EQ Ready appið.

EQ Ready appið.

Tilbúin/n til að aka í rafbíl?

Ókeypis app fyrir snjallsíma sýnir þér hvort hentugt væri fyrir þig að skipta yfir í rafbíl eða tvinnbíl.

Tilbúin/n til að aka í rafbíl?

Ókeypis app fyrir snjallsíma sýnir þér hvort hentugt væri fyrir þig að skipta yfir í rafbíl eða tvinnbíl. Appið birtir í snjallsímanum akstursleiðir þínar sem þú ekur á hverjum degi í bílnum þínum – af hvaða gerð sem er. Appið greinir akstursmáta hvers og eins og ber gögnin saman við fjölda kennistærða frá rafbílum og tvinnbílum.

Niðurstaðan: EQ Ready appið kannar ekki aðeins hvort hægt væri að komast á áfangastaði þína á rafbíl heldur gefur einnig ákveðna ábendingu um hvaða gerð af ökutæki með annars konar aflgjafa frá smart eða Mercedes-Benz hentar þér best.

Nú er hægt að sækja EQ Ready appið ókeypis:

Appið greinir akstursmátann: t.d. hraða, hraðaaukningu, stopp og umhverfisstærðir.

1. meðan þú ekur þína leið í ökutæki þínu greinir appið margs konar kennistærðir svo sem hitastig, ekna kílómetra, aksturstíma, upplýsingar um hemlun og hraðaaukningu, hæðarmælingu og staðsetningargögn.

Þegar ökumaðurinn hefur gert athugun með EQ Ready appinu gerir hann sér grein fyrir hvort hann gæti náð áfangastöðum sínum með rafbíl.

2. Að akstri loknum sýnir appið hvernig akstur á rafbíl passar við akstursmáta þinn. Það hermir notkun rafhlöðunnar í rafbílnum og greinir þér frá hvort nauðsynlegt væri að gera hleðslustopp.

Appið gerir tillögu um hvaða rafbíll eða tvinnbíll frá Mercedes-Benz eða smart hentar notandanum best.

3. Hentar akstursmáti þinn fyrir akstur á rafbíl? Líttu þá á rafbíla- og tvinnbílagerðir okkar og kynntu þér hvaða ökutæki uppfyllir þarfir þínar sem best.