fjarlægðina og hraðann með aðgerðastýrinu.

 • Akreinapakki

  Akreinapakki

  Myndin sýnir vinstri hliðarspegilinn með viðvörunartákni blindsvæðisvarans í E-Class Estate.

  Akreinapakki

  Blindsvæðisvarinn og virki akreinavarinn geta gefið bílstjóranum sjónræna og hljóðræna viðvörun við ökutækjum í blinda blettinum og ef hann fer óvart út af sinni akrein. Virki akreinavarinn getur hjálpað til við að koma í veg fyrir árekstur með því að hemla.

 • Head-up display

  Head-up display

  Myndin sýnir Head-up display-framrúðuskjáinn í E-Class Estate frá sjónarhorni ökumanns.

  Head-up display

  Head-up display sýnir ökumanninum mikilvægar upplýsingar án þess að beina athygli hans frá akstrinum. Kerfið varpar um 21 x 7 cm stórri sýndarveruleikamynd í sjónlínu ökumanns, sem skynjar myndina í um tveggja metra fjarlægð svífandi yfir vélarhlífinni.

 • Umferðarmerkjagreining

  Umferðarmerkjagreining

  Myndin sýnir virkni umferðarmerkjagreiningar, sem getur greint og sýnt takmarkanir á hámarkshraða.

  Umferðarmerkjagreining

  Kerfið getur greint og sýnt hraðatakmarkanir, innkeyrslu- og framúrakstursbönn og látið vita þegar þau falla úr gildi. Ef ekið er á móti uppgefinni akstursstefnu er gefin sjónræn og hljóðræn viðvörun.

  Eingöngu í boði sem hluti af pakka í tengslum við COMAND Online.

  Umferðarmerkjagreining og tiltekin virkni er ekki í boði í öllum löndum. Sjónræn og hljóðræn viðvörun við innkeyrslu á röngum stöðum er í augnablikinu eingöngu í boði í Þýskalandi.

 • PRE-SAFE®-hliðarviðbragð

  PRE-SAFE®-hliðarviðbragð

  Myndin sýnir tvö ökutæki sem fara yfir gatnamót.
  Spila aftur

  PRE-SAFE®-hliðarviðbragð

  PRE-SAFE®-hliðarviðbragð eykur öryggið með því að búa bílstjóra og farþega í framsæti undir hliðarárekstur. Viðbótarskynjarar geta greint hættu á hliðarárekstri af völdum annarra vegfarenda. Brugðist er við með því að færa farþega til með virkum öryggisbúnaði í sætum. Það getur dregið úr slysahættu.

  Aðeins í boði sem hluti af akstursaðstoðarpakka Plus.

 • PRE-SAFE®-kerfið

  PRE-SAFE®-kerfið

  Myndin sýnir virkni PRE-SAFE®-kerfisins í E-Class Estate.

  PRE-SAFE®-kerfið

  Kerfið getur greint varasamar akstursaðstæður fyrir fram og gripið til fyrirbyggjandi ráðstafana gegn yfirvofandi óhappi. Þar á meðal eru til dæmis afturkallanleg strekking öryggisbelta og nú einnig PRE-SAFE® Sound.