Algengar spurningar um EQ Ready-appið

Fáðu svör við spurningum þínum um EQ Ready-appið.

Nýskráning


Nýskráning


    • Af hverju þarf að skrá sig?

      Af hverju þarf að skrá sig?

      Aðeins sá sem er skráður getur notað appið og fundið út hvort rafbíll henti sér í dag. Skráningar er krafist til þess að geta verndað gögnin með viðunandi hætti og gefið eingöngu viðkomandi notanda aðgang að þeim.

    • Get ég notað Mercedes.me-innskráningarupplýsingarnar?

      Get ég notað Mercedes.me-innskráningarupplýsingarnar?

      Já, hægt er að nota Mercedes.me-innskráningarupplýsingarnar. Langtímamarkmið okkar er að hægt sé að nota eina skráningu fyrir öll öpp frá Daimler.

    Rakning


    Rakning


      • Hvernig virkar sjálfvirka rakningin? (greining á því hvenær ekið er af stað og stoppað, GPS-skynjarar …)

        Hvernig virkar sjálfvirka rakningin? (greining á því hvenær ekið er af stað og stoppað, GPS-skynjarar …)

        Hægt er að hefja og stöðva rakninguna hvenær sem er með því að ýta á hnapp í appinu. Til hægðarauka létum við rakninguna fara fram sjálfkrafa í appinu. Við notum mismunandi tækni og skynjara snjallsímans fyrir sjálfvirku rakninguna, eins og GPS-skynjara, hröðunarskynjara, loftvog, Wi-Fi, Bluetooth, staðsetningu nets, áttavita eða snúningsskynjara til að greina hvenær ferð hefst og hvenær henni lýkur. Gögnin eru ekki vistuð fyrr en akstur greinist. Við sjálfvirka greiningu á akstri er notuð tækni sem er enn ný af nálinni. Af þessum sökum geta orðið villur í greiningunni. Við vinnum stöðugt að því að bæta greiningargetuna.

      • Af hverju byrjar akstursskráningin hjá mér svona seint?

        Af hverju byrjar akstursskráningin hjá mér svona seint?

        Það getur komið fyrir að sjálfvirka rakningin skrái akstur ekki strax. Ástæðan er sú að tæknin sem er notuð er ný af nálinni, en einnig hafa móttökuskilyrði á hverjum tíma áhrif. Appið notar marga mismunandi skynjara snjallsímans sem í sameiningu greina þegar um akstur er að ræða. Þar sem tilteknir skynjarar eru háðir móttökuskilyrðum notandans getur komið til tafa við skráningu aksturs. Við vinnum að sjálfsögðu stöðugt að því að lágmarka þessa töf sem mögulega getur orðið svo hægt sé að rekja hverja einustu ferð að fullu.

      • Hvaða kennistærðir notar appið til að reikna út ferð?

        Hvaða kennistærðir notar appið til að reikna út ferð?

        Við notum eftirfarandi kennistærðir: hitastig, ekna kílómetra, aksturstíma, upplýsingar um hemlun og hraðaaukningu, hæðarmælingu og staðsetningargögn. Þannig getum við reiknað út mögulegt drægi og orkunotkun á sem raunsannastan hátt. Niðurstaðan verður einstaklingsbundin ráðlegging um það hvernig best er að nota rafbílinn með tilliti til aksturslags viðkomandi ökumanns. Við vinnum stöðugt að því að bæta útreikningana innan ramma þeirra tæknilegu framfara sem verða og fá þannig eins nákvæma niðurstöðu og hægt er.

      • Er hægt að kveikja/slökkva á sjálfvirku rakningunni?

        Er hægt að kveikja/slökkva á sjálfvirku rakningunni?

        Já, hægt er að breyta stillingunni hvenær sem er í "Snið - Fleiri stillingar“ í valmyndinni.

      • Skráir appið hverja einustu ferð (líka sem farþegi / leigubílstjóri)?

        Skráir appið hverja einustu ferð (líka sem farþegi / leigubílstjóri)?

        Já, eins og er skráir appið hverja einustu ferð í ökutæki. Þá skiptir engu hvort notandinn situr undir stýri eða er farþegi.

      • Get ég eytt út tilteknum ferðum?

        Get ég eytt út tilteknum ferðum?

        Já, í yfirliti yfir ferðir er hægt að eyða út stökum ferðum. Hægt er að breyta stillingunni hvenær sem er í "Snið - Fleiri stillingar“ í valmyndinni.

      • Get ég eytt út öllum ferðum?

        Get ég eytt út öllum ferðum?

        Já, hægt er að eyða út öllum ferðum í "Snið - Fleiri stillingar“ í valmyndinni.

      • Af hverju greinir appið stundum ekki akstur þótt það sé stillt á sjálfvirka rakningu?

        Af hverju greinir appið stundum ekki akstur þótt það sé stillt á sjálfvirka rakningu?

        Sjálfvirk greining á bílferðum byggist enn á mjög nýrri tækni. Því getur greiningin verið sein til að greina að um akstur er að ræða. Í sjaldgæfum tilvikum getur þetta því miður leitt til þess að sumar ferðir greinast aðeins að hluta eða alls ekki. Við vinnum stöðugt að því að bæta greiningargetuna.

      • Hvað gerist ef ég slekk á skráningu í appinu án þess að hætta akstri og skráðar ferðir verða þannig ekki í samhengi?

        Hvað gerist ef ég slekk á skráningu í appinu án þess að hætta akstri og skráðar ferðir verða þannig ekki í samhengi?

        Ef appið greinir ferð sem er ekki í samhengi við annað hefst næsta ferð ekki fyrr en rafhlaðan hefur verið hlaðin að fullu.

      Greining án rakningar


      Greining án rakningar


        • Get ég líka séð hvort ég komist á áfangastað í rafbíl án þess að fara ferðina sjálf(ur)?

          Get ég líka séð hvort ég komist á áfangastað í rafbíl án þess að fara ferðina sjálf(ur)?

          Já, með Predict-eiginleikanum getur notandi athugað fyrir fram hvort hægt sé að komast ákveðna leið á rafbíl.

        • Hvernig er hægt að reikna út orkunotkun fyrir leið sem ég hef ekki ekið sjálf(ur)?

          Hvernig er hægt að reikna út orkunotkun fyrir leið sem ég hef ekki ekið sjálf(ur)?

          Predict-eiginleikinn notar hraðasnið sem byggjast á reynsluupplýsingum. Þannig getum við ákvarðað af nokkurri nákvæmni hversu mikla orku þarf á leiðinni.

        Rafhlaða/gagnanotkun


        Rafhlaða/gagnanotkun


          • Hversu mikil áhrif hefur appið á raforkunotkun snjallsímans?

            Hversu mikil áhrif hefur appið á raforkunotkun snjallsímans?

            Við þróun appsins lögðum við mikið upp úr því að láta það nota sem allra minnst af hleðslu snjallsímans. Allt eftir snjallsíma og stýrikerfi getur orkunotkunin verið mismikil.

          • Þarf nettengingu til að nota appið?

            Þarf nettengingu til að nota appið?

            Í upphafi er nettenging nauðsynleg til að nýskrá sig og til að reikna út hermda raforkunotkun. Rakninguna sjálfa er hægt að framkvæma án internettengingar.

          • Verður að vera kveikt á staðsetningunni?

            Verður að vera kveikt á staðsetningunni?

            Já, appið virkar aðeins þegar það hefur aðgang að staðsetningu notandans. Í stýrikerfinu iOS ætti að vera stillt á „leyfa alltaf“ þegar appið biður um staðsetningargögn. Hægt er að afturkalla leyfið hvenær sem er í "Snið - Fleiri stillingar“ í valmyndinni.

          Bílar/drægi


          Bílar/drægi


            • Hvaða bílar eru notaðir til grundvallar hermun á ferðum mínum eða hvaða bíla er mér ráðlagt að nota?

              Hvaða bílar eru notaðir til grundvallar hermun á ferðum mínum eða hvaða bíla er mér ráðlagt að nota?

              Í appinu er úrval rafbíla (sem ganga fyrir rafmagni eingöngu eða að hluta) frá Mercedes-Benz Group AG.

            • Hversu nákvæmir eru útreikningarnir og ráðleggingin um rafbíl sem á þeim byggir?

              Hversu nákvæmir eru útreikningarnir og ráðleggingin um rafbíl sem á þeim byggir?

              Við þróun appsins var megináhersla lögð á að geta búið til eins nákvæma spá og mögulegt er svo notendur eigi kost á að leggja sem best mat á málið.
              Fullkomin og alveg nákvæm hermun er því miður ekki möguleg vegna tæknilegra takmarkana. Við vinnum stöðugt að því að bæta útreikningana og fá þannig eins nákvæma niðurstöðu og hægt er.

            • Er rafhlaða bílsins fullhlaðin í fyrstu ferðinni?

              Er rafhlaða bílsins fullhlaðin í fyrstu ferðinni?

              Já, áður en lagt er af stað í fyrstu ferð er rafhlaða bílsins hlaðin upp að 100%.

            • Er hermt eftir hleðsluferli bílsins?

              Er hermt eftir hleðsluferli bílsins?

              Þegar bílnum er lagt nálægt hleðslustöð í einkaeigu (u.þ.b. 500 m) er hermdi bíllinn hlaðinn með hámarkshleðslugetu rafhlöðunnar eða hámarksafli hleðslustöðvarinnar.

            Hleðslumöguleikar


            Hleðslumöguleikar


              • Hvaða hleðslumöguleikar eru sýndir?

                Hvaða hleðslumöguleikar eru sýndir?

                Í appinu eru sýndar bæði almennar hleðslustöðvar og hleðslustöðvar í einkaeigu.

              • Sjá aðrir notendur hleðslustöð sem ég hef sjálf(ur) sett upp?

                Sjá aðrir notendur hleðslustöð sem ég hef sjálf(ur) sett upp?

                Nei, uppsettir hleðslustaðir eru sem stendur einkamál notandans og aðrir notendur EQ Ready-appsins sjá hvorki staðina né geta notað þá.

              • Hversu hratt getur bíll hlaðið sig á hleðslustöð sem ég set upp?

                Hversu hratt getur bíll hlaðið sig á hleðslustöð sem ég set upp?

                Þegar lagt er nálægt hleðslustað sem notandi hefur sjálfur sett upp er hermda ökutækið hlaðið með hámarkshleðslugetu þeirrar gerðar sem valin var og tiltækri getu viðkomandi hleðslustöðvar.

              Hitastig


              Hitastig


                • Af hverju get ég valið mismunandi hitastig?

                  Af hverju get ég valið mismunandi hitastig?

                  Útihiti er einn af mörgum þáttum sem hafa áhrif á drægi. Við settum þessa virkni inn svo notandinn geti séð hvaða áhrif útihitastig hefur á drægið.

                • Hvernig get ég hámarkað drægið?

                  Hvernig get ég hámarkað drægið?

                  Þættir eins og aksturslag, hraði, staðhættir og útihiti hafa áhrif á orkunotkun og þar með raunverulegt drægi. Jafn akstur á viðeigandi hraða getur aukið drægið.

                • Af hverju er ekki hægt að gera hermun fyrir rafknúinn akstur tengiltvinnbíls við lágt hitastig?

                  Af hverju er ekki hægt að gera hermun fyrir rafknúinn akstur tengiltvinnbíls við lágt hitastig?

                  Við lágt hitastig nálægt frostmarki getur komið fyrir að ekki sé hægt að keyra tengiltvinnbíla eingöngu á rafmagni þar sem notkun brunahreyfilsins hentar betur vegna varmans sem hann gefur frá sér.

                Almennt


                Almennt


                  • Hvaða hag hef ég af því að nota EQ Ready-appið?

                    Hvaða hag hef ég af því að nota EQ Ready-appið?

                    Hægt er að nota EQ Ready-appið til að fylgjast með dagsdaglegum akstri og sjá þannig hvort rafbíll henti manni. Appið býr til hermun af rafbíl líkt og hann væri notaður eins og þú notar núverandi bílinn þinn dagsdagslega – og það í mörgum ferðum.

                  Gögn


                  Gögn


                    • Hvernig eru gögnin mín vernduð?

                      Hvernig eru gögnin mín vernduð?

                      Mercedes-Benz Group AG gerir viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar öryggisráðstafanir til að koma í veg fyrir að notendagögn í okkar umsjá séu misnotuð, glatist, eyðileggist eða komist í hendur óviðkomandi aðila. Öryggisráðstafanir okkar eru stöðugt endurbættar samfara tækniþróun á þessu sviði. Nánar um þetta má lesa í upplýsingahluta appsins (upplýsingatáknið efst til hægri).

                    • Hvernig er unnið úr gögnunum?

                      Hvernig er unnið úr gögnunum?

                      Mercedes-Benz Group AG safnar, vinnur úr og notar persónuupplýsingar notandans til að bjóða upp á appið og virkni þess, að því marki sem þörf er á eða að því marki sem samþykki notandans fyrir frekari notkun liggur fyrir. Einkum notar appið í þessu skyni gögn sem notandinn færir inn, að því gefnu að hann veiti samþykki fyrir notkun þeirra, og gögn sem eru til staðar í tækinu eða verða til við notkun á virkni tækisins (staðarákvörðun). Nánar um þetta má lesa í upplýsingahluta appsins (upplýsingatáknið efst til hægri).